Ingi Þór um brottreksturinn frá KR: Er ekkert sáttur Arnar Geir Halldórsson skrifar 10. maí 2020 17:52 Ingi Þór Steinþórsson. Vísir/Arnar Uppsögn Inga Þórs Steinþórssonar sem þjálfara Íslandsmeistara KR var staðfest fyrr í dag og segir Ingi í samtali við Stöð 2 að uppsögnin hafi komið honum á óvart. Fjölmiðlar greindu fyrst frá fréttunum á fimmtudag en körfuknattleiksdeild KR gaf tilkynningu þess efnis út fyrr í dag. Ingi segir frá því að honum hafi verið tilkynnt um uppsögnina í miðri viku. „Þetta kemur fyrst upp á mánudaginn síðastliðinn. Mér var svo tilkynnt um uppsögn á miðvikudaginn. Þetta kom mér á óvart, að hluta til. Það er oft þannig í þessum bransa að tími þjálfara er styttri en menn ætla. Það var ákvörðun stjórnar að það þyrfti að breyta til,“ segir Ingi Þór í viðtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Ingi Þór er uppalinn KR-ingur og hefur í tvígang stýrt liðinu til Íslandsmeistaratitils, síðast árið 2019. Ingi kveðst ganga stoltur frá borði. „Stjórn og þeir sem stýra körfuboltadeildinni hjá KR telja að það sé kominn tími á nýja rödd fyrir meistaraflokkinn og það ber að virða. Það er þeirra ákvörðun og þetta er staðan.“ „Ég er ekkert sáttur. Þjálfarar eru metnir af árangri og af stöðunni í töflunni. Við erum ríkjandi Íslandsmeistarar og vorum á blússandi siglingu í deildinni. Ég geng stoltur frá mínum störfum og því sem ég hef gert fyrir KR. Ég er stoltur af því fólki sem ég hef unnið með. Það er erfitt að kveðja klúbbinn sinn og nú er bara að finna nýja áskorun,“ segir Ingi. Viðtalið við Inga í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Þar kemur meðal annars fram að hann hafi þegar heyrt í öðrum félögum. Klippa: Ingi Þór um brottreksturinn frá KR Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn KR Tengdar fréttir Staðfesta brottrekstur Inga: Bauðst annað starf sem hann hafnaði KR er búið að reka Inga Þór Steinþórsson, þjálfara liðsins í Dominos-deild karla. Þetta staðfestir Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, í yfirlýsingu sem var send fjölmiðlum fyrr í dag. 10. maí 2020 14:40 KR-ingar sagðir búnir að reka Inga Þór og ráða Darra í staðinn KR-ingar ætla að skipta um þjálfara meistaraflokks karla hjá sér og yngja þar upp um 22 ár. KR-ingur tekur þar við af KR-ing. 7. maí 2020 15:34 Mest lesið Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Sjá meira
Uppsögn Inga Þórs Steinþórssonar sem þjálfara Íslandsmeistara KR var staðfest fyrr í dag og segir Ingi í samtali við Stöð 2 að uppsögnin hafi komið honum á óvart. Fjölmiðlar greindu fyrst frá fréttunum á fimmtudag en körfuknattleiksdeild KR gaf tilkynningu þess efnis út fyrr í dag. Ingi segir frá því að honum hafi verið tilkynnt um uppsögnina í miðri viku. „Þetta kemur fyrst upp á mánudaginn síðastliðinn. Mér var svo tilkynnt um uppsögn á miðvikudaginn. Þetta kom mér á óvart, að hluta til. Það er oft þannig í þessum bransa að tími þjálfara er styttri en menn ætla. Það var ákvörðun stjórnar að það þyrfti að breyta til,“ segir Ingi Þór í viðtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Ingi Þór er uppalinn KR-ingur og hefur í tvígang stýrt liðinu til Íslandsmeistaratitils, síðast árið 2019. Ingi kveðst ganga stoltur frá borði. „Stjórn og þeir sem stýra körfuboltadeildinni hjá KR telja að það sé kominn tími á nýja rödd fyrir meistaraflokkinn og það ber að virða. Það er þeirra ákvörðun og þetta er staðan.“ „Ég er ekkert sáttur. Þjálfarar eru metnir af árangri og af stöðunni í töflunni. Við erum ríkjandi Íslandsmeistarar og vorum á blússandi siglingu í deildinni. Ég geng stoltur frá mínum störfum og því sem ég hef gert fyrir KR. Ég er stoltur af því fólki sem ég hef unnið með. Það er erfitt að kveðja klúbbinn sinn og nú er bara að finna nýja áskorun,“ segir Ingi. Viðtalið við Inga í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Þar kemur meðal annars fram að hann hafi þegar heyrt í öðrum félögum. Klippa: Ingi Þór um brottreksturinn frá KR
Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn KR Tengdar fréttir Staðfesta brottrekstur Inga: Bauðst annað starf sem hann hafnaði KR er búið að reka Inga Þór Steinþórsson, þjálfara liðsins í Dominos-deild karla. Þetta staðfestir Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, í yfirlýsingu sem var send fjölmiðlum fyrr í dag. 10. maí 2020 14:40 KR-ingar sagðir búnir að reka Inga Þór og ráða Darra í staðinn KR-ingar ætla að skipta um þjálfara meistaraflokks karla hjá sér og yngja þar upp um 22 ár. KR-ingur tekur þar við af KR-ing. 7. maí 2020 15:34 Mest lesið Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Sjá meira
Staðfesta brottrekstur Inga: Bauðst annað starf sem hann hafnaði KR er búið að reka Inga Þór Steinþórsson, þjálfara liðsins í Dominos-deild karla. Þetta staðfestir Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, í yfirlýsingu sem var send fjölmiðlum fyrr í dag. 10. maí 2020 14:40
KR-ingar sagðir búnir að reka Inga Þór og ráða Darra í staðinn KR-ingar ætla að skipta um þjálfara meistaraflokks karla hjá sér og yngja þar upp um 22 ár. KR-ingur tekur þar við af KR-ing. 7. maí 2020 15:34