Níundi hver jarðarbúi býr við sult Heimsljós 12. maí 2020 11:21 Ljósmynd úr skýrslunni. Vannæring og ofnæring eru helstu ástæður vanheilsu og dauðsfalla í heiminum, segir í árlegri skýrslu um næringarmál sem gefin var út í dag. Einn af hverjum níu íbúum jarðarinnar býr við sult, eða 820 milljónir manna, og þriðji hver jarðarbúi er of þungur eða of feitur. Stokka þarf upp fæðu- og heilbrigðiskerfi í heiminum til að mæta vandanum, segja skýrsluhöfundar The Global Nutrion Report 2020. Skýrslan leiðir í ljós að flestir hafa ýmist ekki aðgang að, eða ekki efni á, heilsusamlegu fæði vegna landbúnaðarkerfa sem setja kaloríur ofar næringu, og bjóða neytendum lágt verð á unnum kjötvörum. Sífellt fleiri þjóðir bætast í hóp þeirra sem glíma við tvöfalda byrði, offitu og aðra fæðutengda sjúkdóma, eins og sykursýki, hjarta- og æðasjúkdóma og krabbamein. Skýrslan er unnin áður en kórónaveirufaraldurinn kom til sögunnar en David Nabarro, sérlegur fulltrúi aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna á sviði næringarmála, segir í formála að mikil hætta sé á því að árangur í baráttunni gegn hungri og vannæringu glatist nú þegar þjóðir einbeita sér að því að forðast útbreiðslu faraldursins. Hann bendir líka á að vannærðir séu í meiri hættu að fá COVID-19 vegna þess að ónæmiskerfi þeirra sé veikt. Í síðasta mánuði vöruðu Sameinuðu þjóðirnar við því að heimsfaraldurinn gæti leitt til þess að tvöfalt fleiri yrðu hungraðir í heiminum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent
Vannæring og ofnæring eru helstu ástæður vanheilsu og dauðsfalla í heiminum, segir í árlegri skýrslu um næringarmál sem gefin var út í dag. Einn af hverjum níu íbúum jarðarinnar býr við sult, eða 820 milljónir manna, og þriðji hver jarðarbúi er of þungur eða of feitur. Stokka þarf upp fæðu- og heilbrigðiskerfi í heiminum til að mæta vandanum, segja skýrsluhöfundar The Global Nutrion Report 2020. Skýrslan leiðir í ljós að flestir hafa ýmist ekki aðgang að, eða ekki efni á, heilsusamlegu fæði vegna landbúnaðarkerfa sem setja kaloríur ofar næringu, og bjóða neytendum lágt verð á unnum kjötvörum. Sífellt fleiri þjóðir bætast í hóp þeirra sem glíma við tvöfalda byrði, offitu og aðra fæðutengda sjúkdóma, eins og sykursýki, hjarta- og æðasjúkdóma og krabbamein. Skýrslan er unnin áður en kórónaveirufaraldurinn kom til sögunnar en David Nabarro, sérlegur fulltrúi aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna á sviði næringarmála, segir í formála að mikil hætta sé á því að árangur í baráttunni gegn hungri og vannæringu glatist nú þegar þjóðir einbeita sér að því að forðast útbreiðslu faraldursins. Hann bendir líka á að vannærðir séu í meiri hættu að fá COVID-19 vegna þess að ónæmiskerfi þeirra sé veikt. Í síðasta mánuði vöruðu Sameinuðu þjóðirnar við því að heimsfaraldurinn gæti leitt til þess að tvöfalt fleiri yrðu hungraðir í heiminum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent