Enski boltinn

Klopp veit ekki hvar hann á að spila nýjasta leik­manni sínum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopp á æfingu Liverpool á dögunum.
Klopp á æfingu Liverpool á dögunum. vísir/getty

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, er ekki viss um að Japaninn Takumi Minamino, sem gekk í raðir Liverpool á dögunum, muni smellpassa inn í Liverpool-liðið er hann verður löglegur 1. janúar.

Minamino var keyptur á rúmlega sjö milljonir punda frá Salzburg í síðustu viku og segir hinn þýski Klopp að hann muni koma honum hægt og rólega inn í liðið.

„Hvernig getum við sett hann inn í liðið er við lítum til styttri tíma?“ sagði Klopp á blaðamannafundi í gær fyrir leik Liverpool gegn Leicester á morgun.

„Til lengri tíma litið er enginn vafi að hann muni hjálpa okkur. Það er klárt. Ég hlakka til að vinna með honum en þangað til Takumi kemur hingað eru þrír leikir svo ég hef meiri tíma til að hugsa um hvar hann muni passa inn.“







„Það sem við vitum um Takumi er að margir hlutir hans smellpassa við okkar stíl. Hann er með mikla fótboltahæfileika. Ákvörðunartaka hans í litlum svæðum, hraði og löngun til að vinna boltann aftur.“

„Þetta eru allt góðir hlutir en við verðum að bíða og sjá hvernig hann mun aðlagast er hann kemur loksins hingað og við fáum leyfi til að vinna með honum.“

Liverpool mætir Leicester á morgun á útivelli í stórleiknum á öðrum degi jóla. Liðin eru í tveimur efstu sætum deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×