Erdogan og Pútín funda í Moskvu Samúel Karl Ólason skrifar 5. mars 2020 13:00 Recep Tayyip Erdogan og Vladimir Pútín í Moskvu. AP/Pavel Golovkin Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, er staddur í Moskvu þar sem hann fór á fund Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Þar ræða leiðtogarnir í dag átökin í Idlibhéraði í Sýrlandi og hvernig binda megi enda á þau. Þó ekki nema bara um tíma. Tyrkir og Rússar skrifuðu árið 2018 undir samkomulag um að gera nokkurs konar friðarsvæði í Idlib. Báðar fylkingar settu upp eftirlitsstöðvar í héraðinu. Það samkomulag er nú alfarið farið út um þúfur en Erdogan vill þó reyna að endurbyggja það. Tyrkir segja Rússa hafa brotið gegn gamla samkomulaginu með árás stjórnarhersins á héraðið og Rússar segja Tyrki hafa brotið gegn samkomulaginu með því að leyfa hryðjuverkahópum að starfa í héraðinu. Undanfarin ár hafa vígamenn hliðhollir al-Qaeda nýtt sér óreiðuna í Idlib og stjórna þeir nú héraðinu. Að einhverju leyti hafa þeir gert það með stuðningi Tyrkja. Í byrjun desember hóf stjórnarher Sýrlands áhlaup á héraðið, með stuðningi Rússa, og hefur sú sókn leitt til gífurlegra fólksflutninga að landamærum Tyrklands. Fyrir eru um 3,7 milljónir sýrlenskra flóttamanna í Tyrklandi og Tyrkir segjast ekki geta tekið á móti fleirum. Áætlað er að rúm milljón manna sé á flótta í Idlib og flestir þeirra í búðum sem fara sífellt stækkandi við landamæri Tyrklands. Tyrkir hafa sent hermenn og aðrar sveitir sem þeir styðja inn í héraðið og hafa minnst 58 tyrkneskir hermenn fallið í átökum síðasta mánuðinn. Þar af 33 í einni loftárás í síðustu viku. Í kjölfar þeirrar árásar hafa Tyrkir herjað harkalega á stjórnarher Sýrlands og sveitir sem studdar eru af Íran og eru hliðhollar Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Sjá einnig: Skutu niður þriðju orrustuþotuna yfir Sýrlandi Við upphaf fundarins í dag sagði Pútín að stjórnarher Assad hefði orðið fyrir gífurlegu mannfalli vegna loftárása Tyrkja. Rússar héldu sig í fyrstu til hliðar en það virðist hafa breyst í vikunni. Rússar eru byrjaðir að styðja Assad-liða með loftárásum á nýjan leik og rússneskir hermenn hafa komið sér fyrir á víglínunni, til að koma í veg fyrir loftárásir Tyrkja. Sérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja ólíklegt að Pútín muni samþykkja að endurbyggja samkomulagið frá 2018. Það myndi þýða að sókn Assad-liða yrði stöðvuð og stjórnarherinn þyrfti að hörfa úr Idlib. Aðrir sérfræðingar sögðu í samtali við AFP fréttaveituna að mögulegt yrði að vopnahlé yrði tilkynnt eftir fund Pútín og Erdogan. Það yrði þó ekki raunverulegt vopnahlé Átökin muni hefjast á nýjan leik. Rússland Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands. 2. mars 2020 11:13 Tyrkir standa ekki lengur í vegi fyrir flótta til ESB ríkja Tyrknesk yfirvöld segjast ekki ætla lengur að standa í vegi fyrir því að hópar sýrlenskra flóttamanna flýi til landa Evrópusambandsins. 29. febrúar 2020 09:21 Átökin koma sérstaklega niður á börnum Um milljón manna hafa flúið undan sókn stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í Idlib-héraði. Sóknin nýtur stuðnings Rússa, sem hafa verið sakaðir af mannréttindasamtökum um loftárásir á sjúkrahús og skóla. 26. febrúar 2020 22:45 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Fleiri fréttir Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, er staddur í Moskvu þar sem hann fór á fund Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Þar ræða leiðtogarnir í dag átökin í Idlibhéraði í Sýrlandi og hvernig binda megi enda á þau. Þó ekki nema bara um tíma. Tyrkir og Rússar skrifuðu árið 2018 undir samkomulag um að gera nokkurs konar friðarsvæði í Idlib. Báðar fylkingar settu upp eftirlitsstöðvar í héraðinu. Það samkomulag er nú alfarið farið út um þúfur en Erdogan vill þó reyna að endurbyggja það. Tyrkir segja Rússa hafa brotið gegn gamla samkomulaginu með árás stjórnarhersins á héraðið og Rússar segja Tyrki hafa brotið gegn samkomulaginu með því að leyfa hryðjuverkahópum að starfa í héraðinu. Undanfarin ár hafa vígamenn hliðhollir al-Qaeda nýtt sér óreiðuna í Idlib og stjórna þeir nú héraðinu. Að einhverju leyti hafa þeir gert það með stuðningi Tyrkja. Í byrjun desember hóf stjórnarher Sýrlands áhlaup á héraðið, með stuðningi Rússa, og hefur sú sókn leitt til gífurlegra fólksflutninga að landamærum Tyrklands. Fyrir eru um 3,7 milljónir sýrlenskra flóttamanna í Tyrklandi og Tyrkir segjast ekki geta tekið á móti fleirum. Áætlað er að rúm milljón manna sé á flótta í Idlib og flestir þeirra í búðum sem fara sífellt stækkandi við landamæri Tyrklands. Tyrkir hafa sent hermenn og aðrar sveitir sem þeir styðja inn í héraðið og hafa minnst 58 tyrkneskir hermenn fallið í átökum síðasta mánuðinn. Þar af 33 í einni loftárás í síðustu viku. Í kjölfar þeirrar árásar hafa Tyrkir herjað harkalega á stjórnarher Sýrlands og sveitir sem studdar eru af Íran og eru hliðhollar Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Sjá einnig: Skutu niður þriðju orrustuþotuna yfir Sýrlandi Við upphaf fundarins í dag sagði Pútín að stjórnarher Assad hefði orðið fyrir gífurlegu mannfalli vegna loftárása Tyrkja. Rússar héldu sig í fyrstu til hliðar en það virðist hafa breyst í vikunni. Rússar eru byrjaðir að styðja Assad-liða með loftárásum á nýjan leik og rússneskir hermenn hafa komið sér fyrir á víglínunni, til að koma í veg fyrir loftárásir Tyrkja. Sérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja ólíklegt að Pútín muni samþykkja að endurbyggja samkomulagið frá 2018. Það myndi þýða að sókn Assad-liða yrði stöðvuð og stjórnarherinn þyrfti að hörfa úr Idlib. Aðrir sérfræðingar sögðu í samtali við AFP fréttaveituna að mögulegt yrði að vopnahlé yrði tilkynnt eftir fund Pútín og Erdogan. Það yrði þó ekki raunverulegt vopnahlé Átökin muni hefjast á nýjan leik.
Rússland Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands. 2. mars 2020 11:13 Tyrkir standa ekki lengur í vegi fyrir flótta til ESB ríkja Tyrknesk yfirvöld segjast ekki ætla lengur að standa í vegi fyrir því að hópar sýrlenskra flóttamanna flýi til landa Evrópusambandsins. 29. febrúar 2020 09:21 Átökin koma sérstaklega niður á börnum Um milljón manna hafa flúið undan sókn stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í Idlib-héraði. Sóknin nýtur stuðnings Rússa, sem hafa verið sakaðir af mannréttindasamtökum um loftárásir á sjúkrahús og skóla. 26. febrúar 2020 22:45 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Fleiri fréttir Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Sjá meira
Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands. 2. mars 2020 11:13
Tyrkir standa ekki lengur í vegi fyrir flótta til ESB ríkja Tyrknesk yfirvöld segjast ekki ætla lengur að standa í vegi fyrir því að hópar sýrlenskra flóttamanna flýi til landa Evrópusambandsins. 29. febrúar 2020 09:21
Átökin koma sérstaklega niður á börnum Um milljón manna hafa flúið undan sókn stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í Idlib-héraði. Sóknin nýtur stuðnings Rússa, sem hafa verið sakaðir af mannréttindasamtökum um loftárásir á sjúkrahús og skóla. 26. febrúar 2020 22:45