Vopnahlé tekið gildi í Idlib Samúel Karl Ólason skrifar 6. mars 2020 07:08 Erdogan og Pútín í Moskvu í gær. AP/Pavel Golovkin Vopnahlé sem forsetar Tyrklands og Rússlands sömdu um í gær hefur tekið gildi í Idlibhéraði í Sýrlandi. Eftirlitsaðilar segja tiltölulega ró hafa myndast á svæðinu eftir margra vikna bardaga á milli uppreisnar- og vígahópa sem Tyrkir styðja og stjórnarhers Sýrlands, sem Rússar styðja. Minnst 60 tyrkneskir hermenn hafa fallið í átökum og fjölmargir hafa fallið í stjórnarhernum. Átökin hafa leitt til umfangsmikils fólksflótta og valdið áhyggjum um að til átaka kæmi á milli Tyrkja og Rússa. Vopnahléið var tilkynnt eftir sex klukkustunda viðræður Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, og Vladimir Pútín, forseta Rússlands, í Moskvu í gær. Það tók gildi á miðnætti, að staðartíma, og felur meðal annars í sér tiltekið öryggissvæði í Idlib og sameiginlegar eftirlitsferðir tyrkneskra og rússneskra hermanna. Erdogan hafði viljað að stjórnarherinn myndi hörfa úr héraðinu og gefa eftir það svæði sem hann hefur tekið frá því sóknin hófst í byrjun desember. Það fékk hann þó ekki. Eftir að viðræðunum lauk ítrekaði Erdogan að Tyrkir myndu hefna fyrir allar árásir stjórnarhersins. Fjallar ekkert um flóttafólk Samkomulagið felur ekki í sér nein ákvæði um hvað verði um þá milljón manna sem þegar hefur flúið heimili sín í Idlib og heldur til í stórum flóttamannabúðum við landamæri Tyrklands. Sérfræðingar segja ólíklegt að nokkuð samkomulag muni halda til langs tíma. Undanfarin ár hafa vígamenn hliðhollir al-Qaeda nýtt sér óreiðuna í Idlib og stjórna þeir nú héraðinu. Að einhverju leyti hafa þeir gert það með stuðningi Tyrkja. Sjá einnig: Erdogan og Pútín funda í Moskvu Meðal þeirra þriggja milljóna almennu borgara sem halda til í Idlib eru tugir þúsunda vígamanna sem hliðhollir eru al-Qaeda og aðrir íslamistar sem komu víðsvegar að til að taka þátt í átökunum í Sýrlandi á undanförnum árum. Allt í allt eru þeir taldir vera um 50 þúsund talsins, samkvæmt AP fréttaveitunni. Undanfarin ár hafa þessir hópar gert samkomulag við stjórnarherinn um að hörfa undan tilteknum svæðum sem stjórnarherinn hefur tekið með hjálp Rússa. Ildib er í raun eina héraðið sem stendur þeim enn til boða. Vígamenn í sömu stöðu og borgarar Sterkasti hópurinn í Idlib er Hayat Tahrir al-Sham eða HTS. Hann er leiddur af Abu Mohammed al-Golani, sem er meðlimur í hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda. HTS hét áður Nusra front og var í raun deild al-Qaeda í Sýrlandi. Forsvarsmenn hópsins hafa nokkrum sinnum breytt um nöfn og halda því fram að hafa slitið tengsl við al-Qaeda. Sem þeir hafa ekki gert í alvörunni. Nú eru þeir í rauninni í svipaðri stöðu og borgararnir sem þeir hafa hrellt um árabil. Þeir eru fastir á sífellt minnkandi landskika og verða fyrir sífelldum loftárásum Rússa og stjórnarhersins. Með því vilja Assad-liðar kremja síðasta vígi uppreisnarinnar gegn forsetanum. Stjórnarherinn og Rússar hafa þó verið harðlega gagnrýndir fyrir árásir þeirra í héraðinu, eins og annarsstaðar í Sýrlandi í gegnum árin, þar sem þær hafa komið verulega niður á almennum borgurum og jafnvel beinst gegn þeim. Sameinuðu þjóðirnar sökuðu Rússa til dæmis nýverið um stríðsglæpi í Sýrlandi í fyrra. Rússland Tyrkland Sýrland Tengdar fréttir Skutu niður þriðju orrustuþotuna yfir Sýrlandi 3. mars 2020 11:31 Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands. 2. mars 2020 11:13 Tyrkir standa ekki lengur í vegi fyrir flótta til ESB ríkja Tyrknesk yfirvöld segjast ekki ætla lengur að standa í vegi fyrir því að hópar sýrlenskra flóttamanna flýi til landa Evrópusambandsins. 29. febrúar 2020 09:21 Átökin koma sérstaklega niður á börnum Um milljón manna hafa flúið undan sókn stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í Idlib-héraði. Sóknin nýtur stuðnings Rússa, sem hafa verið sakaðir af mannréttindasamtökum um loftárásir á sjúkrahús og skóla. 26. febrúar 2020 22:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Vopnahlé sem forsetar Tyrklands og Rússlands sömdu um í gær hefur tekið gildi í Idlibhéraði í Sýrlandi. Eftirlitsaðilar segja tiltölulega ró hafa myndast á svæðinu eftir margra vikna bardaga á milli uppreisnar- og vígahópa sem Tyrkir styðja og stjórnarhers Sýrlands, sem Rússar styðja. Minnst 60 tyrkneskir hermenn hafa fallið í átökum og fjölmargir hafa fallið í stjórnarhernum. Átökin hafa leitt til umfangsmikils fólksflótta og valdið áhyggjum um að til átaka kæmi á milli Tyrkja og Rússa. Vopnahléið var tilkynnt eftir sex klukkustunda viðræður Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, og Vladimir Pútín, forseta Rússlands, í Moskvu í gær. Það tók gildi á miðnætti, að staðartíma, og felur meðal annars í sér tiltekið öryggissvæði í Idlib og sameiginlegar eftirlitsferðir tyrkneskra og rússneskra hermanna. Erdogan hafði viljað að stjórnarherinn myndi hörfa úr héraðinu og gefa eftir það svæði sem hann hefur tekið frá því sóknin hófst í byrjun desember. Það fékk hann þó ekki. Eftir að viðræðunum lauk ítrekaði Erdogan að Tyrkir myndu hefna fyrir allar árásir stjórnarhersins. Fjallar ekkert um flóttafólk Samkomulagið felur ekki í sér nein ákvæði um hvað verði um þá milljón manna sem þegar hefur flúið heimili sín í Idlib og heldur til í stórum flóttamannabúðum við landamæri Tyrklands. Sérfræðingar segja ólíklegt að nokkuð samkomulag muni halda til langs tíma. Undanfarin ár hafa vígamenn hliðhollir al-Qaeda nýtt sér óreiðuna í Idlib og stjórna þeir nú héraðinu. Að einhverju leyti hafa þeir gert það með stuðningi Tyrkja. Sjá einnig: Erdogan og Pútín funda í Moskvu Meðal þeirra þriggja milljóna almennu borgara sem halda til í Idlib eru tugir þúsunda vígamanna sem hliðhollir eru al-Qaeda og aðrir íslamistar sem komu víðsvegar að til að taka þátt í átökunum í Sýrlandi á undanförnum árum. Allt í allt eru þeir taldir vera um 50 þúsund talsins, samkvæmt AP fréttaveitunni. Undanfarin ár hafa þessir hópar gert samkomulag við stjórnarherinn um að hörfa undan tilteknum svæðum sem stjórnarherinn hefur tekið með hjálp Rússa. Ildib er í raun eina héraðið sem stendur þeim enn til boða. Vígamenn í sömu stöðu og borgarar Sterkasti hópurinn í Idlib er Hayat Tahrir al-Sham eða HTS. Hann er leiddur af Abu Mohammed al-Golani, sem er meðlimur í hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda. HTS hét áður Nusra front og var í raun deild al-Qaeda í Sýrlandi. Forsvarsmenn hópsins hafa nokkrum sinnum breytt um nöfn og halda því fram að hafa slitið tengsl við al-Qaeda. Sem þeir hafa ekki gert í alvörunni. Nú eru þeir í rauninni í svipaðri stöðu og borgararnir sem þeir hafa hrellt um árabil. Þeir eru fastir á sífellt minnkandi landskika og verða fyrir sífelldum loftárásum Rússa og stjórnarhersins. Með því vilja Assad-liðar kremja síðasta vígi uppreisnarinnar gegn forsetanum. Stjórnarherinn og Rússar hafa þó verið harðlega gagnrýndir fyrir árásir þeirra í héraðinu, eins og annarsstaðar í Sýrlandi í gegnum árin, þar sem þær hafa komið verulega niður á almennum borgurum og jafnvel beinst gegn þeim. Sameinuðu þjóðirnar sökuðu Rússa til dæmis nýverið um stríðsglæpi í Sýrlandi í fyrra.
Rússland Tyrkland Sýrland Tengdar fréttir Skutu niður þriðju orrustuþotuna yfir Sýrlandi 3. mars 2020 11:31 Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands. 2. mars 2020 11:13 Tyrkir standa ekki lengur í vegi fyrir flótta til ESB ríkja Tyrknesk yfirvöld segjast ekki ætla lengur að standa í vegi fyrir því að hópar sýrlenskra flóttamanna flýi til landa Evrópusambandsins. 29. febrúar 2020 09:21 Átökin koma sérstaklega niður á börnum Um milljón manna hafa flúið undan sókn stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í Idlib-héraði. Sóknin nýtur stuðnings Rússa, sem hafa verið sakaðir af mannréttindasamtökum um loftárásir á sjúkrahús og skóla. 26. febrúar 2020 22:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands. 2. mars 2020 11:13
Tyrkir standa ekki lengur í vegi fyrir flótta til ESB ríkja Tyrknesk yfirvöld segjast ekki ætla lengur að standa í vegi fyrir því að hópar sýrlenskra flóttamanna flýi til landa Evrópusambandsins. 29. febrúar 2020 09:21
Átökin koma sérstaklega niður á börnum Um milljón manna hafa flúið undan sókn stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í Idlib-héraði. Sóknin nýtur stuðnings Rússa, sem hafa verið sakaðir af mannréttindasamtökum um loftárásir á sjúkrahús og skóla. 26. febrúar 2020 22:45