9% samdráttur á árinu samkvæmt sviðsmyndagreiningu stjórnvalda Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. maí 2020 19:24 Fjármála- og efnahagsráðuneytið vann sviðsmyndagreiningu um efnahagshorfur í apríl. Forsendur sem slíkar sviðsmyndagreiningar byggja á geta breyst hratt á þeim óvissutímum sem uppi eru. Vísir/Vilhelm Búast má við um 9% samdrætti á þessu ári ef sviðsmyndagreining stjórnvalda rætist um áhrif kórónuveirufaraldursins á íslenskt efnahagslíf. Hagkerfið gæti aftur á móti vaxið um 5% strax á næsta ári. Atvinnuleysi á ársgrundvelli gæti farið yfir 10%. Þann 20. apríl vann fjármála- og efnahagsráðuneytið greiningu til að reyna að varpa ljósi á hversu umfangsmikil áhrif kórónuveirufaraldursins verða á íslenskt efnahagslíf. Greiningin var gerð opinber í dag en hún er sögð byggja á raunhæfum en svartsýnum forsendum um dýpt kreppunnar sem blasir við. Þannig er gert ráð fyrir að samdráttur í einkaneyslu í ár gæti orðið 9% ef forsendur raungerast. Það er ívið minni samdráttur en samanlagt árin 2009 til 2010. Covid-19 hafi í för með sér tvíþætt efnahagsáfall. Annars vegar tímabundin áhrif vegna minnkandi eftirspurnar. Hins vegar liggi ferðaþjónustan í dvala og horfur atvinnugreinarinnar á heimsvísu séu óljósar til næstu tólf til átján mánaða. Þá sé útlit fyrir mesta útflutningssamdrátt frá því mælingar hófust. Hagkerfið gæti þó tekið þónokkurn kipp og vaxið um 5% strax á næsta ári samkvæmt sviðsmyndagreiningunni. Tekið er fram í tilkynningu frá ráðuneytinu að niðurstöður greiningarinnar feli ekki í sér spá um líklegustu framvindu efnahagsmála heldur mögulega framvindu miðað við gefnar forsendur. Þær geti breyst hratt. Til dæmis sé nú útlit fyrir að undið verði ofan af sóttvarnaaðgerðum fyrr en forsendur sviðsmyndarinnar gerðu ráð fyrir. Þá hafi vísbendingar þegar borist um að samdráttur einkaneyslu gæti reynst minni en áætlað var þegar greiningin var unnin. Loks gæti atvinnuleysi yfir árið endað í um 11%. Settur er þó sá fyrirvari að síðan greiningin var unnin hafi hlutastarfaleiðin verið framlengd. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira
Búast má við um 9% samdrætti á þessu ári ef sviðsmyndagreining stjórnvalda rætist um áhrif kórónuveirufaraldursins á íslenskt efnahagslíf. Hagkerfið gæti aftur á móti vaxið um 5% strax á næsta ári. Atvinnuleysi á ársgrundvelli gæti farið yfir 10%. Þann 20. apríl vann fjármála- og efnahagsráðuneytið greiningu til að reyna að varpa ljósi á hversu umfangsmikil áhrif kórónuveirufaraldursins verða á íslenskt efnahagslíf. Greiningin var gerð opinber í dag en hún er sögð byggja á raunhæfum en svartsýnum forsendum um dýpt kreppunnar sem blasir við. Þannig er gert ráð fyrir að samdráttur í einkaneyslu í ár gæti orðið 9% ef forsendur raungerast. Það er ívið minni samdráttur en samanlagt árin 2009 til 2010. Covid-19 hafi í för með sér tvíþætt efnahagsáfall. Annars vegar tímabundin áhrif vegna minnkandi eftirspurnar. Hins vegar liggi ferðaþjónustan í dvala og horfur atvinnugreinarinnar á heimsvísu séu óljósar til næstu tólf til átján mánaða. Þá sé útlit fyrir mesta útflutningssamdrátt frá því mælingar hófust. Hagkerfið gæti þó tekið þónokkurn kipp og vaxið um 5% strax á næsta ári samkvæmt sviðsmyndagreiningunni. Tekið er fram í tilkynningu frá ráðuneytinu að niðurstöður greiningarinnar feli ekki í sér spá um líklegustu framvindu efnahagsmála heldur mögulega framvindu miðað við gefnar forsendur. Þær geti breyst hratt. Til dæmis sé nú útlit fyrir að undið verði ofan af sóttvarnaaðgerðum fyrr en forsendur sviðsmyndarinnar gerðu ráð fyrir. Þá hafi vísbendingar þegar borist um að samdráttur einkaneyslu gæti reynst minni en áætlað var þegar greiningin var unnin. Loks gæti atvinnuleysi yfir árið endað í um 11%. Settur er þó sá fyrirvari að síðan greiningin var unnin hafi hlutastarfaleiðin verið framlengd.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira