Enski boltinn

Tíu stiga for­skot Liver­pool á jóla­dag: Einungis eitt lið klúðrað á­líkri for­ystu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Liverpool fyrir úrslitaleikinn á HM félagsliða.
Leikmenn Liverpool fyrir úrslitaleikinn á HM félagsliða. vísir/getty

Liverpool er með tíu stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar er jólahátíðin gengur í garð en þetta varð ljóst eftir leiki gærdagsins í 18. umferð enska boltans.

Englandsmeistararnir í Manchester City unnu 3-1 endurkomusigur á Leicester á heimavelli. Jamie Vardy kom Leicester yfir en City snéri leiknum sér í hag.

Leicester er þó áfram í öðru sætinu með 39 stig en sæti neðar er Man. City með 38 stig. Liverpool er því með tíu stiga forskot og á leik til góða á liðin tvö.







Einungis eitt lið sem hefur leitt með meira en fimm stigum á jóladag hefur ekki náð að vinna deildina en það var Newcastle liðið tímabilið 1995/1996.

Newcastle endaði í öðru sætinu með 78 stig en Manchester United vann deildina með 82 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×