Tónlist

Sóttkvíðaplaylisti Veirmundar Galtýssonar

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Laglínur sem finna má á listanum geta fests á heilum og verið afar smitandi.
Laglínur sem finna má á listanum geta fests á heilum og verið afar smitandi.

Veirmundur Galtýsson á ekkert skylt við sveiflukónginn Geirmund Valtýsson, en er nýr plötusnúður sem sérhæfir sig í sóttkvíar- og veirutengdri tónlist.

Var hann fenginn til að setja saman lagalista sérsniðinn að samkomubanni í stað hefðbundins föstudagsplaylista.

Vísir náði tali af Veirmundi þar sem hann var nýkominn úr loftinu eftir að hafa streymt skífuþeytingi á Primaveira hátíðinni margkunnugu. 

Veirmundur segir listann „uppfullan af smellum sem hafa á einhverjum tímapunkti orðið viral á einhvern hátt.“

Lögin tengist öll á einhvern hátt ástandinu og þeim veiruleika sem við þurfum að búa við í dag, og séu þar að auki öll á íslensku.

Veirmundur Galtýsson er í raun og veiru hugarburður blaðamanns Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×