Takmarka fjölda kínverskra blaðamanna í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 3. mars 2020 10:35 Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AP/Jose Luis Magana Yfirvöld Bandaríkjanna ætla að takmarka þann fjölda fólk sem vinna mega á skrifstofum kínverskra ríkismiðla í Bandaríkjunum. Grípa skal til þessara aðgerða í kjölfar þess að bandarískum blaðamönnum var vísað frá Kína og vegna „langvarandi ógnana og áreitis“ í garð blaðamanna í Kína. Aðgerðirnar fela í sér að einungis hundrað manns mega vinna fyrir fréttastofur fimm stóra ríkismiðla Kína í Bandaríkjunum. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir að með nýjustu aðgerðunum sé ekki verið að vísa kínverskum blaðamönnum úr landi. Í rauninni fela aðgerðirnar þó í sér að miðlar þessir þurfa að fækka fólki og kalla aftur til Kína. Miðlarnir sem um ræða eru Xinhua, CGTN, China Radio, China Daily and People’s Daily. Samkvæmt frétt New York Times vinna um 160 Kínverjar hjá þessum miðlum í Bandaríkjunum. Um það bil hundrað bandarískir blaðamenn vinna í Kína en Bandaríkin veittu 425 kínverskum blaðamönnum vegabréfsáritanir í fyrra. Í síðasta mánuði skilgreindu Bandaríkjanna ríkisfjölmiðla Kína sem útsendara ríkisins. Þá hafa yfirvöld Kína verið að vísa blaðamönnum úr landi og neita að veita blaðamönnum vegabréfsáritanir. Samtök erlendra blaðamanna í Kína gáfu í gær út skýrslu þar sem segir að yfirvöld Kína hafi „vopnvætt“ vegabréfsáritanir til að herja á blaðamenn. Sjá einnig: Þrengt að blaðamönnum í Kína og blaðamönnum Kína í Bandaríkjunum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að aðgerðirnar hefðu engin áhrif á fréttir eða annað efni miðlanna. Embættismenn í ríkisstjórn Donald Trump segja yfirvöld Kína hafa í sífellt meira mæli barist gegn frjálsri fjölmiðlun. Lýstu þeir ástandinu í Kína við Sovétríkin á hápunkti kalda stríðsins. Zhao Lijian, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína, sagði í dag að aðgerðir Bandaríkjanna hefðu skaðað samband ríkjanna verulega. Hua Chunying, sem er einnig talskona utanríkisráðuneytis Kína, tísti um málið í morgun og sagði aðgerðir Bandaríkjanna einkennast af fordómum gagnvart kínverskum fjölmiðlum og pólitíska kúgun. Vert er að taka fram að hún er með Twitter-síðu en yfirvöld Kína hafa annars lokað á aðgang almennings þar í landi að Twitter og fjölmörgum öðrum vefjum á netinu. @StateDept We condemn US "personnel cap" on Chinese media de-facto expulsion. Another step of political oppression and evidence of hypocrisy in US freedom of press. Prejudice and exclusion against Chinese media.— Hua Chunying (@SpokespersonCHN) March 3, 2020 Samband Kína og Bandaríkjanna hefur sjaldan verið verra en þessa dagana. Bandarískir ráðamenn hafa sífellt meiri áhyggjur af njósnum Kína í Bandaríkjunum og hafa sakað ríkið um að stela leynilegum gögnum af bandaríska ríkinu og fyrirtækjum. Þá var kínverskum erindrekum vísað frá Bandaríkjunum í fyrra eftir að þeir keyrðu inn á leynilega herstöð. Sjá einnig: Fyrstu kínversku erindrekunum vísað úr landi í rúm 30 ár Þann 16. október settu yfirvöld Bandaríkjanna takmörk á ferðir kínverskra erindreka þar í landi. Þau fela í sér að þeim beri að láta vita af því að þegar þeir ætla sér að funda með bandarískum embættismönnum eða fara í skoðunarferðir um menntunarstofnanir eða rannsóknarstofur. Sambærilegar reglur voru settar varðandi bandaríska erindreka í Kína fyrir nokkrum árum síðan. Þrátt fyrir það að breytingin í október væri í trássi við niðurstöður Vínarfundarins. Bandaríkin Kína Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ofsóttir Úígúrar sagðir í nauðungarvinnu fyrir vestræn vörumerki Nike, Apple og Dell eru á meðal vestrænna fyrirtækja sem eiga í viðskiptum við kínverskar verksmiðjur sem eru sagðar nýta sér nauðungarvinnu ofsótts þjóðarbrots Úígúra. 2. mars 2020 11:36 Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira
