Gular viðvaranir, spillibloti og allt að 40 m/s Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. desember 2019 07:01 Vindaspáin klukkan 21 í kvöld. Gular viðvaranir taka gildi á Norðurlandi eystra klukkan 18. Skjáskot/veðurstofa íslands Gular stormviðvaranir eru í gildi fyrir austanvert landið í kvöld og víða má búast við hviðum allt að 40 m/s. Þá má gera ráð fyrir umhleypingasömu veðri næstu daga en hvassviðri og væta tekur á móti Íslendingum á nýja árinu sem er handan við hornið. Eins og spár standa núna taka viðvaranir fyrst gildi á Suðausturlandi klukkan þrjú síðdegis en þar má búast við suðvestanstormi, 15-23 m/s og hviðum allt að 35 m/s. Hið sama er uppi á teningnum á Austfjörðum og Austurlandi að Glettingi en þar gengur veðrið þó yfir örlítið seinna. Einna hvassast gæti orðið á Norðurlandi eystra, einkum á Eyjafjarðarsvæðinu og á Tröllaskaga, þar sem vindhviður gætu farið upp í 40 m/s. Ökumenn fyrir austan eru hvattir til að fara varlega og þá er því beint til íbúa að huga að lausamunum utandyra. Upplýsingar um viðvaranir Veðurstofu má finna hér. Spillibloti fyrir norðan Snjó tekur nú upp um mestallt land, einkum þó sunnan- og austantil þar sem gætir mestrar vætu í bland við vind og nokkurn hita. Töluvert kaldara verður þó lengst af fyrir norðan og því gætu einhverjir sagt að þar gætti svokallaðs „spilliblota“, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. „[…] en það orð er stundum notað þegar blotnar í snjó og frýs svo aftur án þess að mikinn snjó taki upp.“ Þá segir að líklega verði mánudagurinn 30. desember einna kaldastur af þeim dögum sem eftir eru af árinu. Nýja árið muni svo taka á móti Íslendingum með hvassri suðlægri átt og vætu, einkum þó sunnan- og vestantil á landinu. „Því má segja að umhleypingarnar sem nú standa yfir munu endast eitthvað fram yfir áramót,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á laugardag: Suðaustlæg átt, 5-13 m/s og rigning eða slydda með köflum, snjókoma á Vestfjörðum, en úrkomulítið NA-til. Hiti 0 til 6 stig, hlýjast við S-ströndina. Á sunnudag: Suðlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og slydda eða rigning með köflum, en snjókoma um tíma N- og A-lands. Hiti 0 til 5 stig. Á mánudag: Vestlæg átt, 5-13 m/s og skúrir eða él, þurrt fyrir austan. Hiti kringum frostmark, en vægt frost til landsins. Á þriðjudag (gamlársdagur): Sunan- og suðvestanátt með rigningu, en þurrt NA-lands. Hlýnandi veður í bili. Á miðvikudag (nýársdagur): Sunnanátt og rigning S- og V-til. Fremur hlýtt. Á fimmtudag: Snýst líklega til norðlægrar áttar með snjókomu eða éljum fyrir norðan og frystir. Veður Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Gular stormviðvaranir eru í gildi fyrir austanvert landið í kvöld og víða má búast við hviðum allt að 40 m/s. Þá má gera ráð fyrir umhleypingasömu veðri næstu daga en hvassviðri og væta tekur á móti Íslendingum á nýja árinu sem er handan við hornið. Eins og spár standa núna taka viðvaranir fyrst gildi á Suðausturlandi klukkan þrjú síðdegis en þar má búast við suðvestanstormi, 15-23 m/s og hviðum allt að 35 m/s. Hið sama er uppi á teningnum á Austfjörðum og Austurlandi að Glettingi en þar gengur veðrið þó yfir örlítið seinna. Einna hvassast gæti orðið á Norðurlandi eystra, einkum á Eyjafjarðarsvæðinu og á Tröllaskaga, þar sem vindhviður gætu farið upp í 40 m/s. Ökumenn fyrir austan eru hvattir til að fara varlega og þá er því beint til íbúa að huga að lausamunum utandyra. Upplýsingar um viðvaranir Veðurstofu má finna hér. Spillibloti fyrir norðan Snjó tekur nú upp um mestallt land, einkum þó sunnan- og austantil þar sem gætir mestrar vætu í bland við vind og nokkurn hita. Töluvert kaldara verður þó lengst af fyrir norðan og því gætu einhverjir sagt að þar gætti svokallaðs „spilliblota“, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. „[…] en það orð er stundum notað þegar blotnar í snjó og frýs svo aftur án þess að mikinn snjó taki upp.“ Þá segir að líklega verði mánudagurinn 30. desember einna kaldastur af þeim dögum sem eftir eru af árinu. Nýja árið muni svo taka á móti Íslendingum með hvassri suðlægri átt og vætu, einkum þó sunnan- og vestantil á landinu. „Því má segja að umhleypingarnar sem nú standa yfir munu endast eitthvað fram yfir áramót,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á laugardag: Suðaustlæg átt, 5-13 m/s og rigning eða slydda með köflum, snjókoma á Vestfjörðum, en úrkomulítið NA-til. Hiti 0 til 6 stig, hlýjast við S-ströndina. Á sunnudag: Suðlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og slydda eða rigning með köflum, en snjókoma um tíma N- og A-lands. Hiti 0 til 5 stig. Á mánudag: Vestlæg átt, 5-13 m/s og skúrir eða él, þurrt fyrir austan. Hiti kringum frostmark, en vægt frost til landsins. Á þriðjudag (gamlársdagur): Sunan- og suðvestanátt með rigningu, en þurrt NA-lands. Hlýnandi veður í bili. Á miðvikudag (nýársdagur): Sunnanátt og rigning S- og V-til. Fremur hlýtt. Á fimmtudag: Snýst líklega til norðlægrar áttar með snjókomu eða éljum fyrir norðan og frystir.
Veður Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira