Segir morðið á syni sínum hafa verið aftöku Sylvía Hall skrifar 10. maí 2020 10:06 Skjáskot úr myndbandinu sem tekið var nokkrum mínútum áður en feðgarnir á pallbílnum skutu Ahmaud Arbery til bana. Vísir/AP „Hann átti þetta ekki skilið,“ segir Marcus Arbery Sr. um morðið á syni sínum Ahmaud Arbery. Ahmaud var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar þar sem hann var úti að skokka í bænum Brunswick í Glynn-sýslu. Faðir hans segir morðið hafa verið aftöku. Marcus segir augljóst að rasismi hafi orðið til þess að yngsti sonur hans lét lífið. Hann hafi verið í sakleysi sínu úti að skokka þegar fyrrverandi lögregluþjónn að nafni Gregory McMichael kom aðvífandi með syni sínum Travis. Ekki er vitað hvað fór þeim á milli en McMichael heldur því fram að Ahmaud hafi svipað til manns sem grunaður var um aðild að innbrotum á svæðinu. Þeir feðgar hafi beðið hann um að ræða við sig en hann hafi þá ráðist á Travis. Þá hafi skotum verið hleypt af. „Ég hef þurft að eiga við rasisma allt mitt líf hérna,“ segir Marcus um lífið í Glynn-sýslu. Hann sé því ekki vongóður um að upplifa réttlæti í málinu en margir hafa vakið máls á málinu eftir að myndband af atvikinu var birt á netinu. Þar á meðal er Joe Biden fyrrverandi varaforseti sem hefur krafist réttlátrar meðferðar á máli Arbery-fjölskyldunnar. The video is clear: Ahmaud Arbery was killed in cold blood. My heart goes out to his family, who deserve justice and deserve it now. It is time for a swift, full, and transparent investigation into his murder. https://t.co/alvY5WjdHx— Joe Biden (@JoeBiden) May 6, 2020 Marcus segir son sinn hafa verið elskulegan dreng sem gerði allt fyrir alla. Hann hafi elskað að huga að heilsunni og umgangast fólk og þekkti hann því nærri alla sem fóru um hlaupaleiðina þar sem hann seinna meir var myrtur. Hann hafi skokkað þá leið daglega og heilsað þeim sem mættu honum. Myndbandið setti pressu á yfirvöld Fyrstu tvo mánuðina eftir andlát Ahmaud fékk fjölskyldan engin svör. Málið var til meðferðar hjá þremur héraðssaksóknurum en eftir að tveir þeirra sögðu sig frá því vegna tengsla við McMichael fjaraði það á endanum út án þess að nokkur væri ákærður. Fjölskyldan var miður sín og segir lögmaður fjölskyldunnar þetta vera skýrt dæmi um óréttlæti réttarkerfisins vestanhafs. „Við getum ekki haft tvö mismunandi réttarkerfi í Ameríku: Eitt fyrir svörtu Ameríku og annað fyrir hvítu Ameríku,“ sagði Ben Crump, lögmaður fjölskyldunnar í samtali við The Guardian. Tveimur dögum eftir að myndband af morðinu var birt urðu fyrstu handtökurnar í málinu og lofaði rannsóknarlögreglan í Georgíu að rannsaka málið áfram. McMichaels feðgarnir voru ákærðir fyrir morðið í vikunni sem leið, degi áður en Ahmaud hefði fagnað 26 ára afmæli sínu. Hér að neðan má sjá myndbandið sem um ræðir, en rétt er að vara viðkvæma við því. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump segir morðið á skokkaranum unga óhugnanlegt Þá kvaðst forsetinn treysta þeim yfirvöldum sem fara nú með málið. 8. maí 2020 23:23 Feðgar sem skutu óvopnaðan skokkara handteknir Saksóknarar í Georgíu hafa ákært feðga sem sakaðir eru um að hafa skotið óvopnaðan svartan mann í febrúar fyrir morð. 8. maí 2020 10:49 Skotinn til bana óvopnaður úti að hlaupa Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar. 6. maí 2020 23:15 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
„Hann átti þetta ekki skilið,“ segir Marcus Arbery Sr. um morðið á syni sínum Ahmaud Arbery. Ahmaud var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar þar sem hann var úti að skokka í bænum Brunswick í Glynn-sýslu. Faðir hans segir morðið hafa verið aftöku. Marcus segir augljóst að rasismi hafi orðið til þess að yngsti sonur hans lét lífið. Hann hafi verið í sakleysi sínu úti að skokka þegar fyrrverandi lögregluþjónn að nafni Gregory McMichael kom aðvífandi með syni sínum Travis. Ekki er vitað hvað fór þeim á milli en McMichael heldur því fram að Ahmaud hafi svipað til manns sem grunaður var um aðild að innbrotum á svæðinu. Þeir feðgar hafi beðið hann um að ræða við sig en hann hafi þá ráðist á Travis. Þá hafi skotum verið hleypt af. „Ég hef þurft að eiga við rasisma allt mitt líf hérna,“ segir Marcus um lífið í Glynn-sýslu. Hann sé því ekki vongóður um að upplifa réttlæti í málinu en margir hafa vakið máls á málinu eftir að myndband af atvikinu var birt á netinu. Þar á meðal er Joe Biden fyrrverandi varaforseti sem hefur krafist réttlátrar meðferðar á máli Arbery-fjölskyldunnar. The video is clear: Ahmaud Arbery was killed in cold blood. My heart goes out to his family, who deserve justice and deserve it now. It is time for a swift, full, and transparent investigation into his murder. https://t.co/alvY5WjdHx— Joe Biden (@JoeBiden) May 6, 2020 Marcus segir son sinn hafa verið elskulegan dreng sem gerði allt fyrir alla. Hann hafi elskað að huga að heilsunni og umgangast fólk og þekkti hann því nærri alla sem fóru um hlaupaleiðina þar sem hann seinna meir var myrtur. Hann hafi skokkað þá leið daglega og heilsað þeim sem mættu honum. Myndbandið setti pressu á yfirvöld Fyrstu tvo mánuðina eftir andlát Ahmaud fékk fjölskyldan engin svör. Málið var til meðferðar hjá þremur héraðssaksóknurum en eftir að tveir þeirra sögðu sig frá því vegna tengsla við McMichael fjaraði það á endanum út án þess að nokkur væri ákærður. Fjölskyldan var miður sín og segir lögmaður fjölskyldunnar þetta vera skýrt dæmi um óréttlæti réttarkerfisins vestanhafs. „Við getum ekki haft tvö mismunandi réttarkerfi í Ameríku: Eitt fyrir svörtu Ameríku og annað fyrir hvítu Ameríku,“ sagði Ben Crump, lögmaður fjölskyldunnar í samtali við The Guardian. Tveimur dögum eftir að myndband af morðinu var birt urðu fyrstu handtökurnar í málinu og lofaði rannsóknarlögreglan í Georgíu að rannsaka málið áfram. McMichaels feðgarnir voru ákærðir fyrir morðið í vikunni sem leið, degi áður en Ahmaud hefði fagnað 26 ára afmæli sínu. Hér að neðan má sjá myndbandið sem um ræðir, en rétt er að vara viðkvæma við því.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump segir morðið á skokkaranum unga óhugnanlegt Þá kvaðst forsetinn treysta þeim yfirvöldum sem fara nú með málið. 8. maí 2020 23:23 Feðgar sem skutu óvopnaðan skokkara handteknir Saksóknarar í Georgíu hafa ákært feðga sem sakaðir eru um að hafa skotið óvopnaðan svartan mann í febrúar fyrir morð. 8. maí 2020 10:49 Skotinn til bana óvopnaður úti að hlaupa Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar. 6. maí 2020 23:15 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Trump segir morðið á skokkaranum unga óhugnanlegt Þá kvaðst forsetinn treysta þeim yfirvöldum sem fara nú með málið. 8. maí 2020 23:23
Feðgar sem skutu óvopnaðan skokkara handteknir Saksóknarar í Georgíu hafa ákært feðga sem sakaðir eru um að hafa skotið óvopnaðan svartan mann í febrúar fyrir morð. 8. maí 2020 10:49
Skotinn til bana óvopnaður úti að hlaupa Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar. 6. maí 2020 23:15