Enski boltinn

Guar­diola sagðist ekki ætla kaupa í janúar en njósnarar City leitar að varnar­mönnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guardiola er klókur og gæti náð sér í varnarmann í janúarglugganum.
Guardiola er klókur og gæti náð sér í varnarmann í janúarglugganum. vísir/getty

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, sagði í viðtali á dögunum að ensku meistararnir ætluðu ekki að kaupa neitt í janúar en það gæti hins vegar breyst.

Telegraph hefur það eftir heimildum sínum að njósnarar City séu byrjaðir að undirbúa lista yfir þá varnarmenn sem meistararnir gætu keypt.

Ekki er þó víst að einn eða tveir af þessum varnarmönnum verði keyptir í janúar en talið er að City vilji klófesta í einum af tveimur næstu gluggum; janúarglugganum eða sumarglugganum 2020.

Nathan Ake, varnarmaður Bournemouth, hefur verið nefndur til sögunnar en talið er að það kosti 40 milljónir punda að kaupa hann frá Bournemouth.





City er einnig talið horfa til Spánar og Portúgals. Pau Torres leikmaður Villareal og Ruben Diac leikmaður Benfica eru einnig taldir á óskalistanum. Bæði eru þeir 22 ára gamlir og mörg stærstu félög Evrópu fylgjast með þeim.

Varnarleikur City hefur verið til vandræða á tímabilinu. Fernandinho hefur þurft að leysa stöðu miðvarðar eftir brotthvarf Vincent Kompany í sumar og meiðsli Aymeric Laporte fyrr á árinu.

City mætir Wolves í enska boltanum á útivelli annað kvöld og þarf nauðsynlega á þremur stigum að halda - til þess að missa topplið Liverpool ekki enn lengra frá sér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×