Félag atvinnurekenda óttast skort og verðhækkanir við afnám skortkvóta Birgir Olgeirsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 28. desember 2019 14:12 Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Félag atvinnurekenda óttast skort og verðhækkanir þegar svokallaður skortkvóti verður afnuminn um áramótin. Margar breytingar á lögum taka gildi þegar nýtt ár gengur í garð sem mun þó meðal annars hafa í för með sér aukið úrval á kjöti í hærri gæðaflokkum í verslunum. Breytingar á fyrirkomulagi við innflutning landbúnaðarvara og afnám leyfisveitingakerfis innan EES taka gildi um áramótin. „Þetta hefur fyrst og fremst þá þýðingu að það verður fáanlegt í kjötborðunum ferskt kjöt sem hefur aldrei verið fryst og þar af leiðandi af betri gæðum. Ég myndi halda að þetta verði fyrst og fremst nautakjöt í hærri gæðaflokkum, kannski villibráð. Við erum ekki að fara að sjá innflutning á fersku kjúklinga- eða svínakjöti en þetta verður meira úrval og meiri gæði fyrir neytandann,“ segir Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda í samtali við fréttastofu í dag. Þá munu verða breytingar á fyrirkomulagi við úthlutun tollkvóta þar sem úthlutunin mun fara fram eftir svokölluðu jafnvægisútboði. Lagabreytingin mun þó ekki hafa áhrif fyrr en á seinni hluta næsta árs. Að öllum líkindum gæti hún leitt til einhverrar lækkunar á útboðsgjaldinu sem innflutningsfyrirtæki þurfa að greiða fyrir tollkvóta. „Við hjá Félagi atvinnurekenda höfum verið þeirrar skoðunar að það eigi að hætta þessum uppboðum og úthluta þessum kvótum án endurgjalds, það eru til aðferðir til þess. Það væri alvöru kjarabót fyrir neytendur en við eigum eftir að sjá hvernig þetta kemur út. Vonandi þýðir það einhverja lækkun á innfluttum búvörum en reynslan á eftir að leiða þaðí ljós.“ Um áramótin verður afnuminn möguleiki á að gefa út skortkvóta ef vörur vantar á markað. Í staðinn eru teknir upp tímabundnir tollkvóta fyrir ýmsar vörur ýmist allt árið eða nokkra mánuði áárinu. „Við teljum hins vegar mjög slæmt að hafa engan möguleika á að lækka tolla ef það er raunverulegur skortur á vöru. Það mun þýða skort og verðhækkanir af og til. Það gefur líka í sumum tilvikum innlendum framleiðendum til dæmis á lambakjöti þar sem er engin tollfrjáls kvóti til að flytja inn möguleika á að spila með markaðinn og stjórna dálítið framboði og verði, sem við erum mjög gagnrýnin á,“ sagði Ólafur Stephensen. Samkeppnismál Tengdar fréttir Tollar á blómkál lækkaðir næstu þrjá mánuði vegna skorts Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um lækkun tolla á blómkál næstu þrjá mánuði. 2. september 2019 13:03 Félag atvinnurekenda gagnrýnir tollkvótafrumvarp ráðherra Félag atvinnurekenda (FA) gagnrýnir drög landbúnaðarráðherra að nýju frumvarpi um breytingu á úthlutun tollkvóta. 13. ágúst 2019 06:00 Ekki að sjá í búðum að það sé skortur á íslensku lambakjöti Reynt að flýta slátrun svo ekki verði skortur á íslensku lambakjöti 2. ágúst 2019 15:09 Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Sjá meira
Félag atvinnurekenda óttast skort og verðhækkanir þegar svokallaður skortkvóti verður afnuminn um áramótin. Margar breytingar á lögum taka gildi þegar nýtt ár gengur í garð sem mun þó meðal annars hafa í för með sér aukið úrval á kjöti í hærri gæðaflokkum í verslunum. Breytingar á fyrirkomulagi við innflutning landbúnaðarvara og afnám leyfisveitingakerfis innan EES taka gildi um áramótin. „Þetta hefur fyrst og fremst þá þýðingu að það verður fáanlegt í kjötborðunum ferskt kjöt sem hefur aldrei verið fryst og þar af leiðandi af betri gæðum. Ég myndi halda að þetta verði fyrst og fremst nautakjöt í hærri gæðaflokkum, kannski villibráð. Við erum ekki að fara að sjá innflutning á fersku kjúklinga- eða svínakjöti en þetta verður meira úrval og meiri gæði fyrir neytandann,“ segir Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda í samtali við fréttastofu í dag. Þá munu verða breytingar á fyrirkomulagi við úthlutun tollkvóta þar sem úthlutunin mun fara fram eftir svokölluðu jafnvægisútboði. Lagabreytingin mun þó ekki hafa áhrif fyrr en á seinni hluta næsta árs. Að öllum líkindum gæti hún leitt til einhverrar lækkunar á útboðsgjaldinu sem innflutningsfyrirtæki þurfa að greiða fyrir tollkvóta. „Við hjá Félagi atvinnurekenda höfum verið þeirrar skoðunar að það eigi að hætta þessum uppboðum og úthluta þessum kvótum án endurgjalds, það eru til aðferðir til þess. Það væri alvöru kjarabót fyrir neytendur en við eigum eftir að sjá hvernig þetta kemur út. Vonandi þýðir það einhverja lækkun á innfluttum búvörum en reynslan á eftir að leiða þaðí ljós.“ Um áramótin verður afnuminn möguleiki á að gefa út skortkvóta ef vörur vantar á markað. Í staðinn eru teknir upp tímabundnir tollkvóta fyrir ýmsar vörur ýmist allt árið eða nokkra mánuði áárinu. „Við teljum hins vegar mjög slæmt að hafa engan möguleika á að lækka tolla ef það er raunverulegur skortur á vöru. Það mun þýða skort og verðhækkanir af og til. Það gefur líka í sumum tilvikum innlendum framleiðendum til dæmis á lambakjöti þar sem er engin tollfrjáls kvóti til að flytja inn möguleika á að spila með markaðinn og stjórna dálítið framboði og verði, sem við erum mjög gagnrýnin á,“ sagði Ólafur Stephensen.
Samkeppnismál Tengdar fréttir Tollar á blómkál lækkaðir næstu þrjá mánuði vegna skorts Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um lækkun tolla á blómkál næstu þrjá mánuði. 2. september 2019 13:03 Félag atvinnurekenda gagnrýnir tollkvótafrumvarp ráðherra Félag atvinnurekenda (FA) gagnrýnir drög landbúnaðarráðherra að nýju frumvarpi um breytingu á úthlutun tollkvóta. 13. ágúst 2019 06:00 Ekki að sjá í búðum að það sé skortur á íslensku lambakjöti Reynt að flýta slátrun svo ekki verði skortur á íslensku lambakjöti 2. ágúst 2019 15:09 Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Sjá meira
Tollar á blómkál lækkaðir næstu þrjá mánuði vegna skorts Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um lækkun tolla á blómkál næstu þrjá mánuði. 2. september 2019 13:03
Félag atvinnurekenda gagnrýnir tollkvótafrumvarp ráðherra Félag atvinnurekenda (FA) gagnrýnir drög landbúnaðarráðherra að nýju frumvarpi um breytingu á úthlutun tollkvóta. 13. ágúst 2019 06:00
Ekki að sjá í búðum að það sé skortur á íslensku lambakjöti Reynt að flýta slátrun svo ekki verði skortur á íslensku lambakjöti 2. ágúst 2019 15:09