Föstur geta haft jákvæð áhrif á heilsuna Sylvía Hall skrifar 26. desember 2019 13:15 Margir takmarka neyslu matar við ákveðna tíma dagsins. Vísir/Getty Föstur hafa tröllriðið landanum undanfarin ár og virðast margir láta reyna á það að sleppa því að innbyrða mat á ákveðnum tímum sólarhringsins eða minnka það verulega á ákveðnum dögum. Ný rannsókn bendir til þess að það sé skynsamlegt fyrir heilsuna.CNN greinir frá því niðurstöður rannsókna The New England Journal og Medicine benda til þess að föstur geta haft jákvæð áhrif á líkamsstarfsemi. Meðal þeirra kosta sem fylgir föstum er lægri blóðþrýstingur, léttari líkami og langlífi. Höfundur aðalrannsóknarinnar er Mark Mattson, prófessor í taugavísindum við John Hopkins háskóla í Bandaríkjunum. Rannsóknin mun vera notuð til þess að skýra betur áhrif fasta á líkamann og mögulega gera læknum kleift að „skrifa upp á föstur“ til þess að koma veg fyrir heilsufarsvandamál á við offitu, sykursýki, krabbamein og leitt til lægri blóðþrýstings. Getur leitt til verri matarvenja Í rannsókninni eru tvær föstur einna helst skoðaðar: Tímabundnar föstur sem ganga út á það að borða í aðeins sex til átta klukkustundir á dag annars vegar og hins vegar föstur sem ganga út á að innbyrða aðeins um fimm hundruð kaloríur á dag. Þrátt fyrir að margt bendi til þess að föstur séu skynsamlegar eru ekki nægilega margar rannsóknir um langtímaáhrif þeirra. Sú rannsókn sem framkvæmd var einblíndi á yngra fólk og fólk á miðjum aldri í ofþyngd. Höfundar rannsóknanna vilja því stíga varlega til jarðar við að heimfæra öll þau jákvæðu áhrif sem hafa komið fram yfir á aðra hópa. Þá er einnig ókostur að mörgum þykir erfitt að fasta. Flestir eru fastir í mynstri sem felur í sér þrjár máltíðir á dag með millimálum og sýndi það sig best í þeirri staðreynd að 40% þátttakenda í rannsókninni hættu. Það sé í mannlegu eðli að vilja verðlauna sig eftir erfiðisvinnu og því einnig hætta á að fólk þrói með sér óheilbrigðar matarvenjur þegar hinn svokallaði matargluggi er opinn. Heilsa Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni „Hann var bara draumur“ Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Sjá meira
Föstur hafa tröllriðið landanum undanfarin ár og virðast margir láta reyna á það að sleppa því að innbyrða mat á ákveðnum tímum sólarhringsins eða minnka það verulega á ákveðnum dögum. Ný rannsókn bendir til þess að það sé skynsamlegt fyrir heilsuna.CNN greinir frá því niðurstöður rannsókna The New England Journal og Medicine benda til þess að föstur geta haft jákvæð áhrif á líkamsstarfsemi. Meðal þeirra kosta sem fylgir föstum er lægri blóðþrýstingur, léttari líkami og langlífi. Höfundur aðalrannsóknarinnar er Mark Mattson, prófessor í taugavísindum við John Hopkins háskóla í Bandaríkjunum. Rannsóknin mun vera notuð til þess að skýra betur áhrif fasta á líkamann og mögulega gera læknum kleift að „skrifa upp á föstur“ til þess að koma veg fyrir heilsufarsvandamál á við offitu, sykursýki, krabbamein og leitt til lægri blóðþrýstings. Getur leitt til verri matarvenja Í rannsókninni eru tvær föstur einna helst skoðaðar: Tímabundnar föstur sem ganga út á það að borða í aðeins sex til átta klukkustundir á dag annars vegar og hins vegar föstur sem ganga út á að innbyrða aðeins um fimm hundruð kaloríur á dag. Þrátt fyrir að margt bendi til þess að föstur séu skynsamlegar eru ekki nægilega margar rannsóknir um langtímaáhrif þeirra. Sú rannsókn sem framkvæmd var einblíndi á yngra fólk og fólk á miðjum aldri í ofþyngd. Höfundar rannsóknanna vilja því stíga varlega til jarðar við að heimfæra öll þau jákvæðu áhrif sem hafa komið fram yfir á aðra hópa. Þá er einnig ókostur að mörgum þykir erfitt að fasta. Flestir eru fastir í mynstri sem felur í sér þrjár máltíðir á dag með millimálum og sýndi það sig best í þeirri staðreynd að 40% þátttakenda í rannsókninni hættu. Það sé í mannlegu eðli að vilja verðlauna sig eftir erfiðisvinnu og því einnig hætta á að fólk þrói með sér óheilbrigðar matarvenjur þegar hinn svokallaði matargluggi er opinn.
Heilsa Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni „Hann var bara draumur“ Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Sjá meira