Alræmdur glæpaleiðtogi lést í fangelsi af völdum veirunnar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. maí 2020 22:42 Lögregla hafði hendur í hári Escamilla árið 2008. Vísir/Getty Moisés Escamilla May, alræmdur mexíkóskur glæpaleiðtogi, lést í fangelsi í Mexíkó á föstudag. Ástæðan var Covid-19, sjúkdómurinn sem kórónuveiran getur valdið. Escamilla, sem var 45 ára þegar hann lést, var leiðtogi hóps innan glæpagengisins Los Zetas. Hópurinn sem hann leiddi starfaði að mestu í Cancún í Mexíkó, sem er vinsæll ferðamannastaður. Raunar var hann sá umsvifamesti á kókaínmarkaði á svæðinu, þar til lögreglu tókst að hafa hendur í hári hans árið 2008. Hann afplánaði 37 ára fangelsisdóm þegar hann lést. Dóminn hlaut hann meðal annars fyrir aðild sína að aftökum á 12 mönnum. Escamilla er á vef breska ríkisútvarpsins BBC sagður hafa byrjað að finna fyrir erfiðleikum með öndun síðastliðinn miðvikudag. Hann lést tveimur dögum síðar, en mexíkósk stjórnvöld greindu ekki frá andláti hans fyrr en í dag. Alls hafa 35 þúsund tilfelli kórónuveirunnar verið staðfest í Mexíkó. Samkvæmt opinberum tölum hafa 3.645 manns látið lífið af völdum hennar. Hafa varað við aðbúnaði í fangelsum Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að aðbúnaður í fangelsum rómönsku Ameríku, sem oft á tíðum er ansi slæmur, geti valdið því að kórónuveiran breiðist óáreitt út milli fanga og starfsmanna fangelsa. Þannig verði fangelsin eins konar gróðrarstía veirunnar. Ástandið í fangelsum þessa heimshluta hefur valdið uppþotum meðal fanga í Venesúela, Kólumbíu og Perú. Fangar telja fangelsisyfirvöld ekki hafa gert nóg til þess að draga úr hættu á útbreiðslu veirunnar innan veggja fangelsanna. Þá hafa mexíkósk lög sem veitt hafa ákveðnum hópi fanga sakaruppgjöf, til þess að draga úr álagi á fangelsi, mætt harðri gagnrýni aðgerðasinna sem telja að ekki sé nógu langt gengið til þess að tryggja öryggi fanga. Mexíkó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Sjá meira
Moisés Escamilla May, alræmdur mexíkóskur glæpaleiðtogi, lést í fangelsi í Mexíkó á föstudag. Ástæðan var Covid-19, sjúkdómurinn sem kórónuveiran getur valdið. Escamilla, sem var 45 ára þegar hann lést, var leiðtogi hóps innan glæpagengisins Los Zetas. Hópurinn sem hann leiddi starfaði að mestu í Cancún í Mexíkó, sem er vinsæll ferðamannastaður. Raunar var hann sá umsvifamesti á kókaínmarkaði á svæðinu, þar til lögreglu tókst að hafa hendur í hári hans árið 2008. Hann afplánaði 37 ára fangelsisdóm þegar hann lést. Dóminn hlaut hann meðal annars fyrir aðild sína að aftökum á 12 mönnum. Escamilla er á vef breska ríkisútvarpsins BBC sagður hafa byrjað að finna fyrir erfiðleikum með öndun síðastliðinn miðvikudag. Hann lést tveimur dögum síðar, en mexíkósk stjórnvöld greindu ekki frá andláti hans fyrr en í dag. Alls hafa 35 þúsund tilfelli kórónuveirunnar verið staðfest í Mexíkó. Samkvæmt opinberum tölum hafa 3.645 manns látið lífið af völdum hennar. Hafa varað við aðbúnaði í fangelsum Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að aðbúnaður í fangelsum rómönsku Ameríku, sem oft á tíðum er ansi slæmur, geti valdið því að kórónuveiran breiðist óáreitt út milli fanga og starfsmanna fangelsa. Þannig verði fangelsin eins konar gróðrarstía veirunnar. Ástandið í fangelsum þessa heimshluta hefur valdið uppþotum meðal fanga í Venesúela, Kólumbíu og Perú. Fangar telja fangelsisyfirvöld ekki hafa gert nóg til þess að draga úr hættu á útbreiðslu veirunnar innan veggja fangelsanna. Þá hafa mexíkósk lög sem veitt hafa ákveðnum hópi fanga sakaruppgjöf, til þess að draga úr álagi á fangelsi, mætt harðri gagnrýni aðgerðasinna sem telja að ekki sé nógu langt gengið til þess að tryggja öryggi fanga.
Mexíkó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Sjá meira