Enski boltinn

Jürgen Klopp skilur ekkert í enska knatt­spyrnu­sam­bandinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopp á hliðarlínunni í leiknum í dag.
Klopp á hliðarlínunni í leiknum í dag. vísir/getty

Enska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að endurteknir leikir úr fjórðu umferð enska bikarsins verði leiknir í fríi ensku úrvalsdeildarliðanna í febrúar.

Einn þeirra sem er virkilega ósáttur við þessa breytingu er Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, en hann er ekki sáttur með þessa breytingu. Hann vill að liðið fái algjörlega frí.

Liverpool mætir grönnum sínum í Everton í 3. umferðinni og vinni Evrópumeistararnir þann leik og geri svo jafntefli í fjórðu umferðinni, þurfa þeir að leika aftur þá viðureign í byrjun febrúar. Í sjálfu vetrarfríinu.

„Vandamálið er að enska úrvalsdeildin hefur ákveðið að það verði vetrarfrí og enska knattspyrnusambandið ákveður að spila endurtekinn leik í þeirri viku,“ sagði Klopp í samtali við ESPN.

„Þetta er ótrúlegt. Þetta er í miðju vetrarhléinu. Hvernig er það hægt? Það er enginn að tala saman um þetta. Ég skil þetta ekki. Við getum ekki spilað fleiri leiki.“







„Vandamálið í dag er að fólk talar ekki nægilega mikið saman. Enska úrvalsdeildin, enska knattspyrnusambandið, FIFA, UEFA. Allir eru að reyna skipuleggja þeirra eigin hluti og enginn talar saman svo það er ekkert skipulag sem gildir fyrir alla.“

Klopp gat þó leyft sér að brosa fyrr í dag er hann stýrði sínum mönnum til sigurs á HM félagsliða.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×