Golf

Af­þökkuðu 300 milljóna króna bónus fyrir að spila í Sádi-Arabíu

Anton Ingi Leifsson skrifar

Kylfingurinn, Rory McIlroy, hefur bæst í hóp með Tiger Woods sem hefur neitað þáttökutilboði á evrópska túrnum í næsta mánuði en næsta mótið á Evróputúrnum fer fram í Sádi-Arabíu í næsta mánuði.

Tiger afþakkaði boðið í síðustu viku og nú hefur McIlroy bæst í hópinn. Hann sagði í viðtali við Golfstöðina að hann hefði ekki áhuga þrátt fyrir rosalega peningaupphæð sem honum var boðið.

„Þetta er ekki eitthvað sem heillar mig. Það er líka siðferði í þessu. Þú gætir sagt þetta um svo mörg lönd, ekki bara Sádi-Arabíu, en það eru mörg lönd sem við höfum spilað í sem maur ætti ekki að heimsækja. Ég vil ekki fara núna“ sagði Rory.







Um helgina fór fram bardagi í Sádi-Arabíu þar sem Anthony Joshua barðist við Andy Ruiz Jr. en Engendigurinn Joshua hafði betur. Norður-Írinn McIlroy studdi sinn mann um helgina.

„Það voru engin vandræði að horfa á þá og styðja AJ,“ sagði Norður-Írinn.

Talið var að þeim hafi verið boðið 2,5 milljónir dollara en það jafngildir rúmleg 300 milljónum króna. Þeir afþökkuðu það pent enda væntanlega með ágætis árslaun.

Efsti maður heimslistans Brooks Koepka, Dustin Johnson og Phil Mickelson eru á meðal þeirra sem verða meðal keppenda á mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×