Boðað hefur verið til blaðamannafundar í dag þar sem aðgerðir stjórnvalda er snúa að sumarnámi í framhalds- og háskólum, sem og atvinnumöguleikum námsmanna, verða kynntar.
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra munu kynna aðgerðirnar, sem boðaðar eru vegna faraldurs kórónuveiru.
Kynningin fer fram í húsakynnum Háskólans í Reykjavík klukkan 13 í dag og verður í beinni útsendingu á Vísi, Stöð 2 Vísi en jafnframt í beinni textalýsingu að neðan.
Uppfært: Fundinum er lokið en upptöku frá honum má sjá að neðan.