Fiskimjölsverksmiðjan Ísfélags Vestmannaeyja, eða Fisið eins og hún er jafnan kölluð af heimamönnum, varð fyrir talsverðum skemmdum í óveðri kvöldsins. Nánast öll norðurhlið hússins er fokin af en húsið er stálgrindarhús og klæðningin fokin af talsverðum hluta hússins.
Kvöldið hefur verið annasamt hjá viðbragðsaðilum í Vestmannaeyjum rétt eins og annars staðar á landinu. Mikið hefur verið að gera en talsmaður lögreglunnar í Vestmannaeyjum sagði í samtali við fréttastofu Vísis að allt hafi farið nokkuð vel. Engin slys hafi orðið á fólki.
Allar nýjustu upplýsingar af veðrinu má finna í Veðurvaktinni.