Ríkissáttasemjari boðar til fundar í kjaradeildu hjúkrunarfræðinga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. apríl 2020 14:58 Mikið álag hefur verið á starfsfólki á Landspítalanum undanfarnar vikur. Vísir/Vilhelm Ríkissáttasemjari hefur ákveðið að kalla samninganefndir ríkisins og hjúkrunarfræðinga til fundar á mánudaginn. Tíu dagar eru síðan aðilar funduðu síðast. Hjúkrunarfræðingar hafa verið án samnings frá því í lok mars í fyrra. Hjúkrunarfræðingar hafa sagt langt á milli samningsaðila, einkum í því sem snýr að launaliðnum. Um mánaðamótin kom til aðgerðar niðurfelling svokallaðs vaktaálagsauka hjúkrunafræðinga sem svaraði til tuga þúsunda króna. Aðgerðin var boðuð í haust og var hluti af umfangsmiklum sparnaðaraðgerðum á Landspítalanum. Hjúkrunafræðingar hafa lýst yfir mikilli óánægju með að vaktaálgsaukinn hafi dottið út um mánaðamótin einmitt þegar álag hafi aldrei verið meira í starfi vegna kórónuveirufaraldursins. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagðist í samtali við fréttastofu í hádeginu leggja áherslu á það á hverjum degi að samið verði við hjúkrunarfræðinga. Það sé í raun „lífsnauðsynlegt fyrir íslenskt samfélag“ að stéttin búi við kjarasamning sem hún geti unað við. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði á upplýsingafundi síðdegis að hann og fleiri stjórnendur heilbrigðisstofnana hefðu sent ráðherra bréf og lýst yfir áhyggjum af stöðunni. Landlæknir sagði það sama á upplýsingafundinum í gær. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Landspítalinn Tengdar fréttir Covid-19 er Tsjernobyl hjúkrunarfræðinga 3. apríl 2020 14:08 „Lífsnauðsynlegt fyrir íslenskt samfélag að hjúkrunarfræðingar hafi viðunandi kjarasamninga“ Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segist leggja áherslu á það á hverjum degi að samið verði við hjúkrunarfræðinga. 3. apríl 2020 14:00 Hjúkrunarfræðingar ósáttir við kjaraskerðingu og vilja álagsgreiðslu í faraldrinum Hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum eru afar ósáttir við að fá ekki vaktaálagsauka lengur. Á sumum deildum hafi aldrei verið eins mikið álag. Þeir vilja fá sérstaka álagsgreiðslu í faraldrinum. 2. apríl 2020 19:00 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Sjá meira
Ríkissáttasemjari hefur ákveðið að kalla samninganefndir ríkisins og hjúkrunarfræðinga til fundar á mánudaginn. Tíu dagar eru síðan aðilar funduðu síðast. Hjúkrunarfræðingar hafa verið án samnings frá því í lok mars í fyrra. Hjúkrunarfræðingar hafa sagt langt á milli samningsaðila, einkum í því sem snýr að launaliðnum. Um mánaðamótin kom til aðgerðar niðurfelling svokallaðs vaktaálagsauka hjúkrunafræðinga sem svaraði til tuga þúsunda króna. Aðgerðin var boðuð í haust og var hluti af umfangsmiklum sparnaðaraðgerðum á Landspítalanum. Hjúkrunafræðingar hafa lýst yfir mikilli óánægju með að vaktaálgsaukinn hafi dottið út um mánaðamótin einmitt þegar álag hafi aldrei verið meira í starfi vegna kórónuveirufaraldursins. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagðist í samtali við fréttastofu í hádeginu leggja áherslu á það á hverjum degi að samið verði við hjúkrunarfræðinga. Það sé í raun „lífsnauðsynlegt fyrir íslenskt samfélag“ að stéttin búi við kjarasamning sem hún geti unað við. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði á upplýsingafundi síðdegis að hann og fleiri stjórnendur heilbrigðisstofnana hefðu sent ráðherra bréf og lýst yfir áhyggjum af stöðunni. Landlæknir sagði það sama á upplýsingafundinum í gær.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Landspítalinn Tengdar fréttir Covid-19 er Tsjernobyl hjúkrunarfræðinga 3. apríl 2020 14:08 „Lífsnauðsynlegt fyrir íslenskt samfélag að hjúkrunarfræðingar hafi viðunandi kjarasamninga“ Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segist leggja áherslu á það á hverjum degi að samið verði við hjúkrunarfræðinga. 3. apríl 2020 14:00 Hjúkrunarfræðingar ósáttir við kjaraskerðingu og vilja álagsgreiðslu í faraldrinum Hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum eru afar ósáttir við að fá ekki vaktaálagsauka lengur. Á sumum deildum hafi aldrei verið eins mikið álag. Þeir vilja fá sérstaka álagsgreiðslu í faraldrinum. 2. apríl 2020 19:00 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Sjá meira
„Lífsnauðsynlegt fyrir íslenskt samfélag að hjúkrunarfræðingar hafi viðunandi kjarasamninga“ Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segist leggja áherslu á það á hverjum degi að samið verði við hjúkrunarfræðinga. 3. apríl 2020 14:00
Hjúkrunarfræðingar ósáttir við kjaraskerðingu og vilja álagsgreiðslu í faraldrinum Hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum eru afar ósáttir við að fá ekki vaktaálagsauka lengur. Á sumum deildum hafi aldrei verið eins mikið álag. Þeir vilja fá sérstaka álagsgreiðslu í faraldrinum. 2. apríl 2020 19:00