Bretum enn sagt að halda sig heima en byrjað að slaka á hömlum Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2020 19:05 Boris Johnson ávarpaði bresku þjóðina frá Downing-stræti 10 í kvöld. Þar lýsti hann skilyrtum áformum um að slaka á takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir/EPA Tilmælum um að Bretar haldi sig heima verður ekki aflétt strax en byrjað verður að slaka á ýmsum takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins þegar í þessari viku. Þetta sagði Boris Johnson, forsætisráðherra, í ávarpi til breska þjóðarinnar í kvöld. Johnson sagði ekki tímabært að hætta tilmælunum um að fólk haldi sig heima í þessari viku. Hann talaði hins vegar um að fólk yrði sagt að hafa varan á sér frekar en að halda sig heima. Þannig ætti nú að hvetja fólk sem ekki getur unnið heima til að mæta til vinnu en forðast almenningssamgöngur. Frá og með miðvikudegi verður fólk leyft að stunda eins mikla líkamsrækt utandyra og því lystir, fara í garða og ferðast til að stunda íþróttir, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fram að þessu hafa Bretar aðeins mátt hreyfa sig utandyra einu sinni á dag í næsta nágrenni sínu og sagt að halda sig frá almenningsgörðum. Skólar gætu verið opnaðir um mánaðamótin í fyrsta lagi, fyrst grunnskólar. Ákveðnir hlutar þjónustugeirans og verslanir gætu fengið að opna í júlí og flugfarþegar sem koma til landsins þurfa að gangast undir sóttkví. Tekið verður upp viðbragðsstigakerfi í fimm stigum um hættu vegna faraldursins, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Gagnrýnendur ríkisstjórnarinnar segja að ný skilaboð hennar um að fólk hafi varan á séu of óljós. Johnson sagðist þó ekki myndu hika við að koma takmörkunum aftur á leiði tilslakanir til fjölgunar smita. Aflétting takmarkana sem Johnson lýsti gilda aðeins fyrir England en hann hvatti heimastjórnir Wales, Skotlands og Norður-Írlands til þess að fara sömu leið. Að sögn Reuters-fréttastofunnar er þó ekki einhugur um það. Nicola Sturgeon, oddviti skosku heimastjórnarinnar, segir þannig að þar verði fólki enn sagt að halda sig heima frekar en að gæta aðeins að sér. Í London segir Sadiq Khan, borgarstjóri, að tilmæli um félagsforðun verði áfram í gildi. Borgarbúar ættu enn að halda sig eins mikið heima hjá sér og hægt er, forðast almenningssamgöngur og vinna heima hjá sér ef þeir geta. Bretland er á meðal þeirra landa sem hafa orðið einna verst úti í faraldrinum. Þar hafa tæplega 32.000 manns látið lífið. Aðeins hafa fleiri látist í Bandaríkjunum samkvæmt opinberum tölum. Langflest tilfellin og dauðsföllin hafa verið á Englandi. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Flugfarþegar í fjórtán daga sóttkví við komuna til Bretlands Allir sem koma til Bretlands með flugi munu þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví, nema þeir farþegar sem koma frá Írlandi 9. maí 2020 09:52 Sex vikna ungbarn lést af völdum Covid-19 í Bretlandi Barnið er það yngsta í landinu sem látist hefur af völdum sjúkdómsins. 8. maí 2020 14:13 Spá mesta samdrætti Bretlands í 300 ár Seðlabanki Englands spáir því að hagkerfi Bretlands muni dragast saman um 14 prósent á þessu ári, verði létt á félagsforðun í júní og fram á september. 7. maí 2020 09:50 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Tilmælum um að Bretar haldi sig heima verður ekki aflétt strax en byrjað verður að slaka á ýmsum takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins þegar í þessari viku. Þetta sagði Boris Johnson, forsætisráðherra, í ávarpi til breska þjóðarinnar í kvöld. Johnson sagði ekki tímabært að hætta tilmælunum um að fólk haldi sig heima í þessari viku. Hann talaði hins vegar um að fólk yrði sagt að hafa varan á sér frekar en að halda sig heima. Þannig ætti nú að hvetja fólk sem ekki getur unnið heima til að mæta til vinnu en forðast almenningssamgöngur. Frá og með miðvikudegi verður fólk leyft að stunda eins mikla líkamsrækt utandyra og því lystir, fara í garða og ferðast til að stunda íþróttir, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fram að þessu hafa Bretar aðeins mátt hreyfa sig utandyra einu sinni á dag í næsta nágrenni sínu og sagt að halda sig frá almenningsgörðum. Skólar gætu verið opnaðir um mánaðamótin í fyrsta lagi, fyrst grunnskólar. Ákveðnir hlutar þjónustugeirans og verslanir gætu fengið að opna í júlí og flugfarþegar sem koma til landsins þurfa að gangast undir sóttkví. Tekið verður upp viðbragðsstigakerfi í fimm stigum um hættu vegna faraldursins, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Gagnrýnendur ríkisstjórnarinnar segja að ný skilaboð hennar um að fólk hafi varan á séu of óljós. Johnson sagðist þó ekki myndu hika við að koma takmörkunum aftur á leiði tilslakanir til fjölgunar smita. Aflétting takmarkana sem Johnson lýsti gilda aðeins fyrir England en hann hvatti heimastjórnir Wales, Skotlands og Norður-Írlands til þess að fara sömu leið. Að sögn Reuters-fréttastofunnar er þó ekki einhugur um það. Nicola Sturgeon, oddviti skosku heimastjórnarinnar, segir þannig að þar verði fólki enn sagt að halda sig heima frekar en að gæta aðeins að sér. Í London segir Sadiq Khan, borgarstjóri, að tilmæli um félagsforðun verði áfram í gildi. Borgarbúar ættu enn að halda sig eins mikið heima hjá sér og hægt er, forðast almenningssamgöngur og vinna heima hjá sér ef þeir geta. Bretland er á meðal þeirra landa sem hafa orðið einna verst úti í faraldrinum. Þar hafa tæplega 32.000 manns látið lífið. Aðeins hafa fleiri látist í Bandaríkjunum samkvæmt opinberum tölum. Langflest tilfellin og dauðsföllin hafa verið á Englandi.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Flugfarþegar í fjórtán daga sóttkví við komuna til Bretlands Allir sem koma til Bretlands með flugi munu þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví, nema þeir farþegar sem koma frá Írlandi 9. maí 2020 09:52 Sex vikna ungbarn lést af völdum Covid-19 í Bretlandi Barnið er það yngsta í landinu sem látist hefur af völdum sjúkdómsins. 8. maí 2020 14:13 Spá mesta samdrætti Bretlands í 300 ár Seðlabanki Englands spáir því að hagkerfi Bretlands muni dragast saman um 14 prósent á þessu ári, verði létt á félagsforðun í júní og fram á september. 7. maí 2020 09:50 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Flugfarþegar í fjórtán daga sóttkví við komuna til Bretlands Allir sem koma til Bretlands með flugi munu þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví, nema þeir farþegar sem koma frá Írlandi 9. maí 2020 09:52
Sex vikna ungbarn lést af völdum Covid-19 í Bretlandi Barnið er það yngsta í landinu sem látist hefur af völdum sjúkdómsins. 8. maí 2020 14:13
Spá mesta samdrætti Bretlands í 300 ár Seðlabanki Englands spáir því að hagkerfi Bretlands muni dragast saman um 14 prósent á þessu ári, verði létt á félagsforðun í júní og fram á september. 7. maí 2020 09:50