Landsbankinn tapar 3,6 milljörðum Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. maí 2020 18:30 Útibú Landsbankann í Hafnarfirði. Vísir/vilhelm Landsbankinn tapaði 3,6 milljörðum á fyrstu þremur mánuðum ársins 2020, samanborið við 6,8 milljarða króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Virðisrýrnun útlána nam 5,2 milljörðum króna á tímabilinu, samanborið við virðisrýrnun upp á einn milljarð króna á sama tímabili í fyrra. Arðsemi eigin fjár á tímabilinu var neikvæð um 5,9% á ársgrundvelli, samanborið við arðsemi upp á 11,2% á sama tímabili 2019. Hreinar vaxtatekjur voru 9,4 milljarðar króna samanborið við 10,2 milljarða króna á sama tímabili árið á undan, sem er 8% lækkun milli tímabila. Hreinar þjónustutekjur námu 2,0 milljörðum króna og lækkuðu um 5,6% frá sama tímabili árið áður. Rekstrartekjur bankans á fyrstu þremur mánuðum ársins 2020 námu 3,4 milljörðum króna, samanborið við 15,0 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Aðrar rekstrartekjur voru neikvæðar um 8 milljarða króna samanborið við tekjur upp á 2,7 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Rekstrarkostnaður bankans lækkaði um 488 milljónir á milli tímabila og nam 6,7 milljörðum króna fyrstu þrjá mánuði ársins, samanborið við 7,2 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Það er lækkun um 6,8%. Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.Vísir/vilhelm Þar af var launakostnaður 3,8 milljarðar króna samanborið við 3,7 milljarða króna árið áður. Annar rekstrarkostnaður var 2,4 milljarðar króna samanborið við 2,5 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Útlán til einstaklinga og fyrirtækja jukust um 4,4% frá áramótum, eða um rúma 50 milljarða króna en þar af voru um 33 milljarðar króna vegna gengisbreytinga. Innlán hjá Landsbankanum jukust um 47 milljarða króna frá áramótum, sem er 6,7% aukning. Ekki útséð um endanleg áhrif faraldursins Eigið fé Landsbankans var 244,1 milljarður króna þann 31. mars sl. og eiginfjárhlutfallið var 24,8%. Á aðalfundi bankans, sem haldinn var þann 22. apríl 2020, var samþykkt tillaga bankaráðs um að greiða ekki arð vegna rekstrarársins 2019. Í tilkynningu segir að það hafi verið gert í ljósi efnahagslegrar óvissu vegna kórónuveirufaraldursins og í samræmi við tilmæli Seðlabanka Íslands. Arðgreiðslustefna bankans er óbreytt. Í henni er kveðið á um að Landsbankinn greiði meirihluta hagnaðar í arð til hluthafa en frá 2013 hafa arðgreiðslur bankans numið 142 milljörðum króna. Haft er eftir Lilju Björk Einarsdóttur bankastjóra Landsbankans í tilkynningu að uppgjör bankans og viðsnúningur frá fyrsta ársfjórðungi síðasta árs endurspegli greinilega þau áhrif sem faraldurinn hefur haft á efnahagslíf landsins. Til þessa hafi tæplega 1.250 einstaklingar og fjölskyldur frestað greiðslum á íbúðalánum um sex mánuði. Þá hafi yfir 600 fyrirtæki sótt um að fresta afborgunum. „Ekki er útséð um endanleg áhrif faraldursins. Þó má telja líklegt að minni tekjur viðskiptavina og aukin skuldsetning muni hafa neikvæð áhrif á lánshæfi þeirra sem leiðir til enn meiri virðisrýrnunar útlána. Landsbankinn er í góðri stöðu til að takast á við þessar aðstæður,“ segir Lilja í tilkynningu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Íslenskir bankar Tengdar fréttir Arion og Íslandsbanki tapa milljörðum Þetta kemur fram í árshlutauppgjörum bankanna sem bæði voru birt nú síðdegis. 