Pútín við völd í tuttugu ár Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. desember 2019 20:00 Tuttugu ár eru liðin á morgun frá því Vladímír Pútín tók fyrst við embætti forseta Rússlands. Hann hefur stýrt landinu allar götur síðan þrátt fyrir stjórnarskrárákvæði um að forsetar megi ekki sitja lengur en tvö kjörtímabil í röð. Pútín tók við starfinu af Boris Jeltsín á gamlársdag árið 1999. Fyrst sem starfandi forseti. Jeltsín hafði þá óvænt sagt af sér. Sem starfandi forsætisráðherra tók Pútín við starfinu. Því hélt hann allt þar til 2008. Hafði þá setið tvö kjörtímabil og mátti ekki sitja fleiri í röð. Pútín varð því forsætisráðherra og Dmítríj Medvedev varð forseti. Stjórnmálaskýrendur halda því fram að Pútín hafi haft völdin í þessu sambandi hans og Medvedevs. Það sást árið 2012 þegar Medvedev steig til hliðar og bauð sig ekki fram gegn Pútín sem sneri aftur á forsetastól. Andrej Kolesníkov, rannsakandi hjá bandarísku hugveitunni Carnegie Moscow Center, segir að Pútín hafi ekki tryggt Rússlandi lykilstöðu í alþjóðastjórnmálum. Landið gegni í staðinn því hlutverki að spilla starfi annarra ríkja. „Pútín hefur stöðvað þróun Rússlands sem ríki með markaðshagkerfi og hefðbundið lýðræði,“ sagði Kolesníkov. Samkvæmt núgildandi stjórnarskrá ætti Pútín ekki að mega bjóða sig fram í næstu kosningum, enda aftur setið tvö kjörtímabil í röð. Hann virðist þó ekki á förum, ef marka má svar hans á blaðamannafundi fyrr í mánuðinum um fyrrnefnda takmörkun. „Yðar auðmjúki þjónn þjónaði í tvö kjörtímabil í röð og steig svo til hliðar. Þá mátti hann bjóða sig aftur fram til forseta af því kjörtímabilin voru ekki lengur samfleytt. Þetta ákvæði lætur marga af okkar stjórnmálafræðingum hreinlega fara hjá sér. Því gæti verið breytt.“ Rússland Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Tuttugu ár eru liðin á morgun frá því Vladímír Pútín tók fyrst við embætti forseta Rússlands. Hann hefur stýrt landinu allar götur síðan þrátt fyrir stjórnarskrárákvæði um að forsetar megi ekki sitja lengur en tvö kjörtímabil í röð. Pútín tók við starfinu af Boris Jeltsín á gamlársdag árið 1999. Fyrst sem starfandi forseti. Jeltsín hafði þá óvænt sagt af sér. Sem starfandi forsætisráðherra tók Pútín við starfinu. Því hélt hann allt þar til 2008. Hafði þá setið tvö kjörtímabil og mátti ekki sitja fleiri í röð. Pútín varð því forsætisráðherra og Dmítríj Medvedev varð forseti. Stjórnmálaskýrendur halda því fram að Pútín hafi haft völdin í þessu sambandi hans og Medvedevs. Það sást árið 2012 þegar Medvedev steig til hliðar og bauð sig ekki fram gegn Pútín sem sneri aftur á forsetastól. Andrej Kolesníkov, rannsakandi hjá bandarísku hugveitunni Carnegie Moscow Center, segir að Pútín hafi ekki tryggt Rússlandi lykilstöðu í alþjóðastjórnmálum. Landið gegni í staðinn því hlutverki að spilla starfi annarra ríkja. „Pútín hefur stöðvað þróun Rússlands sem ríki með markaðshagkerfi og hefðbundið lýðræði,“ sagði Kolesníkov. Samkvæmt núgildandi stjórnarskrá ætti Pútín ekki að mega bjóða sig fram í næstu kosningum, enda aftur setið tvö kjörtímabil í röð. Hann virðist þó ekki á förum, ef marka má svar hans á blaðamannafundi fyrr í mánuðinum um fyrrnefnda takmörkun. „Yðar auðmjúki þjónn þjónaði í tvö kjörtímabil í röð og steig svo til hliðar. Þá mátti hann bjóða sig aftur fram til forseta af því kjörtímabilin voru ekki lengur samfleytt. Þetta ákvæði lætur marga af okkar stjórnmálafræðingum hreinlega fara hjá sér. Því gæti verið breytt.“
Rússland Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira