Enski boltinn

Vitor Pereira tekur ekki við Everton

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vitor Pereira verður áfram í Kína.
Vitor Pereira verður áfram í Kína. vísir/getty

Vitor Pereira verður ekki næsti stjóri Everton en þetta staðfesti hann í samtali við Sky Sports fréttastofuna.

Portúgalinn er nú á mála tjá Shanghai SIPG í Kína en hann hefur verið orðaður við Everton eftir að félagið rak Marco Silva úr starfi á dögunum.

Duncan Ferguson er nú tímabundinn stjóri Everton og vann sinn fyrsta leik um helgina er liðið vann 3-1 sigur á Chelsea.

„Ég er stoltur og þakklátur fyrir að vera orðaður við starfið hjá félagi sem ég hef ber svo mikla virðingu fyrir en ég er enn stjóri SIPG og SIPG er hjarta mér nær,“ sagði Pereira í samtali við Sky Sports.

„Á þessu augnabliki get ég ekki tjáð mig frekar. Ég þarf tíma til þess að kíkja á framtíð mína og möguleikanna sem ég hef.“







Pereira sem er 51 ára gamall vann portúgölsku deildina í tvígang með Porto og var til viðtals hjá Everton árið 2013 en þá réð Everton Roberto Martinez.

Síðan þá hefur hann orðið meistari í Grikklandi en ekki gekk eins vel hjá Fenerbache og 1860 Munchen. Hann tók við Shanghai í desember árið 2017 og unnu þeir deildina á hans fyrsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×