Yfirvöld Bandaríkjanna ætla að takmarka þann fjölda fólk sem vinna mega á skrifstofum kínverskra ríkismiðla í Bandaríkjunum. Grípa skal til þessara aðgerða í kjölfar þess að bandarískum blaðamönnum var vísað frá Kína og vegna „langvarandi ógnana og áreitis“ í garð blaðamanna í Kína. Aðgerðirnar fela í sér að einungis hundrað manns mega vinna fyrir fréttastofur fimm stóra ríkismiðla Kína í Bandaríkjunum. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir að með nýjustu aðgerðunum sé ekki verið að vísa kínverskum blaðamönnum úr landi. Í rauninni fela aðgerðirnar þó í sér að miðlar þessir þurfa að fækka fólki og kalla aftur til Kína. Miðlarnir sem um ræða eru Xinhua, CGTN, China Radio, China Daily and People’s Daily. Samkvæmt frétt New York Times vinna um 160 Kínverjar hjá þessum miðlum í Bandaríkjunum. Um það bil hundrað bandarískir blaðamenn vinna í Kína en Bandaríkin veittu 425 kínverskum blaðamönnum vegabréfsáritanir í fyrra. Í síðasta mánuði skilgreindu Bandaríkjanna ríkisfjölmiðla Kína sem útsendara ríkisins. Þá hafa yfirvöld Kína verið að vísa blaðamönnum úr landi og neita að veita blaðamönnum vegabréfsáritanir. Samtök erlendra blaðamanna í Kína gáfu í gær út skýrslu þar sem segir að yfirvöld Kína hafi „vopnvætt“ vegabréfsáritanir til að herja á blaðamenn. Sjá einnig: Þrengt að blaðamönnum í Kína og blaðamönnum Kína í Bandaríkjunum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að aðgerðirnar hefðu engin áhrif á fréttir eða annað efni miðlanna. Embættismenn í ríkisstjórn Donald Trump segja yfirvöld Kína hafa í sífellt meira mæli barist gegn frjálsri fjölmiðlun. Lýstu þeir ástandinu í Kína við Sovétríkin á hápunkti kalda stríðsins. Zhao Lijian, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína, sagði í dag að aðgerðir Bandaríkjanna hefðu skaðað samband ríkjanna verulega. Hua Chunying, sem er einnig talskona utanríkisráðuneytis Kína, tísti um málið í morgun og sagði aðgerðir Bandaríkjanna einkennast af fordómum gagnvart kínverskum fjölmiðlum og pólitíska kúgun. Vert er að taka fram að hún er með Twitter-síðu en yfirvöld Kína hafa annars lokað á aðgang almennings þar í landi að Twitter og fjölmörgum öðrum vefjum á netinu. @StateDept We condemn US "personnel cap" on Chinese media de-facto expulsion. Another step of political oppression and evidence of hypocrisy in US freedom of press. Prejudice and exclusion against Chinese media.— Hua Chunying (@SpokespersonCHN) March 3, 2020 Samband Kína og Bandaríkjanna hefur sjaldan verið verra en þessa dagana. Bandarískir ráðamenn hafa sífellt meiri áhyggjur af njósnum Kína í Bandaríkjunum og hafa sakað ríkið um að stela leynilegum gögnum af bandaríska ríkinu og fyrirtækjum. Þá var kínverskum erindrekum vísað frá Bandaríkjunum í fyrra eftir að þeir keyrðu inn á leynilega herstöð. Sjá einnig: Fyrstu kínversku erindrekunum vísað úr landi í rúm 30 ár Þann 16. október settu yfirvöld Bandaríkjanna takmörk á ferðir kínverskra erindreka þar í landi. Þau fela í sér að þeim beri að láta vita af því að þegar þeir ætla sér að funda með bandarískum embættismönnum eða fara í skoðunarferðir um menntunarstofnanir eða rannsóknarstofur. Sambærilegar reglur voru settar varðandi bandaríska erindreka í Kína fyrir nokkrum árum síðan. Þrátt fyrir það að breytingin í október væri í trássi við niðurstöður Vínarfundarins.
Bandaríkin Kína Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ofsóttir Úígúrar sagðir í nauðungarvinnu fyrir vestræn vörumerki Nike, Apple og Dell eru á meðal vestrænna fyrirtækja sem eiga í viðskiptum við kínverskar verksmiðjur sem eru sagðar nýta sér nauðungarvinnu ofsótts þjóðarbrots Úígúra. 2. mars 2020 11:36 Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira
Ofsóttir Úígúrar sagðir í nauðungarvinnu fyrir vestræn vörumerki Nike, Apple og Dell eru á meðal vestrænna fyrirtækja sem eiga í viðskiptum við kínverskar verksmiðjur sem eru sagðar nýta sér nauðungarvinnu ofsótts þjóðarbrots Úígúra. 2. mars 2020 11:36