Reiðialda gegn Landvernd í vestfirska fréttamiðlinum Kristján Már Unnarsson skrifar 3. apríl 2020 09:15 Úr Teigsskógi við Þorskafjörð. Vísir/Egill Aðalsteinsson. Ákvörðun samtakanna Landverndar í síðustu viku um að kæra framkvæmdaleyfi Vestfjarðavegar um Teigsskóg hefur kallað fram reiðibylgju á Vestfjörðum, ef horft er til athugasemdadálka vestfirska fréttamiðilsins Bæjarins besta. Hvatt er til úrsagna úr Landvernd og þess að krafist að opinberum fjárstuðningi við samtökin verði hætt. Ummæli eins og þessi birtust daginn sem Landvernd kynnti kæruna: „Nú þarf þjóðarátak gegn þessum skemmdarverkasamtökum. Nóg komið.“ „Löngu kominn tími til að öfgasamtök á borð við Landvernd og skyld hryðjuverkasamtök séu ábyrg fyrir gerðum sínum.“ „Þetta er nú meira skíta pakkið.“ Hér sést veglínan um Teigsskóg ásamt þverun í innanverðum Þorskafirði.Grafík/Vegagerðin. Tryggvi Felixson, formaður Landverndar, sá sig knúinn til að koma sjónarmiðum samtakanna á framfæri í Bæjarins besta með grein, sem birtist í fyrradag. Hann segir meðal annars: „Teigsskógur er stærsta samfellda skóglendi á Vestfjörðum. Hann er óslitinn frá fjöru og upp í hlíðar og myndar einstakt samspil með leirum og grunnsævi. Báðar þessar vistgerðir, birkiskógurinn og leirurnar, njóta verndar Náttúruverndarlaga. Þá er svæðið allt verndað með sérlögum um Breiðafjörð og áhrifasvæði framkvæmdanna eru á náttúruminjaskrá. Vegurinn sem er kærður spillir þessum verðmætum og er ósamrýmanlegur framangreindum verndunarákvæðum.“ Tryggvi sagði ennfremur að svo virtist sem sveitarstjórn Reykhólahrepps hafi verið þvinguð til að gefa út framkvæmdaleyfið. Formanni Landverndar var svarað með annarri holskeflu athugasemda frá lesendum: „Þið kjánarnir hjá þessum niðurrifssamtökum, sem þið kallið Landvernd, ættuð.. að skammast ykkar.“ „…hafa haldið framþróun á þessu svæði í gíslingu í áratugi. Megið þið hafa mikla skömm fyrir landverndarfólk.“ „Landskemmd væri réttnefni þessara hryðjuverkasamtaka.“ Einn lesandi minnti á ályktun Skógræktarfélags Íslands og vestfirskra skógræktarfélaga þar sem rök um verndun skógarins eru sögð yfirvarp. Sjá hér: Teigsskógarrök yfirvarp segja skógræktarfélögin Annar sagðist hafa heyrt að í Arnarfirði mætti finna bæði víðfeðmari og hávaxnari skóg. Teigsskógarleiðin styttir Vestfjarðaveg um 22 kílómetra. Veglínan liggur þvert yfir mynni Gufufjarðar og Djúpafjarðar og yfir innanverðan Þorskafjörð á móts við Þórisstaði.Teikning/Vegagerðin. Þá er Landvernd sögð kæra til að fá jarðgöng: „Þeim er skítsama þótt töf verði á jarðgöngum í 30 ár.“ Sjá einnig hér: Krafa um göng í stað vegar um Teigsskóg gæti þýtt áratugabið Umræðan hélt enn áfram í gær með frétt BB: „Reykhólar: Mótmæla harðlega Landvernd.“ Þar segir að sveitarstjórn Reykhólahrepps hafi hist á aukafundi vegna kæru Landverndar og gert sérstaka samþykkt þar sem því er hafnað að Vegagerðin hafi beitt þvingun. Teigsskógur Samgöngur Umhverfismál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Kæra leyfi vegna vegar um Teigsskóg Landvernd hefur kært framkvæmdaleyfi vegna vegar um Teigsskóg til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála. 26. mars 2020 07:33 Framkvæmdaleyfi vegar um Teigsskóg auglýst Reykhólahreppur hefur formlega auglýst framkvæmdaleyfi um hinn umdeilda Teigsskóg. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar. 17. mars 2020 08:52 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Ákvörðun samtakanna Landverndar í síðustu viku um að kæra framkvæmdaleyfi Vestfjarðavegar um Teigsskóg hefur kallað fram reiðibylgju á Vestfjörðum, ef horft er til athugasemdadálka vestfirska fréttamiðilsins Bæjarins besta. Hvatt er til úrsagna úr Landvernd og þess að krafist að opinberum fjárstuðningi við samtökin verði hætt. Ummæli eins og þessi birtust daginn sem Landvernd kynnti kæruna: „Nú þarf þjóðarátak gegn þessum skemmdarverkasamtökum. Nóg komið.“ „Löngu kominn tími til að öfgasamtök á borð við Landvernd og skyld hryðjuverkasamtök séu ábyrg fyrir gerðum sínum.“ „Þetta er nú meira skíta pakkið.“ Hér sést veglínan um Teigsskóg ásamt þverun í innanverðum Þorskafirði.Grafík/Vegagerðin. Tryggvi Felixson, formaður Landverndar, sá sig knúinn til að koma sjónarmiðum samtakanna á framfæri í Bæjarins besta með grein, sem birtist í fyrradag. Hann segir meðal annars: „Teigsskógur er stærsta samfellda skóglendi á Vestfjörðum. Hann er óslitinn frá fjöru og upp í hlíðar og myndar einstakt samspil með leirum og grunnsævi. Báðar þessar vistgerðir, birkiskógurinn og leirurnar, njóta verndar Náttúruverndarlaga. Þá er svæðið allt verndað með sérlögum um Breiðafjörð og áhrifasvæði framkvæmdanna eru á náttúruminjaskrá. Vegurinn sem er kærður spillir þessum verðmætum og er ósamrýmanlegur framangreindum verndunarákvæðum.“ Tryggvi sagði ennfremur að svo virtist sem sveitarstjórn Reykhólahrepps hafi verið þvinguð til að gefa út framkvæmdaleyfið. Formanni Landverndar var svarað með annarri holskeflu athugasemda frá lesendum: „Þið kjánarnir hjá þessum niðurrifssamtökum, sem þið kallið Landvernd, ættuð.. að skammast ykkar.“ „…hafa haldið framþróun á þessu svæði í gíslingu í áratugi. Megið þið hafa mikla skömm fyrir landverndarfólk.“ „Landskemmd væri réttnefni þessara hryðjuverkasamtaka.“ Einn lesandi minnti á ályktun Skógræktarfélags Íslands og vestfirskra skógræktarfélaga þar sem rök um verndun skógarins eru sögð yfirvarp. Sjá hér: Teigsskógarrök yfirvarp segja skógræktarfélögin Annar sagðist hafa heyrt að í Arnarfirði mætti finna bæði víðfeðmari og hávaxnari skóg. Teigsskógarleiðin styttir Vestfjarðaveg um 22 kílómetra. Veglínan liggur þvert yfir mynni Gufufjarðar og Djúpafjarðar og yfir innanverðan Þorskafjörð á móts við Þórisstaði.Teikning/Vegagerðin. Þá er Landvernd sögð kæra til að fá jarðgöng: „Þeim er skítsama þótt töf verði á jarðgöngum í 30 ár.“ Sjá einnig hér: Krafa um göng í stað vegar um Teigsskóg gæti þýtt áratugabið Umræðan hélt enn áfram í gær með frétt BB: „Reykhólar: Mótmæla harðlega Landvernd.“ Þar segir að sveitarstjórn Reykhólahrepps hafi hist á aukafundi vegna kæru Landverndar og gert sérstaka samþykkt þar sem því er hafnað að Vegagerðin hafi beitt þvingun.
Teigsskógur Samgöngur Umhverfismál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Kæra leyfi vegna vegar um Teigsskóg Landvernd hefur kært framkvæmdaleyfi vegna vegar um Teigsskóg til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála. 26. mars 2020 07:33 Framkvæmdaleyfi vegar um Teigsskóg auglýst Reykhólahreppur hefur formlega auglýst framkvæmdaleyfi um hinn umdeilda Teigsskóg. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar. 17. mars 2020 08:52 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Kæra leyfi vegna vegar um Teigsskóg Landvernd hefur kært framkvæmdaleyfi vegna vegar um Teigsskóg til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála. 26. mars 2020 07:33
Framkvæmdaleyfi vegar um Teigsskóg auglýst Reykhólahreppur hefur formlega auglýst framkvæmdaleyfi um hinn umdeilda Teigsskóg. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar. 17. mars 2020 08:52