Veðrið á gamlársdag „fúlt og grátt“ en þokkalegt um miðnætti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. desember 2019 10:00 Það ætti að viðra ágætlega til flugeldaskots víðast hvar á landinu. Vísir/Vilhelm Veðrið á höfuðborgarsvæðinu á morgun, gamlársdag, verður bæði „fúlt og grátt“ framan af degi en lagast heilmikið í tæka tíð fyrir flugeldaskot- og áhorf eftir miðnætti. Á Norður- og norðausturlandi stefnir í „fínasta áramótaveður“.Veðrið getur leikið lykilhlutverk á áramótunum enda flestir landsmenn sem hafa í hyggju að fara á áramótabrennu og njóta þess að skjóta upp eða horfa á flugelda til að fagna nýju ári. En hvernig verður veðrið á morgun.„Spáin er nú nokkuð eindregin. Það er að segja að það er ekki mikil óvissa á ferðinni,“ sagði Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur þegar hann var beðinn um að lesa í veðurkortin fyrir morgundaginn í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Lægð er á leiðinni upp Grænlandshafið fyrir vestan Ísland og ber hún með sér raka. Það þýðir bara eitt fyrir höfuðborgarsvæðið.„Suðvestanlands fer að rigna um morguninn, strax í fyrramálið og með þessu fylgir sunnanátt sem er eins og oftast nær á þessum árstíma tiltölulega mild. Færir okkur bæði raka og hita. Svo ágerist bara rigningin eftir því sem líður á daginn,“ sagði Einar. Kuldaskil bjarga kvöldinu Útlitið væri því ekki gott ef ekki væri fyrir skil, kuldaskil, úr vestri sem mæta á svæðið annað kvöld.„Með þeim þornar í lofti en annað kvöld þá er þessi úrkomubakki að mestu leyti staddur yfir sunnan og suðaustanverðu landinu en á höfuðborgarsvæðinu hefur veður að öllum líkindum náð að skána. Það breyttist mikið á milli 18 og 24,“ sagði Einar.Hiti verður ofan frostmarks og reiknar Einar með að vindhraði á höfuðborgarsvæðinu verði á bilinu fimm til tíu metrar á sekúndu„Svona miðað við hvað veðrið verður fúlt og grátt á morgun hérna suðvestanlands þá verður þetta nú orðið alveg þokkalegt um miðnætti,“ sagði Einar.Úrkoman nær hins vegar líklega ekki að ná norður á land og stefnir í hið ágætasta áramótaveður þar.„Þar er hlé frá fjöllunum og það rignir ekki nema þá bara eitthvað smávægilegt og þar eru líka líkur til að sjáist til tungls og stjarna, sérstaklega norðaustanlands og verður bara fínasta veður, fínasta áramótaveður nema ábyggilega sakna sumir þess að hafa ekki örfáar mínusgráður,“ sagði Einar. Úrkomuspá Veðurstofu Íslands á miðnætti á morgun.Mynd/Veðurstofa Íslands. Veðurhorfur á landinu Vestlæg átt, 5-10 m/s, skýjað með köflum og þurrt að mestu. Léttskýjað austantil fram eftir degi. Gengur í suðvestan 8-15 síðdegis með éljum eða slydduéljum á vestanverðu landinu. Frost 0 til 6 stig, en frostlaust með suður- og vesturströndinni seinnipartinn. Gengur í sunnan 13-18 á morgun, gamlársdag, með rigning um sunnan- og vestanvert landið, en þurrt norðaustantil. Hiti 2 til 7 stig á morgun. Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ miðvikudag (nýársdagur): Suðvestan 10-18 m/s, en hægari vindur seinnipartinn. Úrkoma víða um land, yfirleitt rigning við ströndina, en slydda eða snjókoma inn til landsins. Hiti 0 til 5 stig.Á fimmtudag:Gengur í norðan 13-20 m/s með snjókomu norðantil á landinu, en éljum syðra fram eftir degi. Kólnar í veðri, frost 3 til 8 stig síðdegis.Á föstudag:Minnkandi norðvestan- og vestanátt, léttskýjað að mestu sunnantil, en dálítil él norðanlands. Frost 3 til 12 stig, kaldast í innsveitum.Á laugardag:Vaxandi suðaustanátt og þykknar upp á Suður- og Vesturlandi með slyddu og síðar rigningu, en snjókoma um landið norðanvert. Hiti 0 til 5 stig sunnan- og vestantil, en frost 1 til 10 stig norðan- og austanlands.Á sunnudag:Útlit fyrir suðvestlæga átt og skúrir. Norðlægari og él á vestanverðu landinu. Þurrt að mestu norðaustantil. Hiti um frostmark. Áramót Veður Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Sjá meira
Veðrið á höfuðborgarsvæðinu á morgun, gamlársdag, verður bæði „fúlt og grátt“ framan af degi en lagast heilmikið í tæka tíð fyrir flugeldaskot- og áhorf eftir miðnætti. Á Norður- og norðausturlandi stefnir í „fínasta áramótaveður“.Veðrið getur leikið lykilhlutverk á áramótunum enda flestir landsmenn sem hafa í hyggju að fara á áramótabrennu og njóta þess að skjóta upp eða horfa á flugelda til að fagna nýju ári. En hvernig verður veðrið á morgun.„Spáin er nú nokkuð eindregin. Það er að segja að það er ekki mikil óvissa á ferðinni,“ sagði Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur þegar hann var beðinn um að lesa í veðurkortin fyrir morgundaginn í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Lægð er á leiðinni upp Grænlandshafið fyrir vestan Ísland og ber hún með sér raka. Það þýðir bara eitt fyrir höfuðborgarsvæðið.„Suðvestanlands fer að rigna um morguninn, strax í fyrramálið og með þessu fylgir sunnanátt sem er eins og oftast nær á þessum árstíma tiltölulega mild. Færir okkur bæði raka og hita. Svo ágerist bara rigningin eftir því sem líður á daginn,“ sagði Einar. Kuldaskil bjarga kvöldinu Útlitið væri því ekki gott ef ekki væri fyrir skil, kuldaskil, úr vestri sem mæta á svæðið annað kvöld.„Með þeim þornar í lofti en annað kvöld þá er þessi úrkomubakki að mestu leyti staddur yfir sunnan og suðaustanverðu landinu en á höfuðborgarsvæðinu hefur veður að öllum líkindum náð að skána. Það breyttist mikið á milli 18 og 24,“ sagði Einar.Hiti verður ofan frostmarks og reiknar Einar með að vindhraði á höfuðborgarsvæðinu verði á bilinu fimm til tíu metrar á sekúndu„Svona miðað við hvað veðrið verður fúlt og grátt á morgun hérna suðvestanlands þá verður þetta nú orðið alveg þokkalegt um miðnætti,“ sagði Einar.Úrkoman nær hins vegar líklega ekki að ná norður á land og stefnir í hið ágætasta áramótaveður þar.„Þar er hlé frá fjöllunum og það rignir ekki nema þá bara eitthvað smávægilegt og þar eru líka líkur til að sjáist til tungls og stjarna, sérstaklega norðaustanlands og verður bara fínasta veður, fínasta áramótaveður nema ábyggilega sakna sumir þess að hafa ekki örfáar mínusgráður,“ sagði Einar. Úrkomuspá Veðurstofu Íslands á miðnætti á morgun.Mynd/Veðurstofa Íslands. Veðurhorfur á landinu Vestlæg átt, 5-10 m/s, skýjað með köflum og þurrt að mestu. Léttskýjað austantil fram eftir degi. Gengur í suðvestan 8-15 síðdegis með éljum eða slydduéljum á vestanverðu landinu. Frost 0 til 6 stig, en frostlaust með suður- og vesturströndinni seinnipartinn. Gengur í sunnan 13-18 á morgun, gamlársdag, með rigning um sunnan- og vestanvert landið, en þurrt norðaustantil. Hiti 2 til 7 stig á morgun. Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ miðvikudag (nýársdagur): Suðvestan 10-18 m/s, en hægari vindur seinnipartinn. Úrkoma víða um land, yfirleitt rigning við ströndina, en slydda eða snjókoma inn til landsins. Hiti 0 til 5 stig.Á fimmtudag:Gengur í norðan 13-20 m/s með snjókomu norðantil á landinu, en éljum syðra fram eftir degi. Kólnar í veðri, frost 3 til 8 stig síðdegis.Á föstudag:Minnkandi norðvestan- og vestanátt, léttskýjað að mestu sunnantil, en dálítil él norðanlands. Frost 3 til 12 stig, kaldast í innsveitum.Á laugardag:Vaxandi suðaustanátt og þykknar upp á Suður- og Vesturlandi með slyddu og síðar rigningu, en snjókoma um landið norðanvert. Hiti 0 til 5 stig sunnan- og vestantil, en frost 1 til 10 stig norðan- og austanlands.Á sunnudag:Útlit fyrir suðvestlæga átt og skúrir. Norðlægari og él á vestanverðu landinu. Þurrt að mestu norðaustantil. Hiti um frostmark.
Áramót Veður Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Sjá meira