Sárt að fá ekki að opna á sama tíma og sundlaugarnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. maí 2020 14:00 Ingi Páll Sigurðsson er einn af tveimur eigendum Sporthússins. Vísir/Vilhelm „Það leggst vel í okkur að vita loksins eitthvað. Óvissan er það versta. Auðvitað væri best að fá að opna um leið og sundlaugarnar.“ Þetta segir Ingi Páll Sigurðsson, annar eigandi líkamsræktarstöðvarinnar Sporthússins, inntur eftir viðbrögðum við þeim fréttum að stefnt sé að því að líkamsræktarstöðvar geti opnað að nýju 25. maí. Þeim var gert að loka þann 23. mars og mun starfsemin því hafa legið niðri í tvo mánuði þegar opnað verður að nýju. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, kynnti það á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í gær að farið yrði í næstu tilslakanir á samkomubanni þann 25. maí. Í því skrefi myndu líkamsræktarstöðvar geta opnað en áður hafði verið kynnt að sundlaugar opni 18. maí. Eigendur líkamsræktarstöðva hafa verið ósáttir við að fá ekki að opna á sama tíma og sundið og sendu bréf á sóttvarnalækni í fyrradag vegna málsins. Í forsvari fyrir 13 líkamsræktarstöðvar sem sendu bréfið voru þau Þröstur Jón Sigurðsson, hinn eigandi Sporthússins, og Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar. Þegar líkamsræktarstöðvarnar opna aftur hafa þær verið lokaðar í tvo mánuði.Vísir/Vilhelm Væntu þess að fá að opna í fyrsta áfanga afléttinga Í bréfinu er óskað eftir svörum varðandi það hvenær líkamsræktarstöðvar fái að opna og hvers vegna stöðvarnar eigi að vera áfram lokaðar á meðan sundlaugar fái að opna. Áður hafi verið gefið til kynna að líkamsræktarstöðvar og sundlaugar yrðu opnaðar á sama tíma og bent á að umræddum stöðum hafi verið gert að loka á sama tíma. „Því til viðbótar var gefið út að aflétting takmarkana væri fyrirhuguð í öfugri röð við það hvenær þær voru settar á. Væntingar okkar voru því þær að okkur yrði heimilt að opna í fyrsta áfanga afléttinga. Við köllum eftir skýringum á því hvers vegna heilsuræktarstöðum er fyrirskipað að hafa áfram lokað,“ segir í bréfinu sem sjá má í heild undir tengdum skjölum neðst í fréttinni. Þröstur segir í samtali við Vísi að sent hafi verið afrit á ráðherra í ríkisstjórn en hvorki hafi borist svar frá einhverjum þeirra né sóttvarnalækni. Þröstur Jón Sigurðsson er annar eigandi Sporthússins.Aðsend mynd „Mér fannst illa að okkur vegið“ Hann segir alla eigendur líkamsræktarstöðva hafa átt von á því að geta opnað 4. maí, líkt og hárgreiðslustofur, tannlæknar og sjúkraþjálfarar, því þeim hafi öllum verið gert að loka á sama tíma. „Þannig að það var blaut tuska í andlitið að það var ekki. Síðan þegar kemur í ljós að það á að opna sundlaugar en ekki hjá okkur, þá get ég alveg viðurkennt að ég var ekki sáttur við það og mér fannst illa að okkur vegið. Ég skal bara fúslega viðurkenna það,“ segir Þröstur. Sóttvarnalæknir hefur sagt að mun færri sameiginlegir snertifletir séu að hans mati í sundi heldur en í líkamsræktarstöðvum. Þá sé klórinn í sundlaugum landsins slæmur fyrir veiruna; hún þrífist ekki í þeim aðstæðum. Því sé minni smithætta í sundi að hans mati en í ræktinni. Ingi bendir á móti á að áður en ræktunum var lokað hafi þurft að sinna miklum smit- og sýkingarvörnum í stöðvunum auk þess sem fjöldatakmarkanir voru í gildi. „Það gekk allt rosalega vel og allir rosalega meðvitaðir. Það var sótthreinsibúnaður og standar hér úti um allt hús. Fólk sinnti þessu og sprittaði sig og tækin líka eftir alla notkun. Þannig að maður er svona aðeins, eftir hvað það gekk vel og það er ekki búið að rekja nein smit í líkamsræktarstöðvar eða neitt slíkt, þá er maður aðeins sár að fá ekki að opna á sama tíma og sundlaugar,“ segir Ingi. Tækin í Sporthúsinu verða að öllum líkindum ekkert í notkun fyrr en þann 25. maí.Vísir/Vilhelm Ekkert því til fyrirstöðu að sótt- og sýkingavarnir gangi áfram vel Hann segir fyrirtækið vilja geta sinnt sínum viðskiptavinum. „Og fá tekjurnar inn. Auðvitað vill maður opna sem fyrst því maður veit að maður getur staðið sig í því að sinna því sem þarf að sinna. Að allir sótthreinsi sig og skipta stöðvunum niður eftir svæðum, bara eins og við vorum búin að gera áður en það lokaði,“ segir Ingi og bætir við að ekkert sé því til fyrirstöðu að sótt- og sýkingavarnir muni áfram ganga vel í Sporthúsinu þegar það verði opnað að nýju. „Og ég held að fólk sé orðið ennþá meðvitaðra eftir þetta heldur en það var fyrir. Það voru kannski ekki allir sem áttuðu sig á alvarleikanum þegar við vorum að fara fram á þetta við alla, hvað það var sótthreinsað mikið, en ég held að allir geri sér grein fyrir því núna að þetta ber að taka alvarlega og að það þurfi að passa þessa hluti,“ segir Ingi. Kúnnahópur Sporthússins er stór, telur mörg þúsund manns, og þá starfa tæplega 300 manns hjá fyrirtækinu en meirihlutinn eru verktakar. Þröstur segir að heildarfjöldi launþega sé um 120 og af þeim fóru rúmlega 40 á hlutabótaleið. Aðrir launþegar hafi verið í minna en 45% starfshlutfalli og því ekki uppfyllt kröfur úrræðisins. Tengd skjöl breftilsottvarnalaeknisPDF65KBSækja skjal Líkamsræktarstöðvar Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
„Það leggst vel í okkur að vita loksins eitthvað. Óvissan er það versta. Auðvitað væri best að fá að opna um leið og sundlaugarnar.“ Þetta segir Ingi Páll Sigurðsson, annar eigandi líkamsræktarstöðvarinnar Sporthússins, inntur eftir viðbrögðum við þeim fréttum að stefnt sé að því að líkamsræktarstöðvar geti opnað að nýju 25. maí. Þeim var gert að loka þann 23. mars og mun starfsemin því hafa legið niðri í tvo mánuði þegar opnað verður að nýju. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, kynnti það á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í gær að farið yrði í næstu tilslakanir á samkomubanni þann 25. maí. Í því skrefi myndu líkamsræktarstöðvar geta opnað en áður hafði verið kynnt að sundlaugar opni 18. maí. Eigendur líkamsræktarstöðva hafa verið ósáttir við að fá ekki að opna á sama tíma og sundið og sendu bréf á sóttvarnalækni í fyrradag vegna málsins. Í forsvari fyrir 13 líkamsræktarstöðvar sem sendu bréfið voru þau Þröstur Jón Sigurðsson, hinn eigandi Sporthússins, og Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar. Þegar líkamsræktarstöðvarnar opna aftur hafa þær verið lokaðar í tvo mánuði.Vísir/Vilhelm Væntu þess að fá að opna í fyrsta áfanga afléttinga Í bréfinu er óskað eftir svörum varðandi það hvenær líkamsræktarstöðvar fái að opna og hvers vegna stöðvarnar eigi að vera áfram lokaðar á meðan sundlaugar fái að opna. Áður hafi verið gefið til kynna að líkamsræktarstöðvar og sundlaugar yrðu opnaðar á sama tíma og bent á að umræddum stöðum hafi verið gert að loka á sama tíma. „Því til viðbótar var gefið út að aflétting takmarkana væri fyrirhuguð í öfugri röð við það hvenær þær voru settar á. Væntingar okkar voru því þær að okkur yrði heimilt að opna í fyrsta áfanga afléttinga. Við köllum eftir skýringum á því hvers vegna heilsuræktarstöðum er fyrirskipað að hafa áfram lokað,“ segir í bréfinu sem sjá má í heild undir tengdum skjölum neðst í fréttinni. Þröstur segir í samtali við Vísi að sent hafi verið afrit á ráðherra í ríkisstjórn en hvorki hafi borist svar frá einhverjum þeirra né sóttvarnalækni. Þröstur Jón Sigurðsson er annar eigandi Sporthússins.Aðsend mynd „Mér fannst illa að okkur vegið“ Hann segir alla eigendur líkamsræktarstöðva hafa átt von á því að geta opnað 4. maí, líkt og hárgreiðslustofur, tannlæknar og sjúkraþjálfarar, því þeim hafi öllum verið gert að loka á sama tíma. „Þannig að það var blaut tuska í andlitið að það var ekki. Síðan þegar kemur í ljós að það á að opna sundlaugar en ekki hjá okkur, þá get ég alveg viðurkennt að ég var ekki sáttur við það og mér fannst illa að okkur vegið. Ég skal bara fúslega viðurkenna það,“ segir Þröstur. Sóttvarnalæknir hefur sagt að mun færri sameiginlegir snertifletir séu að hans mati í sundi heldur en í líkamsræktarstöðvum. Þá sé klórinn í sundlaugum landsins slæmur fyrir veiruna; hún þrífist ekki í þeim aðstæðum. Því sé minni smithætta í sundi að hans mati en í ræktinni. Ingi bendir á móti á að áður en ræktunum var lokað hafi þurft að sinna miklum smit- og sýkingarvörnum í stöðvunum auk þess sem fjöldatakmarkanir voru í gildi. „Það gekk allt rosalega vel og allir rosalega meðvitaðir. Það var sótthreinsibúnaður og standar hér úti um allt hús. Fólk sinnti þessu og sprittaði sig og tækin líka eftir alla notkun. Þannig að maður er svona aðeins, eftir hvað það gekk vel og það er ekki búið að rekja nein smit í líkamsræktarstöðvar eða neitt slíkt, þá er maður aðeins sár að fá ekki að opna á sama tíma og sundlaugar,“ segir Ingi. Tækin í Sporthúsinu verða að öllum líkindum ekkert í notkun fyrr en þann 25. maí.Vísir/Vilhelm Ekkert því til fyrirstöðu að sótt- og sýkingavarnir gangi áfram vel Hann segir fyrirtækið vilja geta sinnt sínum viðskiptavinum. „Og fá tekjurnar inn. Auðvitað vill maður opna sem fyrst því maður veit að maður getur staðið sig í því að sinna því sem þarf að sinna. Að allir sótthreinsi sig og skipta stöðvunum niður eftir svæðum, bara eins og við vorum búin að gera áður en það lokaði,“ segir Ingi og bætir við að ekkert sé því til fyrirstöðu að sótt- og sýkingavarnir muni áfram ganga vel í Sporthúsinu þegar það verði opnað að nýju. „Og ég held að fólk sé orðið ennþá meðvitaðra eftir þetta heldur en það var fyrir. Það voru kannski ekki allir sem áttuðu sig á alvarleikanum þegar við vorum að fara fram á þetta við alla, hvað það var sótthreinsað mikið, en ég held að allir geri sér grein fyrir því núna að þetta ber að taka alvarlega og að það þurfi að passa þessa hluti,“ segir Ingi. Kúnnahópur Sporthússins er stór, telur mörg þúsund manns, og þá starfa tæplega 300 manns hjá fyrirtækinu en meirihlutinn eru verktakar. Þröstur segir að heildarfjöldi launþega sé um 120 og af þeim fóru rúmlega 40 á hlutabótaleið. Aðrir launþegar hafi verið í minna en 45% starfshlutfalli og því ekki uppfyllt kröfur úrræðisins. Tengd skjöl breftilsottvarnalaeknisPDF65KBSækja skjal
Líkamsræktarstöðvar Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira