Ráðherrar vongóðir um að það versta sé afstaðið Heimir Már Pétursson og Andri Eysteinsson skrifa 12. maí 2020 20:33 Ráðherrar eru varkárir í yfirlýsingum um framhaldið en vongóðir um að það hilli í að það versta sé afstaðið. Sóttvarnalæknir segist ekki hafa verið beittur neinum þrýstingi. „Nei, nei ég er ekki að láta undan neinum þrýstingi. Mér er það algerlega ljóst að það sem ég þarf fyrst og fremst að taka tillit til eru heilsufarssjónarmið. Reyna að tryggja eins og mögulegt er að þessi veira komi ekki inn í landið. Mér er það hins vegar líka ljóst að á einhverjum tímapunkti þarf að opna þetta land,“ segir Þórólfur. „Og við erum í raun og veru núna búin að setja á dagatalið að við ætlum að opna sundlaugarnar á mánudaginn kemur og ýmsa þjónustu eins og líkamsræktarstöðvar og svo framvegis 25. maí. Við erum að tala um að gera þetta hraðar ein áætlað var,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Heilbrigðiskerfið sé vel í stakk búið til að bregðast við þessum breytingum en breytingar þurfa líka að eiga sér stað í öðrum ríkjum. Dómsmálaráðherra segir afléttingu banns við komu fólks utan Schengen hingað haldast í hendur við tímasetningu Evrópusambandsins. „Við erum með þessu auðvitað að stíga ákveðið skref að fara þetta á okkar forsendum. Að bjóða Ísland sem stað að nýju og að leyfa Íslendingum og auka ferðafrelsi þeirra með því að þurfa ekki að fara í sóttkví við heimkomu. Í þessu eru mikil tækifæri og við getum auðvitað líka útfært slíka lokun þannig að Ísland sé áfangastaður,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. „Þegar við skoðum það sem á undan er gengið þá eru allir á sama stað. Menn reyna að vinna út frá þessu eins vel og hægt er. Löndin, meðal annars í Evrópu, hafa farið misjafnar leiðir. En á sama tíma og það er auðvitað mikilvægt eru menn að reyna að halda í alþjóðasamstarfið og vinna þetta saman,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra segir stöðuna almennt eiga eftir að skýrast á næstu vikum varðandi stöðu flugfélaga og ferðahug almennings í öðrum löndum. „Við erum að fara í mikið markaðsátak erlendis. Erum að setja í það mikið fé. Með mjög metnaðarfulla hugmyndafræði í því. Þannig að ég held að við séum öll að ganga í takt með að við ætlum að byggja upp sterka ferðaþjónustu,“ segir Þórdís Kolbrún. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að áfram verði samið við Icelandair um lágmarks flugsamgöngur til landsins. „En frá og með 15. júní er með þessari ákvörðun ef ekkert annað kemur upp á Ísland opið með þeim takmörkunum sem við erum að setja,“ segir Sigurður Ingi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Sjá meira
Ráðherrar eru varkárir í yfirlýsingum um framhaldið en vongóðir um að það hilli í að það versta sé afstaðið. Sóttvarnalæknir segist ekki hafa verið beittur neinum þrýstingi. „Nei, nei ég er ekki að láta undan neinum þrýstingi. Mér er það algerlega ljóst að það sem ég þarf fyrst og fremst að taka tillit til eru heilsufarssjónarmið. Reyna að tryggja eins og mögulegt er að þessi veira komi ekki inn í landið. Mér er það hins vegar líka ljóst að á einhverjum tímapunkti þarf að opna þetta land,“ segir Þórólfur. „Og við erum í raun og veru núna búin að setja á dagatalið að við ætlum að opna sundlaugarnar á mánudaginn kemur og ýmsa þjónustu eins og líkamsræktarstöðvar og svo framvegis 25. maí. Við erum að tala um að gera þetta hraðar ein áætlað var,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Heilbrigðiskerfið sé vel í stakk búið til að bregðast við þessum breytingum en breytingar þurfa líka að eiga sér stað í öðrum ríkjum. Dómsmálaráðherra segir afléttingu banns við komu fólks utan Schengen hingað haldast í hendur við tímasetningu Evrópusambandsins. „Við erum með þessu auðvitað að stíga ákveðið skref að fara þetta á okkar forsendum. Að bjóða Ísland sem stað að nýju og að leyfa Íslendingum og auka ferðafrelsi þeirra með því að þurfa ekki að fara í sóttkví við heimkomu. Í þessu eru mikil tækifæri og við getum auðvitað líka útfært slíka lokun þannig að Ísland sé áfangastaður,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. „Þegar við skoðum það sem á undan er gengið þá eru allir á sama stað. Menn reyna að vinna út frá þessu eins vel og hægt er. Löndin, meðal annars í Evrópu, hafa farið misjafnar leiðir. En á sama tíma og það er auðvitað mikilvægt eru menn að reyna að halda í alþjóðasamstarfið og vinna þetta saman,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra segir stöðuna almennt eiga eftir að skýrast á næstu vikum varðandi stöðu flugfélaga og ferðahug almennings í öðrum löndum. „Við erum að fara í mikið markaðsátak erlendis. Erum að setja í það mikið fé. Með mjög metnaðarfulla hugmyndafræði í því. Þannig að ég held að við séum öll að ganga í takt með að við ætlum að byggja upp sterka ferðaþjónustu,“ segir Þórdís Kolbrún. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að áfram verði samið við Icelandair um lágmarks flugsamgöngur til landsins. „En frá og með 15. júní er með þessari ákvörðun ef ekkert annað kemur upp á Ísland opið með þeim takmörkunum sem við erum að setja,“ segir Sigurður Ingi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent