Ætlast til þess að fyrirtæki misnoti ekki „björgunarhringi“ stjórnvalda Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. maí 2020 19:24 Katrín Jakobsdóttir er forsætisráðherra. Mynd/Vísir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að auðvitað sé ætlast til þess að fyrirtæki misnoti sér ekki leiðir á borð við hlutabótaleiðina. Hún bendir á að Vinnumálastofnun hafi heimild til að kanna rökstuðning fyrirtækja fyrir því af hverju þau nýttu sér leiðina. Hún segir einnig að það séu mikil vonbrigði ef fyrirtæki hafi brugðist trausti stjórnvalda hafi þau nýtt sér hlutabótaleiðina án þess að hafa þörf fyrir það. Í fréttum í dag og í gær hefur verið sagt frá því að stöndug fyrirtæki á borð við Skeljung, Haga og Össur hafi nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda til þess að greiða laun samhliða því sem þau hafi greitt út arð til hluthafa eða keypt eigin bréf. Hefur þetta verið harðlega gagnrýnt. Katrín var spurð út í málið í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hún sagði að lög um hlutabótaleið hafi verið sett með mjög opnum hætti af ráðnum hug þar sem markmiðið hafi verið að leiðin gæti náð til launafólks sem á því þyrfti að halda hratt og örugglega. Horfa má á viðtalið við Katrínu hér að neðan. Sagði Katrín að lögin yrðu endurskoðuð og sett inn ný skilyrði þar sem tekið yrði fyrir argreiðslur og kaup á eigin bréfum. Benti hún einnig á að Vinnumálastofnun hafi samkvæmt lögunum nú þegar heimild til að kanna rökstuðning þeirra fyrirtækja sem nýtt hafa sér leiðina. „Hns vegar er það svo að í lögunum er líka heimild til handa Vinnumálastofnunar að kanna rökstuðning fyrirtækja fyrir því að nýta leiðina. Við vitum að það hefur svo sannarleg verið bráðaástand. Það hefur í raun og veru ekki verið tími til annars en að standa í stórræðum gagnvart þeim sem hafa á þurft að halda en þessa heimild er hægt að nýta núna til að kanna betur hjá fyrirtækjunum hver raunverulega þörf þeirra var,“ sagði Katrín. Var hún spurð út í hvort það hafi verið klúður þegar lögin voru sett að tryggja ekki að vel stæð fyrirtæki gætu ekki nýtt sér leiðina. „Við sögðum það þegar við gengum frá lögunum að þau væru vissulega opin og að við myndum treysta fyrirtækjunum í landinu og það eru auðvitað mikil vonbrigði ef það reynist ekki á sterkum grunni byggt. Stjórnvöld ætlist til þess að fyrirtæki misnoti ekki leiðina. „Sérstaklega þegar við erum, íslensk samfélag, búin að standa hér sameiginlega í risastóru verkefni þar sem að allir hafa lagt sitt af mörkum til að koma okkur í gengum þennan faraldur. Þá auðvitað ætlast til maður að það sé ekki verið að misnota svona leiðir, svona björgunarhringi sem við erum að setja út til fyrirtækjanna í landinu“ Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að auðvitað sé ætlast til þess að fyrirtæki misnoti sér ekki leiðir á borð við hlutabótaleiðina. Hún bendir á að Vinnumálastofnun hafi heimild til að kanna rökstuðning fyrirtækja fyrir því af hverju þau nýttu sér leiðina. Hún segir einnig að það séu mikil vonbrigði ef fyrirtæki hafi brugðist trausti stjórnvalda hafi þau nýtt sér hlutabótaleiðina án þess að hafa þörf fyrir það. Í fréttum í dag og í gær hefur verið sagt frá því að stöndug fyrirtæki á borð við Skeljung, Haga og Össur hafi nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda til þess að greiða laun samhliða því sem þau hafi greitt út arð til hluthafa eða keypt eigin bréf. Hefur þetta verið harðlega gagnrýnt. Katrín var spurð út í málið í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hún sagði að lög um hlutabótaleið hafi verið sett með mjög opnum hætti af ráðnum hug þar sem markmiðið hafi verið að leiðin gæti náð til launafólks sem á því þyrfti að halda hratt og örugglega. Horfa má á viðtalið við Katrínu hér að neðan. Sagði Katrín að lögin yrðu endurskoðuð og sett inn ný skilyrði þar sem tekið yrði fyrir argreiðslur og kaup á eigin bréfum. Benti hún einnig á að Vinnumálastofnun hafi samkvæmt lögunum nú þegar heimild til að kanna rökstuðning þeirra fyrirtækja sem nýtt hafa sér leiðina. „Hns vegar er það svo að í lögunum er líka heimild til handa Vinnumálastofnunar að kanna rökstuðning fyrirtækja fyrir því að nýta leiðina. Við vitum að það hefur svo sannarleg verið bráðaástand. Það hefur í raun og veru ekki verið tími til annars en að standa í stórræðum gagnvart þeim sem hafa á þurft að halda en þessa heimild er hægt að nýta núna til að kanna betur hjá fyrirtækjunum hver raunverulega þörf þeirra var,“ sagði Katrín. Var hún spurð út í hvort það hafi verið klúður þegar lögin voru sett að tryggja ekki að vel stæð fyrirtæki gætu ekki nýtt sér leiðina. „Við sögðum það þegar við gengum frá lögunum að þau væru vissulega opin og að við myndum treysta fyrirtækjunum í landinu og það eru auðvitað mikil vonbrigði ef það reynist ekki á sterkum grunni byggt. Stjórnvöld ætlist til þess að fyrirtæki misnoti ekki leiðina. „Sérstaklega þegar við erum, íslensk samfélag, búin að standa hér sameiginlega í risastóru verkefni þar sem að allir hafa lagt sitt af mörkum til að koma okkur í gengum þennan faraldur. Þá auðvitað ætlast til maður að það sé ekki verið að misnota svona leiðir, svona björgunarhringi sem við erum að setja út til fyrirtækjanna í landinu“
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira