Enski boltinn

Arteta tekinn við Arsenal

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mikel Arteta.
Mikel Arteta. vísir/getty

Þetta hefur legið í loftinu í talsvert langan tíma en Arsenal hefur nú endanlega staðfest að Mikel Arteta er nýr knattspyrnustjóri félagsins.

Hann kemur til félagsins frá Man. City þar sem hann hefur verið aðstoðarmaður Pep Guardiola.

Arteta er auðvitað fyrrum leikmaður Arsenal og spilaði með félaginu í fimm ár. Hann varð enskur bikarmeistari í tvígang með félaginu.

Þessi geðugi Spánverji er aðeins 37 ára gamall. Hann hóf atvinnumannaferil sinn hjá B og C-liðum Barcelona og var svo lánaður til PSG upp úr aldamótum.

Hann lék svo með Rangers, Real Sociedad og Everton áður en hann fór til Arsenal þar sem hann endaði ferilinn og byrjar nú aðalþjálfaraferilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×