ASÍ segir að fasteignagjöld hækki umfram lífskjarasamninga í sumum hverfum í nokkrum sveitarfélögum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. desember 2019 16:13 Auður Alfa, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ, hefur safnað gögnum um verðhækkanir á gjaldskrám hjá ríki og borg. Fasteignagjöld í sumum hverfum í Reykjavík, í Hafnarfirði, Kópavogi og Akureyri hækka langt umfram markmið lífskjarasamninganna á næsta ári samkvæmt upplýsingum frá verðlagseftirliti ASÍ. Verkefnastjóri þess segir þessar hækkanir vega þungt á almenning. Verðlagseftirlit Alþýðusambands Íslands hefur undanfarið safnað saman upplýsingum um gjaldskrárhækkanir hjá ríki og sveitarfélögum fyrir næsta ár. Þetta er meðal annars gert í tengslum við lífskjarasamninganna sem gerðir voru síðasta vor þar sem ríkið skuldbatt sig til að hækka ekki gjaldskrár sínar um meira en 2,5 prósentustig á næsta ári. Þá sendi Samband sveitarfélaga tilmæli til sveitarfélaga um sambærilega nálgun. Auður Alfa Ólafsdóttir verkefnastjóri Verðlagseftirlits ASÍ segir að einhverjar upplýsingar eigi enn eftir að berast. „Nú þegar er hins vegar komið í ljós að álagningarprósenta fasteignaskatts stendur í stað hjá Reykjavíkurborg. Í sumum hverfum hækkar fasteignamat langt umfram 2,5% og hækkanir á fasteignagjöldum verða eftir því sem stangast á við markmið lífskjarasamninganna. Þá verða hækkanir á fasteignamati í sumum hverfum í Hafnafirði, Kópavogi og Akureyri sem hefur svo þau áhrif að fasteignagjöld þar hækka umfram 2,5%,“ segir Auður. Hún segir að fasteignagjöldin séu stór hluti af þeim opinberu gjöldum sem leggjast á almenning því og vegi hækkanir eins og þessar þungt. „Það eru mörg sveitarfélög sem tóku þessi tilmæli Sambands íslenskra sveitarfélaga til sín og héldu aftur að hækkunum á gjaldskrám. Svo erum við að sjá að einhver sveitarfélög tóku þetta ekki til sín,“ segir Auður. Hún gagnrýnir að Samband íslenskra sveitarfélaga hafi sagt að tilmæli sín hafi ekki gilt um fasteignagjöld. „Svo gaf Samband íslenskra sveitarfélaga það út rétt fyrir jól að tilmæli þeirra giltu ekki um fasteignagjöld sveitarfélaga. Það er mjög furðulegt því hækkanir á fasteignagjöldum vegna miklu þyngra en hækkanir á almennum gjaldskrám,“ segir Auður. Auður segir að ASÍ birti niðurstöðu sína um hækkanir hjá sveitarfélögum og ríkinu í byrjun janúar. Samkvæmt upplýsingum frá Kópavogi verða fasteignagjöld lækkuð úr 2,2% í 2,15% um áramótin og þá lækkar holræsisgjald nokkuð. Auður segir þrátt fyrir það nægi það ekki til að lækka fasteignagjöldin til samræmis við lífskjarasamninganna í sumum hverfum sveitarfélagsins. Ástæðan sé að fasteignamatið í þeim hækki sem hækki síðan fasteignagjöldin. Húsnæðismál Kjaramál Skattar og tollar Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Fasteignagjöld í sumum hverfum í Reykjavík, í Hafnarfirði, Kópavogi og Akureyri hækka langt umfram markmið lífskjarasamninganna á næsta ári samkvæmt upplýsingum frá verðlagseftirliti ASÍ. Verkefnastjóri þess segir þessar hækkanir vega þungt á almenning. Verðlagseftirlit Alþýðusambands Íslands hefur undanfarið safnað saman upplýsingum um gjaldskrárhækkanir hjá ríki og sveitarfélögum fyrir næsta ár. Þetta er meðal annars gert í tengslum við lífskjarasamninganna sem gerðir voru síðasta vor þar sem ríkið skuldbatt sig til að hækka ekki gjaldskrár sínar um meira en 2,5 prósentustig á næsta ári. Þá sendi Samband sveitarfélaga tilmæli til sveitarfélaga um sambærilega nálgun. Auður Alfa Ólafsdóttir verkefnastjóri Verðlagseftirlits ASÍ segir að einhverjar upplýsingar eigi enn eftir að berast. „Nú þegar er hins vegar komið í ljós að álagningarprósenta fasteignaskatts stendur í stað hjá Reykjavíkurborg. Í sumum hverfum hækkar fasteignamat langt umfram 2,5% og hækkanir á fasteignagjöldum verða eftir því sem stangast á við markmið lífskjarasamninganna. Þá verða hækkanir á fasteignamati í sumum hverfum í Hafnafirði, Kópavogi og Akureyri sem hefur svo þau áhrif að fasteignagjöld þar hækka umfram 2,5%,“ segir Auður. Hún segir að fasteignagjöldin séu stór hluti af þeim opinberu gjöldum sem leggjast á almenning því og vegi hækkanir eins og þessar þungt. „Það eru mörg sveitarfélög sem tóku þessi tilmæli Sambands íslenskra sveitarfélaga til sín og héldu aftur að hækkunum á gjaldskrám. Svo erum við að sjá að einhver sveitarfélög tóku þetta ekki til sín,“ segir Auður. Hún gagnrýnir að Samband íslenskra sveitarfélaga hafi sagt að tilmæli sín hafi ekki gilt um fasteignagjöld. „Svo gaf Samband íslenskra sveitarfélaga það út rétt fyrir jól að tilmæli þeirra giltu ekki um fasteignagjöld sveitarfélaga. Það er mjög furðulegt því hækkanir á fasteignagjöldum vegna miklu þyngra en hækkanir á almennum gjaldskrám,“ segir Auður. Auður segir að ASÍ birti niðurstöðu sína um hækkanir hjá sveitarfélögum og ríkinu í byrjun janúar. Samkvæmt upplýsingum frá Kópavogi verða fasteignagjöld lækkuð úr 2,2% í 2,15% um áramótin og þá lækkar holræsisgjald nokkuð. Auður segir þrátt fyrir það nægi það ekki til að lækka fasteignagjöldin til samræmis við lífskjarasamninganna í sumum hverfum sveitarfélagsins. Ástæðan sé að fasteignamatið í þeim hækki sem hækki síðan fasteignagjöldin.
Húsnæðismál Kjaramál Skattar og tollar Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira