Guðni hefur kosningabaráttu sína Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. maí 2020 12:31 Frá afhendingu Íslensku bókmenntaverðlaunanna á Bessastöðum. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur hafið kosningabaráttu sína. Guðni tilkynnir í dag framboð sitt til endurkjörs en fjögurra ára kjörtímabili hans lýkur í ár. Guðni tilkynnir þetta á Faceook þar sem hann rifjar upp framboðið fyrir fjórum árum. „Vordagarnir 2016 líða okkur Elizu seint úr minni. Einstakt var að finna stuðning og samstöðu þeirra þúsunda sem studdu framboðið á svo marga vegu. Allan þann hlýhug munum við ætíð meta mikils,“ segir Guðni. „Í kosningastarfinu einsettum við okkur öll að sýna heilindi og háttvísi, vera bjartsýn og eljusöm. Það er óbreytt. Senn er kjörtímabilið á enda og sú sjálfsagða skylda fram undan að safna meðmælum fyrir framboð mitt á nýjan leik. Sú söfnun hlýtur hins vegar að verða með öðrum hætti en síðast. Því miður gefst ekki sama færi nú og þá að hitta fólk sem víðast og oftast. Í staðinn reiðum við okkur á samfélagsmiðla og rafrænar undirskriftir.“ Guðni ræðir í tilkynningu sinni um kórónuveiruna. Þau Eliza Reid forsetafrú voru á meðal þeirra fyrstu sem fóru í skimun hjá Íslenskri erfðagreiningu.Vísir/Vilhelm Þessu valdi nauðsynlegar varnir gegn veirunni skæðu. „Þótt vel hafi gengið hingað til er baráttu okkar gegn þeim vágesti ekki lokið. En það mun birta til! Það býr kraftur í þessari þjóð. Stefnum að því saman að vinna bug á farsóttinni. Og stefnum svo að því saman að skapahér enn betra samfélag en áður. Með það í huga ákvað ég að bjóða mig fram til endurkjörs. Með það í huga vil ég þjóna landi og þjóð.“ Hann setur hlekki á undirskriftarsöfnunina í færslu sína sem sjá má hér að neðan og sömuleiðis vegna meðmæla. Guðmundur Franklín hefur tilkynnt forsetaframboð og var í Kringlunni í gær að safna undirskriftum. Þá eru Arngrímur Friðrik Pálmason og Axel Pétur Axelsson sömuleiðis að safna rafrænum undirskriftum.Vísir/Vilhelm „Vakni einhverjar spurningar bið ég ykkur að hafa samband með því að senda skilaboð á þessa síðu. Ég hvet ykkur sömuleiðis til að vekja athygli þeirra, sem þið teljið að kunni að hafa áhuga á að mæla með framboðinu, á þessari síðu,“ segir Guðni. „Við höfum þurft að þola erfiða og mæðusama daga. Flest eða öll þekkjum við fólk sem á um sárt að binda vegna veirunnar, fólk sem hefur misst ástvin, veikst illa eða misst sína atvinnu. Farsóttin hefur sett sitt mark á samfélag okkar og veröldina alla. Hér heima stöndum við í þakkarskuld við heilbrigðisstarfsfólk, forystusveit í almanna- og veiruvörnum og fjölmarga aðra sem hafa sinnt því að vernda líf og heilsu fólks. Fyrir hönd okkar Elizu óska ég ykkur öllum velfarnaðar. Við höfum séð það svartara, við munum sjá það bjartara.“ Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur hafið kosningabaráttu sína. Guðni tilkynnir í dag framboð sitt til endurkjörs en fjögurra ára kjörtímabili hans lýkur í ár. Guðni tilkynnir þetta á Faceook þar sem hann rifjar upp framboðið fyrir fjórum árum. „Vordagarnir 2016 líða okkur Elizu seint úr minni. Einstakt var að finna stuðning og samstöðu þeirra þúsunda sem studdu framboðið á svo marga vegu. Allan þann hlýhug munum við ætíð meta mikils,“ segir Guðni. „Í kosningastarfinu einsettum við okkur öll að sýna heilindi og háttvísi, vera bjartsýn og eljusöm. Það er óbreytt. Senn er kjörtímabilið á enda og sú sjálfsagða skylda fram undan að safna meðmælum fyrir framboð mitt á nýjan leik. Sú söfnun hlýtur hins vegar að verða með öðrum hætti en síðast. Því miður gefst ekki sama færi nú og þá að hitta fólk sem víðast og oftast. Í staðinn reiðum við okkur á samfélagsmiðla og rafrænar undirskriftir.“ Guðni ræðir í tilkynningu sinni um kórónuveiruna. Þau Eliza Reid forsetafrú voru á meðal þeirra fyrstu sem fóru í skimun hjá Íslenskri erfðagreiningu.Vísir/Vilhelm Þessu valdi nauðsynlegar varnir gegn veirunni skæðu. „Þótt vel hafi gengið hingað til er baráttu okkar gegn þeim vágesti ekki lokið. En það mun birta til! Það býr kraftur í þessari þjóð. Stefnum að því saman að vinna bug á farsóttinni. Og stefnum svo að því saman að skapahér enn betra samfélag en áður. Með það í huga ákvað ég að bjóða mig fram til endurkjörs. Með það í huga vil ég þjóna landi og þjóð.“ Hann setur hlekki á undirskriftarsöfnunina í færslu sína sem sjá má hér að neðan og sömuleiðis vegna meðmæla. Guðmundur Franklín hefur tilkynnt forsetaframboð og var í Kringlunni í gær að safna undirskriftum. Þá eru Arngrímur Friðrik Pálmason og Axel Pétur Axelsson sömuleiðis að safna rafrænum undirskriftum.Vísir/Vilhelm „Vakni einhverjar spurningar bið ég ykkur að hafa samband með því að senda skilaboð á þessa síðu. Ég hvet ykkur sömuleiðis til að vekja athygli þeirra, sem þið teljið að kunni að hafa áhuga á að mæla með framboðinu, á þessari síðu,“ segir Guðni. „Við höfum þurft að þola erfiða og mæðusama daga. Flest eða öll þekkjum við fólk sem á um sárt að binda vegna veirunnar, fólk sem hefur misst ástvin, veikst illa eða misst sína atvinnu. Farsóttin hefur sett sitt mark á samfélag okkar og veröldina alla. Hér heima stöndum við í þakkarskuld við heilbrigðisstarfsfólk, forystusveit í almanna- og veiruvörnum og fjölmarga aðra sem hafa sinnt því að vernda líf og heilsu fólks. Fyrir hönd okkar Elizu óska ég ykkur öllum velfarnaðar. Við höfum séð það svartara, við munum sjá það bjartara.“
Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira