Enski boltinn

Benitez gerði upp Liver­pool-krafta­verkið í Instanbúl: Hlut­verk Kewell og víta­spyrnu­keppnin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Benitez á hliðarlínunni.
Benitez á hliðarlínunni. vísir/getty

Rafael Benitez var gestur sjónvarpsþáttarins Monday Night Football á Sky Sports í gærkvöldi þar sem spænski stjórinn fór um víðan völl.

Benitez er nú stjóri Dalian Yifang í Kína en hann fór þangað í sumar eftir að hafa sagt skilið við Newcastle en hann þjálfaði einnig Liverpool á Englandi og gerði þá að Evrópumeisturum 2005.

Auk þess að gera upp umferðina í gær og fara vel yfir leik Newcastle og Arsenal þá fór Benitez yfir sigur Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn AC Milan árið 2005.







Benitez fór yfir allar ákvarðanirnar varðandi liðsuppstillingu en ein sú athyglisverðasta var að Harry Kewell byrjaði fyrir aftan framherjann og Ditmar Hamann var á bekknum.

Jamie Carragher, sem spilaði leikinn en er nú spekingur hjá Sky Sports, var einnig í settinu og þeir fóru ekki bara yfir leikinn heldur ræddu þeir einnig vítaspyrnukeppnina þar sem sá spænski var vel undirbúinn.





Leikurinn fer seint úr minnum Liverpool-manna en þeir voru 3-0 undir í hálfleik en náðu að jafna 3-3. Leikurinn fór síðan í vítaspyrnukeppni þar sem Bítlaborgarliðið vann en skemmtileg greining Benitez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×