Golf

Tiger og Phil mætast aftur í einvígi og nú með NFL-goðsagnir með sér í liði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það fagna því örugglega margir að fá einvígi á milli Tiger Woods og Phil Mickelson á þessum íþróttalausu tímum kórónuveirunnar.
Það fagna því örugglega margir að fá einvígi á milli Tiger Woods og Phil Mickelson á þessum íþróttalausu tímum kórónuveirunnar. EPA-EFE/TANNEN MAURY

Tiger Woods og Phil Mickelson mættust í Einvíginu á golfvelli í Las Vegas árið 2018 og ætla nú að endurtaka leikinn en nú verða þeir ekki einir í liði.

NFL goðsagnirnar Peyton Manning og Tom Brady verða með að þessu sinni, Tom Brady spilar með Phil Mickelson og Manning verður í liði Tigers Woods.

Peyton Manning og Tom Brady eru báðir í hópi allra bestu leikstjórnenda NFL sögunnar og miklir erkifjendur á meðan Manning var að spila. Brady hefur síðan spilað enn lengur og er ekki enn hættur.

Einvígið þeirra fjögurra fer fram 24. maí næstkomandi hjá Medalist golfklúbbnum í Hobe Sound í Flórída fylki.

Einvígið heitir að þessu sinni „The Match: Champions for Charity“ á ensku sem væri hægt að þýða „Einvígið: Meistarar keppa fyrir góðgerðarstarf“ á íslensku.

Allir munu þeir spila golf og þeir verða allir með hljóðnema á sér. Það ætti að gera keppnina enn áhugaverðari. Fyrri níu holurnar verða spilaðar eins og í fjórleik (best ball) en á seinni níu munu þeir skiptast á að slá.

WarnerMedia og kylfingarnir fjórir munu láta af hendi tíu milljónir Bandaríkjadala til baráttunnar gegn COVID-19 og munu góðgerðasamtök því tengdu njóta góðs af því. Þetta eru 1476 milljónir íslenskra króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×