Enski boltinn

Í beinni í dag: Leeds og tveir topp jóla­leikir í enska boltanum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Marcelo Bielsa er stjóri Leeds. Þeir eru í góðri stöðu í 2. sæti deildarinnar.
Marcelo Bielsa er stjóri Leeds. Þeir eru í góðri stöðu í 2. sæti deildarinnar. vísir/getty

Níu leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í dag en það er ekki bara úrvalsdeildin sem spilar í dag því heil umferð fer einnig fram í ensku B-deildinni.

Þrír leikir verða í beinni útsendingu. Dagurinn hefst með útsendingu Brentford og Swansea en liðin eru í sjötta og sjöunda sæti deildarinnar. Berjast þau um sæti í umspili um ensku úrvalsdeildina.







Klukkan 17.15 verður svo flautað til leiks á Elland Road. Leeds, sem er í öðru sæti deildarinnar, fær Preston í heimsókn en Preston er í 5. sætinu.

Leeds er þremur stigum á eftir toppliði WBA og eftir smá hikst í síðustu leikjum má Leeds ekki við mörgum fleiri töpuðum stigum, því Sheffield Wednesday er á góðu skriði í 3. sætinu.







Síðasti leikur dagsins fer svo fram á fyrrum heimavelli Gylfa Sigurðssonar og fleiri Íslendinga, Madejski leikvanginum, er Reading fær QPR í heimsókn.

Reading er í 16. sætinu á meðan QPR er í 14. sætinu.

Stöð 2 Sport er ekki í neinu fríi um jólin og má sjá allar beinu útsendingar næstu daga hér.

Beinar útsendingar dagsins:

14.55 Brentford - Swansea (Stöð 2 Sport)

17.10 Leeds - Preston North End (Stöð 2 Sport)

19.25 Reading - QPR (Stöð 2 Sport)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×