ASÍ segir að fasteignagjöld hækki umfram lífskjarasamninga í sumum hverfum í nokkrum sveitarfélögum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. desember 2019 16:13 Auður Alfa, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ, hefur safnað gögnum um verðhækkanir á gjaldskrám hjá ríki og borg. Fasteignagjöld í sumum hverfum í Reykjavík, í Hafnarfirði, Kópavogi og Akureyri hækka langt umfram markmið lífskjarasamninganna á næsta ári samkvæmt upplýsingum frá verðlagseftirliti ASÍ. Verkefnastjóri þess segir þessar hækkanir vega þungt á almenning. Verðlagseftirlit Alþýðusambands Íslands hefur undanfarið safnað saman upplýsingum um gjaldskrárhækkanir hjá ríki og sveitarfélögum fyrir næsta ár. Þetta er meðal annars gert í tengslum við lífskjarasamninganna sem gerðir voru síðasta vor þar sem ríkið skuldbatt sig til að hækka ekki gjaldskrár sínar um meira en 2,5 prósentustig á næsta ári. Þá sendi Samband sveitarfélaga tilmæli til sveitarfélaga um sambærilega nálgun. Auður Alfa Ólafsdóttir verkefnastjóri Verðlagseftirlits ASÍ segir að einhverjar upplýsingar eigi enn eftir að berast. „Nú þegar er hins vegar komið í ljós að álagningarprósenta fasteignaskatts stendur í stað hjá Reykjavíkurborg. Í sumum hverfum hækkar fasteignamat langt umfram 2,5% og hækkanir á fasteignagjöldum verða eftir því sem stangast á við markmið lífskjarasamninganna. Þá verða hækkanir á fasteignamati í sumum hverfum í Hafnafirði, Kópavogi og Akureyri sem hefur svo þau áhrif að fasteignagjöld þar hækka umfram 2,5%,“ segir Auður. Hún segir að fasteignagjöldin séu stór hluti af þeim opinberu gjöldum sem leggjast á almenning því og vegi hækkanir eins og þessar þungt. „Það eru mörg sveitarfélög sem tóku þessi tilmæli Sambands íslenskra sveitarfélaga til sín og héldu aftur að hækkunum á gjaldskrám. Svo erum við að sjá að einhver sveitarfélög tóku þetta ekki til sín,“ segir Auður. Hún gagnrýnir að Samband íslenskra sveitarfélaga hafi sagt að tilmæli sín hafi ekki gilt um fasteignagjöld. „Svo gaf Samband íslenskra sveitarfélaga það út rétt fyrir jól að tilmæli þeirra giltu ekki um fasteignagjöld sveitarfélaga. Það er mjög furðulegt því hækkanir á fasteignagjöldum vegna miklu þyngra en hækkanir á almennum gjaldskrám,“ segir Auður. Auður segir að ASÍ birti niðurstöðu sína um hækkanir hjá sveitarfélögum og ríkinu í byrjun janúar. Samkvæmt upplýsingum frá Kópavogi verða fasteignagjöld lækkuð úr 2,2% í 2,15% um áramótin og þá lækkar holræsisgjald nokkuð. Auður segir þrátt fyrir það nægi það ekki til að lækka fasteignagjöldin til samræmis við lífskjarasamninganna í sumum hverfum sveitarfélagsins. Ástæðan sé að fasteignamatið í þeim hækki sem hækki síðan fasteignagjöldin. Húsnæðismál Kjaramál Skattar og tollar Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sjá meira
Fasteignagjöld í sumum hverfum í Reykjavík, í Hafnarfirði, Kópavogi og Akureyri hækka langt umfram markmið lífskjarasamninganna á næsta ári samkvæmt upplýsingum frá verðlagseftirliti ASÍ. Verkefnastjóri þess segir þessar hækkanir vega þungt á almenning. Verðlagseftirlit Alþýðusambands Íslands hefur undanfarið safnað saman upplýsingum um gjaldskrárhækkanir hjá ríki og sveitarfélögum fyrir næsta ár. Þetta er meðal annars gert í tengslum við lífskjarasamninganna sem gerðir voru síðasta vor þar sem ríkið skuldbatt sig til að hækka ekki gjaldskrár sínar um meira en 2,5 prósentustig á næsta ári. Þá sendi Samband sveitarfélaga tilmæli til sveitarfélaga um sambærilega nálgun. Auður Alfa Ólafsdóttir verkefnastjóri Verðlagseftirlits ASÍ segir að einhverjar upplýsingar eigi enn eftir að berast. „Nú þegar er hins vegar komið í ljós að álagningarprósenta fasteignaskatts stendur í stað hjá Reykjavíkurborg. Í sumum hverfum hækkar fasteignamat langt umfram 2,5% og hækkanir á fasteignagjöldum verða eftir því sem stangast á við markmið lífskjarasamninganna. Þá verða hækkanir á fasteignamati í sumum hverfum í Hafnafirði, Kópavogi og Akureyri sem hefur svo þau áhrif að fasteignagjöld þar hækka umfram 2,5%,“ segir Auður. Hún segir að fasteignagjöldin séu stór hluti af þeim opinberu gjöldum sem leggjast á almenning því og vegi hækkanir eins og þessar þungt. „Það eru mörg sveitarfélög sem tóku þessi tilmæli Sambands íslenskra sveitarfélaga til sín og héldu aftur að hækkunum á gjaldskrám. Svo erum við að sjá að einhver sveitarfélög tóku þetta ekki til sín,“ segir Auður. Hún gagnrýnir að Samband íslenskra sveitarfélaga hafi sagt að tilmæli sín hafi ekki gilt um fasteignagjöld. „Svo gaf Samband íslenskra sveitarfélaga það út rétt fyrir jól að tilmæli þeirra giltu ekki um fasteignagjöld sveitarfélaga. Það er mjög furðulegt því hækkanir á fasteignagjöldum vegna miklu þyngra en hækkanir á almennum gjaldskrám,“ segir Auður. Auður segir að ASÍ birti niðurstöðu sína um hækkanir hjá sveitarfélögum og ríkinu í byrjun janúar. Samkvæmt upplýsingum frá Kópavogi verða fasteignagjöld lækkuð úr 2,2% í 2,15% um áramótin og þá lækkar holræsisgjald nokkuð. Auður segir þrátt fyrir það nægi það ekki til að lækka fasteignagjöldin til samræmis við lífskjarasamninganna í sumum hverfum sveitarfélagsins. Ástæðan sé að fasteignamatið í þeim hækki sem hækki síðan fasteignagjöldin.
Húsnæðismál Kjaramál Skattar og tollar Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sjá meira