Innlent

Fólki í sóttkví fjölgar um 133

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Hjúkrunarfræðingur í fullum kórónuveiruskrúða
Hjúkrunarfræðingur í fullum kórónuveiruskrúða Vísir/vilhelm

Fimmta daginn í röð greinist enginn með kórónuveirusmit á Íslandi. Rúmlega 570 sýni voru tekin í gær og voru þau öll neikvæð. Síðast greindist smit á fimmtudag en þá voru jákvæð sýni tvö. Heildarfjöldi sýna er nú 54791.

Virkum smitum fækkar jafnframt um þrjú á milli daga og er heildarfjöldri veikra því 15 sem stendur. Áfram er einn hinna smituðu á sjúkrahúsi. Nokkur fjölgun var á fólki í sóttkví milli sólarhringa. Samkvæmt covid.is voru 564 í sóttkví í gær en eru nú 697. Þá hafa 19.701 lokið sóttkví.

Almannavarnir halda ekki upplýsingafund í dag en næsti fundur þeirra er fyrirhugaður á morgun. Von er hins vegar á stöðuskýrslu frá almannavörnum síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×