6. maí 2020 18:15 „Úthald ríkissjóðs er ekki takmarkalaust“ Forsætisráðherra segir úthald ríkissjóðs ekki takmarkalaust. Nú stefni í allt 300 milljarða króna halla vegna aðgerða stjórnvalda og tekjufalls vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum. 3. maí 2020 15:30 Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Landsbankinn tapaði 3,6 milljörðum á fyrstu þremur mánuðum ársins 2020, samanborið við 6,8 milljarða króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Virðisrýrnun útlána nam 5,2 milljörðum króna á tímabilinu, samanborið við virðisrýrnun upp á einn milljarð króna á sama tímabili í fyrra. Arðsemi eigin fjár á tímabilinu var neikvæð um 5,9% á ársgrundvelli, samanborið við arðsemi upp á 11,2% á sama tímabili 2019. Hreinar vaxtatekjur voru 9,4 milljarðar króna samanborið við 10,2 milljarða króna á sama tímabili árið á undan, sem er 8% lækkun milli tímabila. Hreinar þjónustutekjur námu 2,0 milljörðum króna og lækkuðu um 5,6% frá sama tímabili árið áður. Rekstrartekjur bankans á fyrstu þremur mánuðum ársins 2020 námu 3,4 milljörðum króna, samanborið við 15,0 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Aðrar rekstrartekjur voru neikvæðar um 8 milljarða króna samanborið við tekjur upp á 2,7 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Rekstrarkostnaður bankans lækkaði um 488 milljónir á milli tímabila og nam 6,7 milljörðum króna fyrstu þrjá mánuði ársins, samanborið við 7,2 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Það er lækkun um 6,8%. Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.Vísir/vilhelm Þar af var launakostnaður 3,8 milljarðar króna samanborið við 3,7 milljarða króna árið áður. Annar rekstrarkostnaður var 2,4 milljarðar króna samanborið við 2,5 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Útlán til einstaklinga og fyrirtækja jukust um 4,4% frá áramótum, eða um rúma 50 milljarða króna en þar af voru um 33 milljarðar króna vegna gengisbreytinga. Innlán hjá Landsbankanum jukust um 47 milljarða króna frá áramótum, sem er 6,7% aukning. Ekki útséð um endanleg áhrif faraldursins Eigið fé Landsbankans var 244,1 milljarður króna þann 31. mars sl. og eiginfjárhlutfallið var 24,8%. Á aðalfundi bankans, sem haldinn var þann 22. apríl 2020, var samþykkt tillaga bankaráðs um að greiða ekki arð vegna rekstrarársins 2019. Í tilkynningu segir að það hafi verið gert í ljósi efnahagslegrar óvissu vegna kórónuveirufaraldursins og í samræmi við tilmæli Seðlabanka Íslands. Arðgreiðslustefna bankans er óbreytt. Í henni er kveðið á um að Landsbankinn greiði meirihluta hagnaðar í arð til hluthafa en frá 2013 hafa arðgreiðslur bankans numið 142 milljörðum króna. Haft er eftir Lilju Björk Einarsdóttur bankastjóra Landsbankans í tilkynningu að uppgjör bankans og viðsnúningur frá fyrsta ársfjórðungi síðasta árs endurspegli greinilega þau áhrif sem faraldurinn hefur haft á efnahagslíf landsins. Til þessa hafi tæplega 1.250 einstaklingar og fjölskyldur frestað greiðslum á íbúðalánum um sex mánuði. Þá hafi yfir 600 fyrirtæki sótt um að fresta afborgunum. „Ekki er útséð um endanleg áhrif faraldursins. Þó má telja líklegt að minni tekjur viðskiptavina og aukin skuldsetning muni hafa neikvæð áhrif á lánshæfi þeirra sem leiðir til enn meiri virðisrýrnunar útlána. Landsbankinn er í góðri stöðu til að takast á við þessar aðstæður,“ segir Lilja í tilkynningu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Íslenskir bankar Tengdar fréttir Arion og Íslandsbanki tapa milljörðum Þetta kemur fram í árshlutauppgjörum bankanna sem bæði voru birt nú síðdegis. 6. maí 2020 18:15 „Úthald ríkissjóðs er ekki takmarkalaust“ Forsætisráðherra segir úthald ríkissjóðs ekki takmarkalaust. Nú stefni í allt 300 milljarða króna halla vegna aðgerða stjórnvalda og tekjufalls vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum. 3. maí 2020 15:30 Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Arion og Íslandsbanki tapa milljörðum Þetta kemur fram í árshlutauppgjörum bankanna sem bæði voru birt nú síðdegis. 6. maí 2020 18:15
„Úthald ríkissjóðs er ekki takmarkalaust“ Forsætisráðherra segir úthald ríkissjóðs ekki takmarkalaust. Nú stefni í allt 300 milljarða króna halla vegna aðgerða stjórnvalda og tekjufalls vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum. 3. maí 2020 15:30