Enski boltinn

Chelsea horfir til Werner í janúar, United til­búið með stórar upp­hæðir fyrir Håland og Pogba vill burt

Anton Ingi Leifsson skrifar
Er Håland á leið til Englands í janúar?
Er Håland á leið til Englands í janúar? vísir/getty

BBC tekur saman daglega það helsta úr ensku miðlunum og birtir saman í einum pakka á vef sínum.

Jólapakkinn í gær var ansi myndarlegur sem bauð upp á margt og mikið slúður en stærstu lið Englands komu þar flest við sögu.

Chelsea er ekki lengur í félagaskiptabanni og segir Express frá því á vef sínum að þeir horfi til framherjans Timo Werner í janúar sem leikur með RB Leipzig.

Paul Pogba hefur fengið sig fullsaddann af Manchester United og ítalski miðillinn Calciomercato segir að hann vilji aftur til Juventus í janúar.







The Sun greinir frá því að norska framherjanum Erling Braut Håland bíði risa samningur á Old Trafford velji hann Manchester United en United er talið vera tilbúið að borga honum 200 þúsund pund á viku.

Allan slúðurpakkann daglega má lesa í heild sinni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×