Enski boltinn

Um­boðs­maðurinn sem sakaði Liver­pool um að leggja leik­mann í ein­elti dæmdur í sex vikna bann

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bobby Duncan í varaliðsleik með Liverpool.
Bobby Duncan í varaliðsleik með Liverpool. vísir/getty

Umboðsmaðurinn, Saif Rubie, sem er meðal annars umboðsmaður hins unga Englendings, Bobby Duncan, hefur verið dæmdur í sex vikna bann af enska knattspyrnusambandinu.

Saif vakti athygli í sumar er hann fór hamförum á twitter. Sagði hann að Liverpool væri að reyna að eyðileggja feril hins átján ára gamla Duncan og leggja hann í einelti.

Duncan vildi komast burt frá Liverpool í sumarglugganum en Liverpool var ekki á sama máli. Eftir mikið japl, jaml og fuður tókst það að endingu en hann gekk í raðir Fiorentina í september.







Umboðsmaðurinn sagði að Duncan hafi verið haldið hjá félaginu gegn sínum vilja en hann hafði gengið í raðir Liverpool árið 2018 frá Manchester City.

Hann skoraði 32 mörk í öllum keppnum fyrir U18-ára lið félagsins en hann er frændi Steven Gerrard. Hann var svo seldur á tæplega tvær milljónir punda til Fiorentina.

Umboðsmaðurinn verður einnig sendur á námskeið og sektaður um tíu þúsund pund.


Tengdar fréttir

Umboðsmaður Duncan lýgur segir Liverpool

Liverpool hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna hins 18 ára gamla frænda Steven Gerrard, Bobby Duncan, en umboðsmaður Duncan sakaði félagið um að eyðileggja líf leikmannsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×