Engin ákvörðun verið tekin um að tryggja fólki í verndarsóttkví launagreiðslur Eiður Þór Árnason skrifar 3. apríl 2020 14:13 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir málið enn vera til skoðunar. Vísir/Arnar Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort viðkvæmum einstaklingum og aðstandendum langveikra barna sem fari í verndarsóttkví verði tryggðar launagreiðslur líkt og þeim sem er skipað að fara í sóttkví. Þetta segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, í samtali við fréttastofu. „Sóttkvíargreiðslurnar hafa byggt á því sem okkar sérfræðingateymi: landlæknir, sóttvarnalæknir og aðrir sem þar eru í forystu gefa tilmæli um og skipa hverjir skulu vera í sóttkví og hverjir ekki.“ Málið áfram til skoðunar Hann segir að sóttkvíarlögin byggi á þessu og það sé almennt ákvörðun þeirra áðurnefndu sem gildi. Málið sé þó áfram til skoðunar hjá ríkisstjórninni. „Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um það að svo stöddu að breyta því en við erum alltaf að fylgjast með. Við erum alltaf að skoða þessi mál og þetta er eitt af þeim verkefnum sem við erum að skoða þessa dagana.“ Sjá einnig: Þau sem eru í verndarsóttkví hafa ekki tryggð réttindi Ásmundur segir meðal annars vera litið til hinna Norðurlandanna í þessum efnum. „Að mér best að vitandi hafa þau ekki verið að stíga inn í með þessum hætti en eins og ég segi þetta er alltaf í eilífri skoðun.“ Embætti Landlæknis hefur gefið út ráðleggingar til foreldra langveikra barna og ungmenna vegna kórónuveirunnar. Þar er foreldrum ráðlagt að halda börnum með alvarlega sjúkdóma heima næstu vikur. Segir þetta skjóta skökku við Í liðinni viku ræddi fréttastofan við Þórdís Erla Björnsdóttir, móðir langveiks drengs. Hún hafði þá haldið honum heima í verndarsóttkví í tvær vikur og því ekki getað mætt til vinnu. Í tilfelli foreldra barna með undirliggjandi sjúkdóma, er ekki um skipaða sóttkví að ræða heldur verndarsóttkví. Þórdís sagði það skjóta skökku við að foreldrum langveikra barna sem væru í verndarsóttkví samkvæmt tilmælum heilbrigðisyfirvalda fengu ekki tryggð laun. Verndarsóttkví er ekki lögbundin fyrirskipun og því falla foreldrarnir ekki undir ný lög um tímabundnar greiðslur vegna launa einstaklinga sem sæta sóttkví. Umhyggja - félag langveikra barna hefur jafnframt skorað á stjórnvöld að þau tryggi að umrædd löggjöf nái einnig til foreldra langveikra barna í verndarsóttkví. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort viðkvæmum einstaklingum og aðstandendum langveikra barna sem fari í verndarsóttkví verði tryggðar launagreiðslur líkt og þeim sem er skipað að fara í sóttkví. Þetta segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, í samtali við fréttastofu. „Sóttkvíargreiðslurnar hafa byggt á því sem okkar sérfræðingateymi: landlæknir, sóttvarnalæknir og aðrir sem þar eru í forystu gefa tilmæli um og skipa hverjir skulu vera í sóttkví og hverjir ekki.“ Málið áfram til skoðunar Hann segir að sóttkvíarlögin byggi á þessu og það sé almennt ákvörðun þeirra áðurnefndu sem gildi. Málið sé þó áfram til skoðunar hjá ríkisstjórninni. „Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um það að svo stöddu að breyta því en við erum alltaf að fylgjast með. Við erum alltaf að skoða þessi mál og þetta er eitt af þeim verkefnum sem við erum að skoða þessa dagana.“ Sjá einnig: Þau sem eru í verndarsóttkví hafa ekki tryggð réttindi Ásmundur segir meðal annars vera litið til hinna Norðurlandanna í þessum efnum. „Að mér best að vitandi hafa þau ekki verið að stíga inn í með þessum hætti en eins og ég segi þetta er alltaf í eilífri skoðun.“ Embætti Landlæknis hefur gefið út ráðleggingar til foreldra langveikra barna og ungmenna vegna kórónuveirunnar. Þar er foreldrum ráðlagt að halda börnum með alvarlega sjúkdóma heima næstu vikur. Segir þetta skjóta skökku við Í liðinni viku ræddi fréttastofan við Þórdís Erla Björnsdóttir, móðir langveiks drengs. Hún hafði þá haldið honum heima í verndarsóttkví í tvær vikur og því ekki getað mætt til vinnu. Í tilfelli foreldra barna með undirliggjandi sjúkdóma, er ekki um skipaða sóttkví að ræða heldur verndarsóttkví. Þórdís sagði það skjóta skökku við að foreldrum langveikra barna sem væru í verndarsóttkví samkvæmt tilmælum heilbrigðisyfirvalda fengu ekki tryggð laun. Verndarsóttkví er ekki lögbundin fyrirskipun og því falla foreldrarnir ekki undir ný lög um tímabundnar greiðslur vegna launa einstaklinga sem sæta sóttkví. Umhyggja - félag langveikra barna hefur jafnframt skorað á stjórnvöld að þau tryggi að umrædd löggjöf nái einnig til foreldra langveikra barna í verndarsóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira