Minnst þúsund manns mótmæla vegna Samherjaskjalanna Samúel Karl Ólason skrifar 10. desember 2019 12:00 Mótmælendur segja einnig að „spilltir hættir“ þeirra sem grunaðir eru vegna málsins hafi leitt til fækkunar starfa og aukinnar fátæktar. Minnst þúsund manns hafa í dag mótmælt í strandbænum Walvis Bay í Namibíu í dag. Tilefni mótmælanna eru Samherjaskjölin og spilling. Mótmælendurnir segja, samkvæmt Namibian, að málið umdeilda varpi ljósi á brot á réttindum þeirra. Þá hafi skandallinn sérstök áhrif á þá sem búa í Walvis Bay þar sem íbúar treysta á auðlindir hafsins. Mótmælendur segja einnig að „spilltir hættir“ þeirra sem grunaðir eru vegna málsins hafi leitt til fækkunar starfa og aukinnar fátæktar. Embættismenn og aðrir háttsettir í Namibíu eru sakaðir um að hafa þegið mútur frá Samherja í skiptum fyrir ódýran fiskveiðikvóta. Á meðal þeirra sem sakaðir eru um mútuþægni eru SWAPO-liðarnir Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og Shacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem sögðu báðir af sér í kjölfar Samherjamálsins og sitja nú í gæsluvarðhaldi. Kosningar voru nýverið haldnar í Namibíu þar sem Hage Geingob, sitjandi forseti Namibíu og frambjóðandi SWAPO-flokksins, hlaut endurkjör með 56,3 prósent atkvæða. Panduleni Itula, mótframbjóðandi hans, hefur ekki viðurkennt niðurstöðuna en einhverjir mótmælenda í Walvis Bay hafa notað tækifærið og lýst yfir stuðningi við Itula. Some participants say the 'fishrot' scandal has especially affected those at the coastal town because they are dependent on marine resources supply and value addition. Many also believe the corrupt practices of the 'fishtrot' suspects have led to job losses and poverty. pic.twitter.com/j2wi4U4uKP— The Namibian (@TheNamibian) December 10, 2019 While many are shouting "Down corruption down" and "Bring back our fish", others are using the march as a political tool to draw support for the independent presidential candidate Panduleni Itula. Video: Adam Hartman pic.twitter.com/EeU1dtNkf1— The Namibian (@TheNamibian) December 10, 2019 Namibía Samherjaskjölin Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Minnst þúsund manns hafa í dag mótmælt í strandbænum Walvis Bay í Namibíu í dag. Tilefni mótmælanna eru Samherjaskjölin og spilling. Mótmælendurnir segja, samkvæmt Namibian, að málið umdeilda varpi ljósi á brot á réttindum þeirra. Þá hafi skandallinn sérstök áhrif á þá sem búa í Walvis Bay þar sem íbúar treysta á auðlindir hafsins. Mótmælendur segja einnig að „spilltir hættir“ þeirra sem grunaðir eru vegna málsins hafi leitt til fækkunar starfa og aukinnar fátæktar. Embættismenn og aðrir háttsettir í Namibíu eru sakaðir um að hafa þegið mútur frá Samherja í skiptum fyrir ódýran fiskveiðikvóta. Á meðal þeirra sem sakaðir eru um mútuþægni eru SWAPO-liðarnir Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og Shacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem sögðu báðir af sér í kjölfar Samherjamálsins og sitja nú í gæsluvarðhaldi. Kosningar voru nýverið haldnar í Namibíu þar sem Hage Geingob, sitjandi forseti Namibíu og frambjóðandi SWAPO-flokksins, hlaut endurkjör með 56,3 prósent atkvæða. Panduleni Itula, mótframbjóðandi hans, hefur ekki viðurkennt niðurstöðuna en einhverjir mótmælenda í Walvis Bay hafa notað tækifærið og lýst yfir stuðningi við Itula. Some participants say the 'fishrot' scandal has especially affected those at the coastal town because they are dependent on marine resources supply and value addition. Many also believe the corrupt practices of the 'fishtrot' suspects have led to job losses and poverty. pic.twitter.com/j2wi4U4uKP— The Namibian (@TheNamibian) December 10, 2019 While many are shouting "Down corruption down" and "Bring back our fish", others are using the march as a political tool to draw support for the independent presidential candidate Panduleni Itula. Video: Adam Hartman pic.twitter.com/EeU1dtNkf1— The Namibian (@TheNamibian) December 10, 2019
Namibía Samherjaskjölin Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira