Fleiri sögð látin í Rússlandi en gefið er upp Samúel Karl Ólason skrifar 12. maí 2020 14:17 Verkamenn að störfum í Moskvu í dag. EPA/YURI KOCHETKOV Rússland er nú í öðru sæti ríkja heimsins yfir fjölda smitaðra sem hafa verið greind. Alls hafa 232.243 greinst með nýju kórónuveirunnar í Rússlandi. Smituðum hefur fjölgað hratt í Rússlandi að undanförnu eða um um það bil tíu til ellefu þúsund á dag frá þar síðustu helgi. Spánn er í þriðja sæti með minnst 227.436 sem hafa smitast, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins. Sé litið til meðaltals smitaðra hafa 158 af hverjum hundrað þúsund íbúum smitast. Á Spáni er sú tala 487. Á Bretlandi 337 og 364 á Ítalíu, samkvæmt TASS fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins. Dmitry Peskov, fjölmiðlafulltrúi Vladimírs Pútín Rússlandsforseta, tilkynnti í dag að hann hefði verið lagður inn á sjúkrahús vegna Covid-19. Samkvæmt frétt Moscow Times hefur Tatyana Navka einnig verið lögð inn á sjúkrahús. Í samtali við TASS segist Peskov síðast hafa hitt Pútín fyrir rúmum mánuði. Auk hans hafa Olga Lyubimova, menningarráðherra, Vladimir Yakushev, framkvæmdaráðherra, og Mikhail Mishustin, forsætisráðherra, einnig smitast af veirunni. Þar að auki hefur aðstoðarstarfsmannastjóri Pútín einnig smitast. Ósammræmi í fjölda smitaðra og látinna Töluvert ósamræmi er á milli fjölda greindra smitaðra og þeirra sem hafa dáið vegna Covid-19 í Rússlandi, sé það borið saman við ríki þar sem sambærilegur fjöldi smita hafa greinst. Samkvæmt opinberum tölum hafa 2.116 af þeim 232.243 sem hafa smitast dáið í Rússlandi. Á Spáni hafa 2278.436 smitast, svo vitað sé, og 26.744 dáið. Á Bretlandi hafa 224.332 smitast og 32.141 dáið. Á Ítalíu hafa svo 219.814 smitast og 30.739 dáið. Yfirvöld Moskvu birtu þó á föstudaginn gögn sem þykja til marks um að ríkisstjórn Rússlands hafi ekki gefið upp réttar upplýsingar um dauðsföll. Blaðamenn New York Times hafa farið yfir þessi gögn og segja þau sýna fram á að dauðsföll í Moskvu í apríl sé rúmlega 1.700 fleiri en meðaltal síðustu fimm ára. Þrátt fyrir það sögðu yfirvöld Rússlands að einungis 642 hafi dáið vegna Covid-19 í Moskvu í apríl. Vladimir Pútín, forseti Rússlands, ávarpaði þjóðina í gær og sagði tíma til kominn að byrja að létta á takmörkunum vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar.EPA/ALEXEI NIKOLSKY/Kremlin Fyrsta dauðsfallið vegna Covid-19 var tilkynnt þann 19. mars. Þá dó 70 ára kona í Moskvu. Dauði hennar var svo endurskilgreindur vegna blóðtappa seinna meir og tekinn af listanum. Sjá einnig: Hafa verið meðvituð um blóðtappahættuna vegna Covid í tvo mánuði Yfirvöld landsins hafa ítrekað stært sig af því hve lág dánartíðnin er í Rússlandi og á ríkissjónvarpsstöðvum Rússlands hefur því sömuleiðis verið flaggað til marks um það hve betri ríkisstjórn Pútín sé gegn kórónuveirunni en ríkisstjórnir vestrænna ríkja. Pútín hélt sjónvarpsávarp í gær þar sem hann sagði að búið væri að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar en sigurinn væri þó ekki unninn. Tilkynnti hann að byrja ætti að draga úr takmörkunum á ferðafrelsi og atvinnulífinu vegna faraldursins. Lagði forsetinn verkið, og ábyrgðina, í hendur ríkisstjóra Rússlands. Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sjá meira
Rússland er nú í öðru sæti ríkja heimsins yfir fjölda smitaðra sem hafa verið greind. Alls hafa 232.243 greinst með nýju kórónuveirunnar í Rússlandi. Smituðum hefur fjölgað hratt í Rússlandi að undanförnu eða um um það bil tíu til ellefu þúsund á dag frá þar síðustu helgi. Spánn er í þriðja sæti með minnst 227.436 sem hafa smitast, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins. Sé litið til meðaltals smitaðra hafa 158 af hverjum hundrað þúsund íbúum smitast. Á Spáni er sú tala 487. Á Bretlandi 337 og 364 á Ítalíu, samkvæmt TASS fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins. Dmitry Peskov, fjölmiðlafulltrúi Vladimírs Pútín Rússlandsforseta, tilkynnti í dag að hann hefði verið lagður inn á sjúkrahús vegna Covid-19. Samkvæmt frétt Moscow Times hefur Tatyana Navka einnig verið lögð inn á sjúkrahús. Í samtali við TASS segist Peskov síðast hafa hitt Pútín fyrir rúmum mánuði. Auk hans hafa Olga Lyubimova, menningarráðherra, Vladimir Yakushev, framkvæmdaráðherra, og Mikhail Mishustin, forsætisráðherra, einnig smitast af veirunni. Þar að auki hefur aðstoðarstarfsmannastjóri Pútín einnig smitast. Ósammræmi í fjölda smitaðra og látinna Töluvert ósamræmi er á milli fjölda greindra smitaðra og þeirra sem hafa dáið vegna Covid-19 í Rússlandi, sé það borið saman við ríki þar sem sambærilegur fjöldi smita hafa greinst. Samkvæmt opinberum tölum hafa 2.116 af þeim 232.243 sem hafa smitast dáið í Rússlandi. Á Spáni hafa 2278.436 smitast, svo vitað sé, og 26.744 dáið. Á Bretlandi hafa 224.332 smitast og 32.141 dáið. Á Ítalíu hafa svo 219.814 smitast og 30.739 dáið. Yfirvöld Moskvu birtu þó á föstudaginn gögn sem þykja til marks um að ríkisstjórn Rússlands hafi ekki gefið upp réttar upplýsingar um dauðsföll. Blaðamenn New York Times hafa farið yfir þessi gögn og segja þau sýna fram á að dauðsföll í Moskvu í apríl sé rúmlega 1.700 fleiri en meðaltal síðustu fimm ára. Þrátt fyrir það sögðu yfirvöld Rússlands að einungis 642 hafi dáið vegna Covid-19 í Moskvu í apríl. Vladimir Pútín, forseti Rússlands, ávarpaði þjóðina í gær og sagði tíma til kominn að byrja að létta á takmörkunum vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar.EPA/ALEXEI NIKOLSKY/Kremlin Fyrsta dauðsfallið vegna Covid-19 var tilkynnt þann 19. mars. Þá dó 70 ára kona í Moskvu. Dauði hennar var svo endurskilgreindur vegna blóðtappa seinna meir og tekinn af listanum. Sjá einnig: Hafa verið meðvituð um blóðtappahættuna vegna Covid í tvo mánuði Yfirvöld landsins hafa ítrekað stært sig af því hve lág dánartíðnin er í Rússlandi og á ríkissjónvarpsstöðvum Rússlands hefur því sömuleiðis verið flaggað til marks um það hve betri ríkisstjórn Pútín sé gegn kórónuveirunni en ríkisstjórnir vestrænna ríkja. Pútín hélt sjónvarpsávarp í gær þar sem hann sagði að búið væri að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar en sigurinn væri þó ekki unninn. Tilkynnti hann að byrja ætti að draga úr takmörkunum á ferðafrelsi og atvinnulífinu vegna faraldursins. Lagði forsetinn verkið, og ábyrgðina, í hendur ríkisstjóra Rússlands.
Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sjá meira