Innlent

Kynna aðgerðir fyrir námsmenn í dag

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra. Vísir/vilhelm

Boðað hefur verið til blaðamannafundar í dag þar sem aðgerðir stjórnvalda er snúa að sumarnámi í framhalds- og háskólum, sem og atvinnumöguleikum námsmanna, verða kynntar.

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra munu kynna aðgerðirnar, sem boðaðar eru vegna faraldurs kórónuveiru.

Kynningin fer fram í húsakynnum Háskólans í Reykjavík klukkan 13 í dag, miðvikudaginn 13. maí.

Menntamálaráðherra ræddi stöðu námsmanna í kórónuveirufaraldrinum og aðgerðir stjórnvalda í útvarpsþættinum Bítínu á Bylgjunni í morgun. Viðtalið má hlusta á í spilaranum hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×