City snéri við taflinu gegn Leicester og minnkaði for­skot Liver­pool

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn City fagna í kvöld.
Leikmenn City fagna í kvöld. vísir/getty

Manchester City minnkaði forskot Liverpool niður í ellefu stig og komst nær Leicester í öðru sætinu með sigri á síðastnefnda liðinu á Etihad í kvöld. Lokatölur 3-1 sigur City.

Jamie Vardy skoraði fysrta mark leiksins á 22. mínútu en hann hefur verið funheitur á leiktíðinni. Markið skoraði hann með laglegri vippu yfir varnarlausan Ederson í marki City.







Adam var þó ekki lengi í paradís því einungis átta mínútum síðar var staðan orðinn jöfn er Riyad Mahrez skoraði. Ilkay Gundogan kom svo City yfir af vítapunktinum fyrir hlé.

City réði áfram ferðinni í síðari hálfleik en gestirnir frá Leicester voru skeinuhættir í sínum hröðum sóknum. Þriðja mark City skoraði Gabriel Jesus á 69. mínútu, hans fyrsta mark á heimavelli. Lokatölur 3-1.





Liverpool er á toppnum með 49 stig, Leicester er í öðru sætinu með 39 stig og Englandsmeistarar City eru í þriðja sætinu með 38 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira