Enski boltinn

Sou­ness ó­sáttur með VAR og leggur fram breytingu á rang­­­stöðu­­­reglunni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Frá leiknum á Anfield í gær.
Frá leiknum á Anfield í gær. vísir/getty

Greame Souness, fyrrum knattspyrnustjóri og nú sparkspekingur Sky Sports, kallar eftir breytingum á VAR og hvernig rangstaða er dæmd.

Fátt er meira í umræðunni eftir leiki helgarinnar í enska boltanum en VARsjáin og þær rangstöður sem dæmdar hafa verið um helgina.

VAR tók meðal annars jöfnunarmark af Wolves í gær er liðið mætti toppliði Liverpool á Anfield en eftir endursýningu sást að millimetri af Neto var fyrir innan.

„Ég skil þetta ekki,“ sagði Souness er hann ræddi um atvikið. Hann hélt svo áfram.







„Við erum í skemmtanabransa. Það sem við erum að gera er að við erum að taka það af fólki að njóta þess að sjá mörk.“

Hann kom svo með hugmynd að breytingu á rangstöðureglunni.

„Það sem við ættum að gera er að segja að ef einhver hluti framherjans er ekki í rangstöðu þá ætti ekki að vera dæmd rangstaða.“

Jamie Carragher sem var í settinu með Souness tók undir VAR-farsann.

„VAR er að kosta okkur mörk.“










Fleiri fréttir

Sjá meira


×