Hvetur flugmenn til þess að sýna áfram samstöðu þrátt fyrir þrýsting Icelandair Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. maí 2020 21:13 Jón Þór Þorvaldsson, formaður FÍA. Vísir/Vilhelm Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna eða FÍA, sendi í kvöld bréf til félagsmanna sinna þar sem hann varaði við tilraunum Icelandair til þess að sundra samstöðu flugmanna, sem nú eiga í kjaraviðræðum við flugfélagið. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Jón Þór segir Icelandair hafa fullyrt að fjárfestar geri kröfu um að kjarasamningar verði gerðir við flugmenn og aðrar starfsstéttir áður en félaginu verði lagt til fjármagn. Það fjármagn er nauðsynlegt til þess að verja félagið falli. Hann segir einnig að stjórnendur félagsins hafi að undanförnu kynnt FÍA sínar áherslur. Þá segir hann óformlegar viðræður hafa staðið yfir uns þeim var slitið síðdegis í dag. „Viðbúið er að næstu viðbrögð stjórnenda Icelandair verði nú að senda öllum flugmönnum Icelandair gögn sem eru einhliða samantekt á kröfum sem lagðar hafa verið fram af fulltrúum félagsins og sagðar hafa verið ófrávíkjanlegar. Flugmenn verða að taka slíkri samantekt með miklum fyrirvara, en óvanalegt er að deila slíkum gögnum með öðrum en þeim sem fundina sitja,“ skrifar Jón Þór í bréfinu. Þá segir hann að það sé samróma álit innan FÍA að Icelandair hafi ekki sýnt fram á mikinn samningsvilja. Félagið hafi hins vegar lagt endurtekið fram sömu kröfur og haldið þeim til streitu, þrátt fyrir andmæli félagsins. „Kjarasamningur flugmanna er í gildi, en þrátt fyrir það höfum við tekið vel í beiðni félagsins um að finna leiðir til hagræðingar í ljósi þeirra stöðu sem uppi er vegna útbreiðslu Covid - 19 veirunnar. FÍA hefur lagt fram ýmsar tillögur þess efnis, en að sögn fulltrúa Icelandair var ekki nóg að gert.“ Þá hvetur Jón Þór flugmenn til að halda áfram að sýna samstöðu og heitir því að FÍA muni halda þeim upplýstum um gang mála. Hér að neðan má lesa bréfið í heild sinni. Kæru flugmenn Icelandair. Eins og þið eflaust þekkið þá hafa stjórnendur Icelandair fullyrt að fjárfestar geri kröfu um að kjarasamningar verði gerðir við flugmenn og aðra starfsmenn áður en félaginu verður lagt til nauðsynlegt fjármagn. Þessir sömu stjórnendur hafa nú um hríð kynnt fyrir FÍA sínar áherslur og óformlegar viðræður hafa staðið yfir þangað til fulltrúar félagsins slitu þeim nú síðdegis. Viðbúið er að næstu viðbrögð stjórnenda Icelandair verði nú að senda öllum flugmönnum Icelandair gögn sem eru einhliða samantekt á kröfum sem lagðar hafa verið fram af fulltrúum félagsins og sagðar hafa verið ófrávíkjanlegar. Flugmenn verða að taka slíkri samantekt með miklum fyrirvara, en óvanalegt er að deila slíkum gögnum með öðrum en þeim sem fundina sitja. Hjá FÍA er til staðar áralöng reynsla af samningaviðræðum og hjá stéttarfélaginu eru menn á einu máli um að undanfarnar vikur hafi fulltrúar Icelandair hvergi sýnt samningsvilja heldur þvert á móti endurtekið lagt fram sömu kröfurnar og haldið þeim til streitu þrátt fyrir okkar andmæli. Kjarasamningur flugmanna er í gildi, en þrátt fyrir það höfum við tekið vel í beiðni félagsins um að finna leiðir til hagræðingar í ljósi þeirra stöðu sem uppi er vegna útbreiðslu Covid - 19 veirunnar. FÍA hefur lagt fram ýmsar tillögur þess efnis, en að sögn fulltrúa Icelandair var ekki nóg að gert. Við hvetjum flugmenn til að gæta nú sérstaklega að samstöðunni. FÍA mun sem fyrr leggja sig fram við að halda ykkur upplýstum. Með kveðju, Jón Þór Þorvaldsson, formaður FÍA. Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira
Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna eða FÍA, sendi í kvöld bréf til félagsmanna sinna þar sem hann varaði við tilraunum Icelandair til þess að sundra samstöðu flugmanna, sem nú eiga í kjaraviðræðum við flugfélagið. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Jón Þór segir Icelandair hafa fullyrt að fjárfestar geri kröfu um að kjarasamningar verði gerðir við flugmenn og aðrar starfsstéttir áður en félaginu verði lagt til fjármagn. Það fjármagn er nauðsynlegt til þess að verja félagið falli. Hann segir einnig að stjórnendur félagsins hafi að undanförnu kynnt FÍA sínar áherslur. Þá segir hann óformlegar viðræður hafa staðið yfir uns þeim var slitið síðdegis í dag. „Viðbúið er að næstu viðbrögð stjórnenda Icelandair verði nú að senda öllum flugmönnum Icelandair gögn sem eru einhliða samantekt á kröfum sem lagðar hafa verið fram af fulltrúum félagsins og sagðar hafa verið ófrávíkjanlegar. Flugmenn verða að taka slíkri samantekt með miklum fyrirvara, en óvanalegt er að deila slíkum gögnum með öðrum en þeim sem fundina sitja,“ skrifar Jón Þór í bréfinu. Þá segir hann að það sé samróma álit innan FÍA að Icelandair hafi ekki sýnt fram á mikinn samningsvilja. Félagið hafi hins vegar lagt endurtekið fram sömu kröfur og haldið þeim til streitu, þrátt fyrir andmæli félagsins. „Kjarasamningur flugmanna er í gildi, en þrátt fyrir það höfum við tekið vel í beiðni félagsins um að finna leiðir til hagræðingar í ljósi þeirra stöðu sem uppi er vegna útbreiðslu Covid - 19 veirunnar. FÍA hefur lagt fram ýmsar tillögur þess efnis, en að sögn fulltrúa Icelandair var ekki nóg að gert.“ Þá hvetur Jón Þór flugmenn til að halda áfram að sýna samstöðu og heitir því að FÍA muni halda þeim upplýstum um gang mála. Hér að neðan má lesa bréfið í heild sinni. Kæru flugmenn Icelandair. Eins og þið eflaust þekkið þá hafa stjórnendur Icelandair fullyrt að fjárfestar geri kröfu um að kjarasamningar verði gerðir við flugmenn og aðra starfsmenn áður en félaginu verður lagt til nauðsynlegt fjármagn. Þessir sömu stjórnendur hafa nú um hríð kynnt fyrir FÍA sínar áherslur og óformlegar viðræður hafa staðið yfir þangað til fulltrúar félagsins slitu þeim nú síðdegis. Viðbúið er að næstu viðbrögð stjórnenda Icelandair verði nú að senda öllum flugmönnum Icelandair gögn sem eru einhliða samantekt á kröfum sem lagðar hafa verið fram af fulltrúum félagsins og sagðar hafa verið ófrávíkjanlegar. Flugmenn verða að taka slíkri samantekt með miklum fyrirvara, en óvanalegt er að deila slíkum gögnum með öðrum en þeim sem fundina sitja. Hjá FÍA er til staðar áralöng reynsla af samningaviðræðum og hjá stéttarfélaginu eru menn á einu máli um að undanfarnar vikur hafi fulltrúar Icelandair hvergi sýnt samningsvilja heldur þvert á móti endurtekið lagt fram sömu kröfurnar og haldið þeim til streitu þrátt fyrir okkar andmæli. Kjarasamningur flugmanna er í gildi, en þrátt fyrir það höfum við tekið vel í beiðni félagsins um að finna leiðir til hagræðingar í ljósi þeirra stöðu sem uppi er vegna útbreiðslu Covid - 19 veirunnar. FÍA hefur lagt fram ýmsar tillögur þess efnis, en að sögn fulltrúa Icelandair var ekki nóg að gert. Við hvetjum flugmenn til að gæta nú sérstaklega að samstöðunni. FÍA mun sem fyrr leggja sig fram við að halda ykkur upplýstum. Með kveðju, Jón Þór Þorvaldsson, formaður FÍA.
Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira