Arnaldur: „Ég lít ekki á þetta sem íþróttakeppni“ Jakob Bjarnar skrifar 23. desember 2019 16:37 Arnaldur: Það fer mikil vinna í að setja saman skáldverk, hún tekur yfir heilt ár og ég á ekki endilega auðvelt með það. Það hefur ekkert breyst með árunum. Getty/ulf andersen „Já, það kemur mér alltaf jafn ánægjulega á óvart að sjá hvað ég á traustan lesendahóp og auðvitað er ég mikið þakklátur fyrir hann,“ segir Arnaldur Indriðason rithöfundur í samtali við Vísi. Nú þegar þetta er skrifað er bóksalan að ná hámarki. Bóksölumenning Íslendinga hefur vakið athygli langt út fyrir landsteina en fyrir jól seljast fleiri bækur en annars yfir allt árið. Bókin er langvinsælasta jólagjöfin og hefur haldið sínu sem slík í gegnum árin. Eru þess fá dæmi á heimsvísu. Og sá sem heldur betur hefur haldið sínu í því sambandi og lagt sitt af mörkum er einmitt glæpasagnahöfundurinn Arnaldur. Samkvæmt nýjum lista sem Vísir birti nú fyrir stundu trónir hann sem fyrr á toppnum með vinsælustu bókina. Eins og verið hefur undanfarin árin. Þau fara að nálgast annan tuginn en bækur hans hafa verið að seljast í um 20 þúsund eintökum hér á landi. Bækur hans hafa selst í 20 milljónum eintaka á heimsvísu. Mikil vinna bak við hverja bók Í bóksölufári spyr blaðamaður Vísis Arnald hvort einhvern tíma hafi farið um hann; að hann væri hugsanlega að tapa toppsætinu? „Ég lít ekki á þetta sem íþróttakeppni um toppsæti. Um hver jól kemur út ótrúlegur fjöldi af góðum bókum eftir frábæra rithöfunda og það eru forréttindi að fá að taka þátt í þeirri sköpun allri,“ segir Arnaldur. Spurður hvort það veitist honum auðveldara eða erfiðara að setja saman bók eftir því sem þeim fjölgar segir hann að það taki alltaf sinn tíma, sinn toll. „Ég glími alltaf við þennan ótta að klára ekki bók sem ég hef byrjað á en það hefur ekki gerst enn. Það fer mikil vinna í að setja saman skáldverk og hún tekur yfir heilt ár og ég á ekki endilega auðvelt með það. Það hefur ekkert breyst með árunum.“ Kominn á skrið með næstu bók Arnaldur segist vona að bækur hans hafi í gegnum tíðina tekið einhverjum breytingum. „Allir rithöfundar þurfa að þroskast og eru í rauninn alltaf að læra. Í mínu tilfelli er ég að vona að ég hafi einfaldað skáldskapinn með árunum, fækkað orðunum eða notað þau betur sem ég brúka.“ Það er svo gaman að geta sagt fjölmörgum aðdáendum Arnaldar af því að hann er hvergi nærri af baki dottinn, hann er ekki á þeim buxunum að leggja frá sér pennann. „Ég er kominn vel á skrið með næstu bók og ég veit að það verður eitthvað framhald á sögunni um Konráð. Ég hef ekki séð fyrir endann á henni.“ Bókmenntir Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
„Já, það kemur mér alltaf jafn ánægjulega á óvart að sjá hvað ég á traustan lesendahóp og auðvitað er ég mikið þakklátur fyrir hann,“ segir Arnaldur Indriðason rithöfundur í samtali við Vísi. Nú þegar þetta er skrifað er bóksalan að ná hámarki. Bóksölumenning Íslendinga hefur vakið athygli langt út fyrir landsteina en fyrir jól seljast fleiri bækur en annars yfir allt árið. Bókin er langvinsælasta jólagjöfin og hefur haldið sínu sem slík í gegnum árin. Eru þess fá dæmi á heimsvísu. Og sá sem heldur betur hefur haldið sínu í því sambandi og lagt sitt af mörkum er einmitt glæpasagnahöfundurinn Arnaldur. Samkvæmt nýjum lista sem Vísir birti nú fyrir stundu trónir hann sem fyrr á toppnum með vinsælustu bókina. Eins og verið hefur undanfarin árin. Þau fara að nálgast annan tuginn en bækur hans hafa verið að seljast í um 20 þúsund eintökum hér á landi. Bækur hans hafa selst í 20 milljónum eintaka á heimsvísu. Mikil vinna bak við hverja bók Í bóksölufári spyr blaðamaður Vísis Arnald hvort einhvern tíma hafi farið um hann; að hann væri hugsanlega að tapa toppsætinu? „Ég lít ekki á þetta sem íþróttakeppni um toppsæti. Um hver jól kemur út ótrúlegur fjöldi af góðum bókum eftir frábæra rithöfunda og það eru forréttindi að fá að taka þátt í þeirri sköpun allri,“ segir Arnaldur. Spurður hvort það veitist honum auðveldara eða erfiðara að setja saman bók eftir því sem þeim fjölgar segir hann að það taki alltaf sinn tíma, sinn toll. „Ég glími alltaf við þennan ótta að klára ekki bók sem ég hef byrjað á en það hefur ekki gerst enn. Það fer mikil vinna í að setja saman skáldverk og hún tekur yfir heilt ár og ég á ekki endilega auðvelt með það. Það hefur ekkert breyst með árunum.“ Kominn á skrið með næstu bók Arnaldur segist vona að bækur hans hafi í gegnum tíðina tekið einhverjum breytingum. „Allir rithöfundar þurfa að þroskast og eru í rauninn alltaf að læra. Í mínu tilfelli er ég að vona að ég hafi einfaldað skáldskapinn með árunum, fækkað orðunum eða notað þau betur sem ég brúka.“ Það er svo gaman að geta sagt fjölmörgum aðdáendum Arnaldar af því að hann er hvergi nærri af baki dottinn, hann er ekki á þeim buxunum að leggja frá sér pennann. „Ég er kominn vel á skrið með næstu bók og ég veit að það verður eitthvað framhald á sögunni um Konráð. Ég hef ekki séð fyrir endann á henni.“
Bókmenntir Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira