Aðventumolar Árna í Árdal: Kjúklingalifrarkæfa Nönnu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 20. desember 2019 10:00 Vísir/Árni Á hverjum degi fram að jólum birtum við uppskrift frá Aðventumolum Árna í Árdal sem sýndir eru á Stöð 2 í desember. Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. Með einskærri lífsgleði og eldmóð hefur Árni sérstakan hæfileika til að hrífa fólk með sér. Hér nær hann svo sannarlega að veita áhorfendum innblástur og töfrar fram bragðgóða og spennandi rétti alla aðventuna. Uppskrift dagsins er Kjúklingalifrakæfa Nönnu. Aðventumolann má sjá hér í spilaranum að neðan en uppskrift og leiðbeiningar er að finna neðar í fréttinni. Aðventumolar Árna í Árdal eru á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19.10 alla daga fram að jólum nema á föstudögum eru þeir sýndir beint á eftir Allir geta dansað. Klippa: Kjúklingalifrarkæfa - Aðventumolar Árna í Árdal Nanna Rögnvaldar er flestum landsmönnum kunn fyrir yfirgripsmikla þekkingu sína á íslenskri matarhefð. Hún hefur gefið út um 20 matreiðslubækur með hin ýmsu þemu og kokkabókasafnið hennar telur eflaust yfir 2000 bækur. Ár hvert blæs Nanna til heljarinnar veislu á aðventunni, sem hún kallar Forláksmessuboð, þar sem drekkhlaðið borðið svignar undan dýrindis kræsingum. Einn af þeim réttum sem Nanna býður upp á er kjúklingalifrarkæfa. Innihald 10 grömm þurrkaðir sveppir, til dæmis kóngssveppir 100 millilítrar heitt vatn 150 grömm smjör 1 lítill rauðlaukur, grófsaxaður 2 hvítlauksgeirar, saxaðir 500 grömm kjúklingalifur 2-3 rósmaríngreinar 2-3 timjangreinar 100 millilítrar púrtvín Salt og nýmalaður svartur pipar Sósulitur, ef vill Leiðbeiningar Setjið þurrkuðu sveppina í skál, hellið heitu vatninu yfir og látið standa í um hálftíma. Bræðið smjörið á stórri pönnu yfir miðlungshita og látið laukinn og hvítlaukinn krauma í því í nokkrar mínútur eða þar til laukurinn er farinn að mýkjast. Bætið þá kjúklingalifur, rósmaríngreinum og timjangreinum á pönnuna og kryddið með salti og pipar. Hrærið oft í og steikið lifrina í 2-3 mínútur eða þar til bleiki liturinn er að mestu farinn úr henni. Hellið þá sveppunum og sveppavatninu á pönnuna ásamt púrtvíninu. Sjóðið niður í um 5 mínútur eða þar til töluvert af vökvanum er gufað upp og aðeins sést örla á bleikum blæ í kjúklingalifrinni þegar stór biti er skorinn í tvennt. Takið pönnuna af hellunni, fjarlægið rósmarín- og timjangreinarnar og látið lifrina kólna örlítið. Hellið öllu af pönnunni í matvinnsluvél en haldið eftir um helmingi vökvans. Látið matvinnsluvélina ganga þar til komið er fínt mauk og skrapið niður hliðarnar ef þarf. Ef kæfan er gráleit er nokkrum dropum af sósulit hrært saman við. Setjið kæfuna í form, sléttið að ofan og kælið í að minnsta kosti hálfan sólarhring. Þegar kæfan er borin fram er fallegt að skreyta hana með greinum af ferskum kryddjurtum og rifsberjum. Aðventumolar Árna í Árdal Jól Kjúklingur Uppskriftir Tengdar fréttir Aðventumolar Árna í Árdal: Risalamande Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 19. desember 2019 10:00 Aðventumolar Árna í Árdal: Heit súkkulaðikaka Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 18. desember 2019 11:00 Aðventumolar Árna í Árdal: Smákökur úr Kvennafræðaranum Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 16. desember 2019 09:00 Aðventumolar Árna í Árdal: Sjávarréttasalat Maggíar Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 17. desember 2019 10:00 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Á hverjum degi fram að jólum birtum við uppskrift frá Aðventumolum Árna í Árdal sem sýndir eru á Stöð 2 í desember. Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. Með einskærri lífsgleði og eldmóð hefur Árni sérstakan hæfileika til að hrífa fólk með sér. Hér nær hann svo sannarlega að veita áhorfendum innblástur og töfrar fram bragðgóða og spennandi rétti alla aðventuna. Uppskrift dagsins er Kjúklingalifrakæfa Nönnu. Aðventumolann má sjá hér í spilaranum að neðan en uppskrift og leiðbeiningar er að finna neðar í fréttinni. Aðventumolar Árna í Árdal eru á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19.10 alla daga fram að jólum nema á föstudögum eru þeir sýndir beint á eftir Allir geta dansað. Klippa: Kjúklingalifrarkæfa - Aðventumolar Árna í Árdal Nanna Rögnvaldar er flestum landsmönnum kunn fyrir yfirgripsmikla þekkingu sína á íslenskri matarhefð. Hún hefur gefið út um 20 matreiðslubækur með hin ýmsu þemu og kokkabókasafnið hennar telur eflaust yfir 2000 bækur. Ár hvert blæs Nanna til heljarinnar veislu á aðventunni, sem hún kallar Forláksmessuboð, þar sem drekkhlaðið borðið svignar undan dýrindis kræsingum. Einn af þeim réttum sem Nanna býður upp á er kjúklingalifrarkæfa. Innihald 10 grömm þurrkaðir sveppir, til dæmis kóngssveppir 100 millilítrar heitt vatn 150 grömm smjör 1 lítill rauðlaukur, grófsaxaður 2 hvítlauksgeirar, saxaðir 500 grömm kjúklingalifur 2-3 rósmaríngreinar 2-3 timjangreinar 100 millilítrar púrtvín Salt og nýmalaður svartur pipar Sósulitur, ef vill Leiðbeiningar Setjið þurrkuðu sveppina í skál, hellið heitu vatninu yfir og látið standa í um hálftíma. Bræðið smjörið á stórri pönnu yfir miðlungshita og látið laukinn og hvítlaukinn krauma í því í nokkrar mínútur eða þar til laukurinn er farinn að mýkjast. Bætið þá kjúklingalifur, rósmaríngreinum og timjangreinum á pönnuna og kryddið með salti og pipar. Hrærið oft í og steikið lifrina í 2-3 mínútur eða þar til bleiki liturinn er að mestu farinn úr henni. Hellið þá sveppunum og sveppavatninu á pönnuna ásamt púrtvíninu. Sjóðið niður í um 5 mínútur eða þar til töluvert af vökvanum er gufað upp og aðeins sést örla á bleikum blæ í kjúklingalifrinni þegar stór biti er skorinn í tvennt. Takið pönnuna af hellunni, fjarlægið rósmarín- og timjangreinarnar og látið lifrina kólna örlítið. Hellið öllu af pönnunni í matvinnsluvél en haldið eftir um helmingi vökvans. Látið matvinnsluvélina ganga þar til komið er fínt mauk og skrapið niður hliðarnar ef þarf. Ef kæfan er gráleit er nokkrum dropum af sósulit hrært saman við. Setjið kæfuna í form, sléttið að ofan og kælið í að minnsta kosti hálfan sólarhring. Þegar kæfan er borin fram er fallegt að skreyta hana með greinum af ferskum kryddjurtum og rifsberjum.
Aðventumolar Árna í Árdal Jól Kjúklingur Uppskriftir Tengdar fréttir Aðventumolar Árna í Árdal: Risalamande Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 19. desember 2019 10:00 Aðventumolar Árna í Árdal: Heit súkkulaðikaka Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 18. desember 2019 11:00 Aðventumolar Árna í Árdal: Smákökur úr Kvennafræðaranum Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 16. desember 2019 09:00 Aðventumolar Árna í Árdal: Sjávarréttasalat Maggíar Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 17. desember 2019 10:00 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Aðventumolar Árna í Árdal: Risalamande Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 19. desember 2019 10:00
Aðventumolar Árna í Árdal: Heit súkkulaðikaka Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 18. desember 2019 11:00
Aðventumolar Árna í Árdal: Smákökur úr Kvennafræðaranum Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 16. desember 2019 09:00
Aðventumolar Árna í Árdal: Sjávarréttasalat Maggíar Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 17. desember 2019 10:00