Ákveðnari fasteignakaupendur í kórónuveirufaraldri Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. maí 2020 10:18 Fasteignasali hjá Landmark segir að meiri sala hafi verið undanfarið en búist var við vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Þórey Ólafsdóttir, fasteignasali hjá Landmark, segir að áhrif kórónuveirufaraldursins séu ekki komin fram á fasteignamarkaðnum. Meiri sala hafi verið undanfarið en búist var við og til að mynda töluverð aukning í sölu á sumarhúsum. „Það sem kom okkur verulega á óvart á Landmark, við héldum akkúrat að áhrifin yrðu meiri og að það yrði svona enginn nánast í skoðunum, að allar sýningar og slíkt myndi detta niður en það var alls ekki raunin. Við vorum sammála um það að þetta voru ákveðnari kaupendur sem komu til okkar, þeir voru bara að koma markvisst til að kaupa,“ sagði Þórey í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir fasteignasala hafa upplifað það í þessu árferði að fólk hafi einfaldlega verið komið til að kaupa og hugsanlegir kaupendur hafi jafnvel verið búnir að taka út teikningar og rýna í allt. „Við erum samt ekki alveg farin að sjá þessi áhrif, hver þau verða, vegna þess að þinglýstir kaupsamningar í dag eru alveg á pari við síðustu mánuði en það eru kaup sem áttu sér stað fyrir þremur til sex mánuðum síðan þannig að við erum ekki alveg farin að sjá það. Þannig að við viljum alltaf frekar horfa í fjölda samþykktra kauptilboða sem fara í gegn hjá okkur á viku og öðrum og það kemur okkur alveg verulega á óvart hvað það er búið að vera fín sala og mikið rennerí.“ Töluverð sala hafi verið á hefðbundnu íbúðarhúsnæði og svo fyrrnefnd aukning í sölu á sumarbústöðum. „Landinn ætlar auðsjáanlega að ferðast innanlands í sumar og búinn að vera með allar klær úti að leita að lóðum og sumarhúsum sem er bara alveg frábært,“ sagði Þórey. Þá hafi ekki endilega verið minni sala heldur hafi fasteignasalar frekar fundið fyrir því að fólk væri örlítið að halda að sér höndum með að setja á sölu á meðan mesti kúfurinn fór yfir. Aðspurð hvort að fasteignaverð gæti núna farið að lækka, meðal annars vegna aukins atvinnuleysis, sagði Þórey að verð eigi mögulega eftir að lækka á þeim svæðum þar sem hækkunin hefur verið hvað mest, eins og til að mynda í miðbænum. Þá hafi nýbyggingar einnig átt undir högg að sækja og kvaðst hún einna helst geta séð það fyrir sér að myndu lækka í verði. Viðtalið við Þóreyju má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Húsnæðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Þórey Ólafsdóttir, fasteignasali hjá Landmark, segir að áhrif kórónuveirufaraldursins séu ekki komin fram á fasteignamarkaðnum. Meiri sala hafi verið undanfarið en búist var við og til að mynda töluverð aukning í sölu á sumarhúsum. „Það sem kom okkur verulega á óvart á Landmark, við héldum akkúrat að áhrifin yrðu meiri og að það yrði svona enginn nánast í skoðunum, að allar sýningar og slíkt myndi detta niður en það var alls ekki raunin. Við vorum sammála um það að þetta voru ákveðnari kaupendur sem komu til okkar, þeir voru bara að koma markvisst til að kaupa,“ sagði Þórey í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir fasteignasala hafa upplifað það í þessu árferði að fólk hafi einfaldlega verið komið til að kaupa og hugsanlegir kaupendur hafi jafnvel verið búnir að taka út teikningar og rýna í allt. „Við erum samt ekki alveg farin að sjá þessi áhrif, hver þau verða, vegna þess að þinglýstir kaupsamningar í dag eru alveg á pari við síðustu mánuði en það eru kaup sem áttu sér stað fyrir þremur til sex mánuðum síðan þannig að við erum ekki alveg farin að sjá það. Þannig að við viljum alltaf frekar horfa í fjölda samþykktra kauptilboða sem fara í gegn hjá okkur á viku og öðrum og það kemur okkur alveg verulega á óvart hvað það er búið að vera fín sala og mikið rennerí.“ Töluverð sala hafi verið á hefðbundnu íbúðarhúsnæði og svo fyrrnefnd aukning í sölu á sumarbústöðum. „Landinn ætlar auðsjáanlega að ferðast innanlands í sumar og búinn að vera með allar klær úti að leita að lóðum og sumarhúsum sem er bara alveg frábært,“ sagði Þórey. Þá hafi ekki endilega verið minni sala heldur hafi fasteignasalar frekar fundið fyrir því að fólk væri örlítið að halda að sér höndum með að setja á sölu á meðan mesti kúfurinn fór yfir. Aðspurð hvort að fasteignaverð gæti núna farið að lækka, meðal annars vegna aukins atvinnuleysis, sagði Þórey að verð eigi mögulega eftir að lækka á þeim svæðum þar sem hækkunin hefur verið hvað mest, eins og til að mynda í miðbænum. Þá hafi nýbyggingar einnig átt undir högg að sækja og kvaðst hún einna helst geta séð það fyrir sér að myndu lækka í verði. Viðtalið við Þóreyju má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Húsnæðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira