Hátíðarhöld í Hong Kong raskast vegna mótmæla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. desember 2019 10:58 Mótmælandi kastar táragasi aftur á lögreglu. getty/Billy H.C. Kwok Mótmæli í Hong Kong héldu áfram þrátt fyrir hátíðarhöld og kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Lögreglan beitti mótmælendur piparspreyi og táragasi þegar þeir söfnuðust saman í nokkrum verslunarhverfum í Hong Kong. Mótmælendur söfnuðust saman á aðfangadagskvöld og köstuðu þeir meðal annars bensínsprengjum þegar til átaka kom við lögreglu. Carrie Lam, leiðtogi sjálfstjórnarhéraðsins, sagði að hátíðarhöld margra íbúa og ferðamanna hafi verið eyðilögð vegna eigingjarnra og kærulausra óeirðarmanna. „Þetta ólöglega athæfi hefur ekki aðeins svert hátíðarhöldin heldur hefur það einnig haft áhrif á fyrirtæki á svæðinu,“ sagði hún í Facebook færslu á miðvikudag. Mótmælin í Hong Kong hófust í Júní þegar lögð var fram lagabreytingatillaga sem hefði heimilað stjórnvöldum í Hong Kong að framselja grunaða til meginlands Kína. Tillagan var síðar dregin til baka en áherslur mótmælahreyfingarinnar hafa síðan breyst og krefjast mótmælendur nú að aðgerðir lögreglu verði rannsakaðar og lýðræði verði aukið. Mótmælin höfðu verið friðsæl að mestu leiti síðustu vikur en átök brutust út að nýju í aðdraganda jólanna. Á miðvikudag gengu mótmælendur í gegn um verslunarhverfi í Hong Kong og kölluðu ýmis slagorð, þar á meðal „Frelsið Hong Kong! Bylting á okkar tímum!“ Lögreglan hefur handtekið hóp fólks eftir að það var beitt piparspreyi. Átök voru ekki eins mikil á miðvikudag og á þriðjudag þegar mótmælendur settu upp vegatálma og köstuðu bensínsprengjum víða um borgina á meðan lögreglan beitti táragasi og kylfum. Hong Kong var bresk nýlenda þar til 1997 en þá var héraðinu skilað aftur til meginlands Kína en þá tók gildi svokallaður „eitt land, tvö kerfi“ samningur. Samkvæmt samkomulaginu hefur Hong Kong töluvert sjálfstæði frá meginlandi Kína og njóta íbúar meiri réttinda en þeir á meginlandinu. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Undirritar lög til stuðnings lýðræðissinnum í Hong Kong Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað lög sem veita lýðræðissinnum og mótmælendum í Hong Kong ákveðinn stuðning. 28. nóvember 2019 07:15 Mótmælendur streyma niður götur Hong Kong Tugir þúsunda hafa safnast saman til að taka þátt í kröfugöngu á götum Hong Kong. 8. desember 2019 09:31 Segir kostnaðarsamara fyrir Kínverja að ráðast inn í Hong Kong en að leyfa borginni að brenna "Þeir hafa lært það í gegn um tíðina hvað gerist þegar þú sendir inn hermenn og skriðdreka, við sáum það á torgi Hins himneska friðar árið 1989. Þá var Kína allt öðruvísi land en það er í dag. Kína hefur vissulega, þó að stjórnvöld í Peking séu mjög hörð á svona hlutum, þá myndu þeir bara hafa miklu meiru að tapa núna á þessum tíma en áður fyrr.“ 25. nóvember 2019 23:30 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Fleiri fréttir Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Sjá meira
Mótmæli í Hong Kong héldu áfram þrátt fyrir hátíðarhöld og kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Lögreglan beitti mótmælendur piparspreyi og táragasi þegar þeir söfnuðust saman í nokkrum verslunarhverfum í Hong Kong. Mótmælendur söfnuðust saman á aðfangadagskvöld og köstuðu þeir meðal annars bensínsprengjum þegar til átaka kom við lögreglu. Carrie Lam, leiðtogi sjálfstjórnarhéraðsins, sagði að hátíðarhöld margra íbúa og ferðamanna hafi verið eyðilögð vegna eigingjarnra og kærulausra óeirðarmanna. „Þetta ólöglega athæfi hefur ekki aðeins svert hátíðarhöldin heldur hefur það einnig haft áhrif á fyrirtæki á svæðinu,“ sagði hún í Facebook færslu á miðvikudag. Mótmælin í Hong Kong hófust í Júní þegar lögð var fram lagabreytingatillaga sem hefði heimilað stjórnvöldum í Hong Kong að framselja grunaða til meginlands Kína. Tillagan var síðar dregin til baka en áherslur mótmælahreyfingarinnar hafa síðan breyst og krefjast mótmælendur nú að aðgerðir lögreglu verði rannsakaðar og lýðræði verði aukið. Mótmælin höfðu verið friðsæl að mestu leiti síðustu vikur en átök brutust út að nýju í aðdraganda jólanna. Á miðvikudag gengu mótmælendur í gegn um verslunarhverfi í Hong Kong og kölluðu ýmis slagorð, þar á meðal „Frelsið Hong Kong! Bylting á okkar tímum!“ Lögreglan hefur handtekið hóp fólks eftir að það var beitt piparspreyi. Átök voru ekki eins mikil á miðvikudag og á þriðjudag þegar mótmælendur settu upp vegatálma og köstuðu bensínsprengjum víða um borgina á meðan lögreglan beitti táragasi og kylfum. Hong Kong var bresk nýlenda þar til 1997 en þá var héraðinu skilað aftur til meginlands Kína en þá tók gildi svokallaður „eitt land, tvö kerfi“ samningur. Samkvæmt samkomulaginu hefur Hong Kong töluvert sjálfstæði frá meginlandi Kína og njóta íbúar meiri réttinda en þeir á meginlandinu.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Undirritar lög til stuðnings lýðræðissinnum í Hong Kong Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað lög sem veita lýðræðissinnum og mótmælendum í Hong Kong ákveðinn stuðning. 28. nóvember 2019 07:15 Mótmælendur streyma niður götur Hong Kong Tugir þúsunda hafa safnast saman til að taka þátt í kröfugöngu á götum Hong Kong. 8. desember 2019 09:31 Segir kostnaðarsamara fyrir Kínverja að ráðast inn í Hong Kong en að leyfa borginni að brenna "Þeir hafa lært það í gegn um tíðina hvað gerist þegar þú sendir inn hermenn og skriðdreka, við sáum það á torgi Hins himneska friðar árið 1989. Þá var Kína allt öðruvísi land en það er í dag. Kína hefur vissulega, þó að stjórnvöld í Peking séu mjög hörð á svona hlutum, þá myndu þeir bara hafa miklu meiru að tapa núna á þessum tíma en áður fyrr.“ 25. nóvember 2019 23:30 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Fleiri fréttir Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Sjá meira
Undirritar lög til stuðnings lýðræðissinnum í Hong Kong Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað lög sem veita lýðræðissinnum og mótmælendum í Hong Kong ákveðinn stuðning. 28. nóvember 2019 07:15
Mótmælendur streyma niður götur Hong Kong Tugir þúsunda hafa safnast saman til að taka þátt í kröfugöngu á götum Hong Kong. 8. desember 2019 09:31
Segir kostnaðarsamara fyrir Kínverja að ráðast inn í Hong Kong en að leyfa borginni að brenna "Þeir hafa lært það í gegn um tíðina hvað gerist þegar þú sendir inn hermenn og skriðdreka, við sáum það á torgi Hins himneska friðar árið 1989. Þá var Kína allt öðruvísi land en það er í dag. Kína hefur vissulega, þó að stjórnvöld í Peking séu mjög hörð á svona hlutum, þá myndu þeir bara hafa miklu meiru að tapa núna á þessum tíma en áður fyrr.“ 25. nóvember 2019 23:30